Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 14

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 14
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Miðnæturgengið David Walliams Þýð.: Guðni Kolbeinsson Á miðnætti eru flest börn í fasta svefni, nema auð- vitað ... Miðnæturgengið. Það er eimitt þá sem ævintýri þeirra eru rétt að hefjast ... Sérlega hugljúf og fyndin bók eftir David Walliams, hinn geysivinsæla barna- bókahöfund, sem heillað hefur íslenska lesendur sína upp úr skónum. Hér í frábærri þýðingu meistara Guðna Kolbeinssonar. 478 bls. Bókafélagið D Milli svefns og Vöku Anna Margrét Björnsson Myndir: Laufey Jónsdóttir Vaka er oftast huguð og glaðvær stelpa. En þegar rökkrið sækir að líður henni ekki vel. Á nóttunni er eins og allt breytist og myrkrið gerir allt svo óhugnanlegt. Ekki bætir úr skák þegar dularfull vera kemur í heim- sókn í eina nóttina og undarlegir hlutir fara að gerast. 64 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi D Múmínálfarnir Litlu álfarnir, Halastjarnan, Pípuhattur galdrakarlsins Tove Jansson Þýð.: Þórdís Gísladóttir og Steinunn Briem Allir þekkja múmínálfana sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman. Hér birtast tvær af sög- unum ástsælu saman í bók en einnig sú fyrsta, Litlu álfarnir, sem aldrei hefur komið út á íslensku fyrr. Ævintýrin eru ótrúleg – allt fer á flot, múmínsnáðinn og félagar halda í háskaferð upp í Einmanafjöll og pípu- hattur galdrakarlsins stefnir öllu í voða. 352 bls. Forlagið – Mál og menning D Spæjarastofa Lalla og Maju Múmíuráðgátan Martin Widmark Þýð.: Íris Baldursdóttir Myndir: Helena Willis Á listasafninu í Víkurbæ virðist 3000 ára gömul egypsk múmía hafa vaknað til lífsins. Dauðskelkaður nætur- vörður er vitni í málinu en sömu nótt hverfur einnig dýrmætasta málverk safnsins. Lalli og Maja ákveða að fara og kanna málið betur. Spennandi ný saga úr Ráð- gátubókaflokknum vinsæla en spæjarar á aldrinum 6–10 ára geta lesið þær aftur og aftur og í hvaða röð sem er. 92 bls. Forlagið – Mál og menning E Nornirnar Roald Dahl Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndskr.: Quentin Blake Sagan segir frá dreng einum sem lendir óvart á ársþingi norna í Englandi en þeim er mjög í nöp við börn eins og allir vita. Afleiðingarnar verða örlagaríkar. Drengurinn og amma hans taka þá til sinna ráða. Fyndin fantasía með fallegan boðskap úr smiðju Roalds Dahls. 240 bls. Kver bókaútgáfa D Lukka og hugmyndavélin: Hætta í háloftunum Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndir: Logi Jes Kristjánsson Lukka og Jónsi eru komin í langþráð frí og ætla að njóta sveitakyrrðarinnar hjá hinum virta fornleifafræðingi, prófessor Gulldal. En skjótt skipast veður í lofti í lífi Lukku. Áður en hún veit af hafa systkinin dregist inn í stórhættulega atburðarrás og það reynir heldur betur á hugrekkið í þriðju og síðustu bókinni um ævintýri Lukku. 144 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi G Markmaðurinn og hafið Maria Parr Þýð.: Sigurður Helgason „Hver er venjulega í marki?“ Ég varð forviða. Hvernig í ósköpunum vissi hann það ekki? Allir í bænum vissu að Lena er markvörður í strákaliðinu. Maria Parr er margverðlaunaður barnabókahöfundur og hafa margir líkt henni við Jóhönnu Spyri höfund Heiðubókanna og Astrid Lindgren. 229 bls. Bókaormurinn E Matthildur Roald Dahl Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndskr.: Quentin Blake Matthildur er eldklár og býr að auki yfir ofurkröftum, en foreldrum hennar þeim Myllu og Hrappi gæti varla verið meira sama um hana. Sem betur fer hittir hún Eddu og Unu og fleira gott fólk – það er verra með Krýsu skólastjórann hrikalega! Söngleikurinn Matthildur verður sýndur í vor í Borgarleikhúsinu. 233 bls. Kver bókaútgáfa D C Maxímús Músíkús fer á fjöll Hallfríður Ólafsdóttir Myndir: Þórarinn Már Baldursson Lesari: Valur Freyr Einarsson Maxímús Músíkús verður steinhissa þegar tvær ókunn- ugar mýs spretta upp úr tösku erlends hljómsveitar- stjóra. Viva og Moto eru spennt að sjá Ísland og saman eiga mýsnar ævintýralega daga á fjöllum. Sögurnar um Maxa hafa notið gríðarlegra vinsælda og heillað jafnt börn og fullorðna um allan heim. Hljóðbókinni fylgir tónlist flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands. 41 bls. / H 1:23 klst. Forlagið – Mál og menning D Meira af Rummungi ræningja Otfried Preußler Þýð.: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Rummungur ræningi er aftur kominn á kreik og hefur numið ömmu á brott. Nú eru góð ráð dýr. Kasper, Jobbi og Fimbulfúsi yfirvarðstjóri eiga ekki margra kosta völ, en vonandi tekst þeim að hafa hendur í hári þessa óskammfeilna svikahrapps. Önnur bókin af þremur um Rummung ræningja sem hefur heillað lesendur í meira en hálfa öld og birtist hér í fallegri afmælisútgáfu. 126 bls. Dimma 14 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.