Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 19

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 19
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Settu saman allan heiminn: Handbók landkönnuðarins Leon Gray Myndir: Sarah Edmonds Hér er á ferðinni einstakur leiðarvísir að öllum heim- inum. 46 cm hár hnöttur fylgir bókinni. Settu saman hnöttinn á auðveldan máta og lærðu allt um plánetuna okkar með handbók landkönnuðarins. Snúðu hnett- inum, leitaðu að táknunum, finndu svörin við spurning- unum og uppgötvaðu heilan heim af fróðleik! 48 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi D Skrímsla- og draugaatlas heimsins Federica Magrin Myndir: Laura Brenlla Hefur þig einhvern tímann dreymt um að verða skrímsla- og draugabani? Í þessari bók er lagt af stað í ferðalag þar sem þú hittir fyrir ófrýnilegustu skepnur, forynjur og vofur veraldar. En hafðu ekki áhyggjur! Leiðsögumaður þinn á þessari vegferð er enginn annar en Van Helsing, frægasti skrímslaveiðimaður allra tíma og í bókinni finnur þú svör við hvernig á að sigra hverja ófreskjuna á fætur annarri. 96 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi G Slímbók Sprengju-Kötu Katrín Lilja Sigurðardóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Efnafræðingurinn Sprengju-Kata kann svo sannar- lega að gera hlutina skemmtilega og aðgengilega fyrir krakka. Hér útskýrir hún í myndum og máli hvernig má búa til litskrúðugt slím af ýmsu tagi, breyta og bæta og leika sér svo með það, teygja það og toga, hnoða og láta leka. Og svo býr hún líka til trölladeig og kristalla. 46 bls. Forlagið – JPV útgáfa E Spurningabókin 2018 Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Guðjón Ingi Eiríksson Á hvoru auganu er Stjáni blái blindur? Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Hvort lokar maður hurðinni með dyrunum eða dyrunum með hurðinni? Hvaða litur er einkennandi fyrir hrekkjavökuna? Hvað heitir hestur Lukku-Láka? Þetta og margt fleira til í þessari bráð- skemmtilegu bók. 80 bls. Bókaútgáfan Hólar G Ísland á HM Rússland 2018 Gunnar Helgason Hvað segja landsliðsmennirnir okkar um HM og hver er saga keppninnar? Hver eru óvæntustu úrslit íslenska landsliðsins og hvernig var leið þess á HM í Rússlandi? Hvaða æfingar er gott að gera til að verða betri í fót- bolta? Og hvað ætli Jón Jónsson úr Víti í Vestmanna- eyjum sé að gera núna? Þessi fjöruga bók eftir Gunnar Helgason geymir allt þetta og margt fleira. 56 bls. Forlagið – Mál og menning G Léttlestrarbækur Haninn sem vildi ekki verða höfðinu styttri Örninn og spætan Huginn Þór Grétarsson og Huginn Þór Grétarsson Tvær nýjar léttlestrarbækur: Haninn sem vildi ekki verða höfðinu styttri og Örninn og spætan. Léttlestrar- bókaflokkur Óðinsauga hefur notið mikilla vinsælda. Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókanna. Hentar vel fyrir byrjendalæsi. 20 bls. Óðinsauga útgáfa B Litlir Könnuðir Hafið Pöddur Á ferð og flugi Sveitabærinn Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Líflegar og fræðandi gluggabækur fyrir litla könnuði sem hafa áhuga á pöddum og hafinu. Bækurnar eru í sama bókaflokki og Sveitabærinn, Á ferð og flugi og Líkaminn. 16 bls. Setberg bókaútgáfa G Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi Judith M. Glasser og Kathleen Nadeau Þýð.: Gyða Haraldsdóttir Bókin er skrifuð fyrir krakka sem eiga erfitt með til- finningastjórnun en glíma e.t.v. líka við áhyggjur, hvat- vísi, vanlíðan, lítið sjálfstraust og ónóga samskiptafærni. Bókin gefur börnum hagnýt ráð og kennir aðferðir til að átta sig á vandanum, koma auga á styrkleika og veik- leika í eigin fari og finna lausnir. Foreldrar fá líka leið- beiningar um hvernig þeir og aðrir fullorðnir geta stutt börnin í að taka á erfiðleikum sínum. 128 bls. Skrudda 19 Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS 24. OG 25.

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.