Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 26

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 26
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D F Heklugjá Leiðarvísir að eldinum Ófeigur Sigurðsson Rithöfundur gengur dag hvern á Þjóðskjalasafnið, les sér til um stórmenni og sérvitringa fortíðar og lætur sig dreyma um stúlku sem vinnur á safninu. Heklugjá er ævintýraleg saga um leit að hamingjunni, fyndin, djúp og meistaralega skrifuð. Frumleg könnunarferð um náttúru mannsins eftir Ófeig Sigurðsson, höfund met- sölu- og verðlaunabókarinnar Öræfa. 414 bls. Forlagið – Mál og menning D Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir Ung kona hverfur frá nýfæddu barni sínu og bróðir hennar leggur í leit að henni. Hið heilaga orð er spenn- andi saga um ástríður og lestur, flótta og ferðalög, og undursamleg völundarhús mannshugans. Sigríður Hagalín er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Fyrsta bók hennar, Eyland, vakti verðskuldaða athygli og kemur nú út víða um Evrópu. Hið heilaga orð seldist til nokkurra landa á meðan Bókatíðindi þessi voru í prentun. 272 bls. Benedikt bókaútgáfa F I Hilma Óskar Guðmundsson Ný og endurskoðuð útgáfa á verðlaunabók Óskars sem valin var Besta glæpasaga ársins 2015. „Hilma er með minnisstæðari karakterum sem íslenskir spennusagna- höfundar hafa galdrað fram.“ Kristjón K. Guðjónsson/ pressan.is 455 bls. Bjartur E Himnaríki og helvíti – Þríleikur Jón Kalmann Stefánsson Sögusviðið er sjávarþorp um þarsíðustu aldamót. Það er vetur. Besti vinur Stráksins hefur frosið í hel á hafi úti. Nú er hann einn í heiminum með alla sína drauma. Við fylgjumst með honum á torfærri leið til fullorðins- áranna og ástarinnar, sem er bæði ljúf og forboðin. Þríleikurinn Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins á einni bók. 832 bls. Benedikt bókaútgáfa D Hin hliðin Guðjón Ragnar Jónasson Hin hliðin geymir örsögur úr menningarheimi sem mörgum er hulinn. Hér birtast grátbroslegar svip- myndir úr leikhúsi næturlífsins ásamt minningabrotum úr réttindabaráttu hinsegin fólks. Örvæntingarsúlan og eftirvæntingarsúlan, tannhvassar drottningar, rassragir menn til forna og óvissuferðir í grænan lund er meðal þess sem hér ber á góma. 95 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D F C Hans Blær Eiríkur Örn Norðdahl Lesari: Eiríkur Örn Norðdahl Hans Blær er 33 ára gamalt trans nettröll á æsilegum flótta undan réttvísinni og samfélaginu öllu. Allir hafa skoðun á því sem hán hefur gert – nema kannski hán sjálft sem er fyrst og fremst frjálst. Eiríkur Örn Norð- dahl stendur í fremstu röð íslenskra samtímahöfunda og hafa bækur hans komið út og hlotið margs konar viðurkenningar um allan heim. Hér skoðar hann sam- tíma okkar með fránum augum nettröllsins Hans Blævar sem allt sér og engum hlífir. 335 bls. / H 10:00 klst. Forlagið – Mál og menning E F I Haust í Skírisskógi Þorsteinn frá Hamri Þessi fjörlega skáldsaga Þorsteins frá Hamri kom fyrst út 1980; óvenjuleg ævintýrasaga ofin úr litríkum þráðum úr sögu og samtíð. Bókin er gefin út á ný í til- efni þess að sextíu ár eru liðin frá því að fyrsta ljóðabók Þorsteins kom út og sjálfur hefði hann orðið áttræður í ár, en hann lést í ársbyrjun. Hermann Stefánsson skrifar inngang að sögunni. 153 bls. Forlagið D C Hljóðbók frá Storytel Hefnd Kári Valtýsson Árið 1866 hrekst Gunnar Kjartansson lögreglumaður frá Reykjavík eftir voveiflega atburði. Hann endar í Ameríku við að leggja járnbraut yfir óravíðáttur vest- ursins. Á grimmum stað kvikna grimm örlög. Gunnar verður að grípa til vopna og þegar hann er orðinn skot- spónn gegndarlauss hefndarþorsta færasta stríðsmanns Cheyenne-indíananna, Gráa-Úlfs, er uppgjör í aðsigi. Hefnd er óumflýjanleg! Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Davíð Guðbrandsson. 276 bls. / H Sögur útgáfa D F Heiður Sólveig Jónsdóttir Heiður hefur ekki séð eða heyrt í bróður sínum í 28 ár þegar hann hefur loks samband og biður um hjálp. Hún heldur af stað til Norður-Írlands í þeirri von að fá svar við spurningunni sem alla tíð hefur brunnið á henni: Hvers vegna yfirgaf faðir þeirra friðsælt fjölskyldulífið í Reykjavík til að verja heiður fólksins síns í heima- landinu? Spennandi skáldsaga um róstusama tíma og rótlaust fólk. 253 bls. Forlagið – Mál og menning E F Heimsendir: ferðasaga Guðmundur Steingrímsson Leifur Eiríksson blaðamaður býður kærustunni, tattó- veruðu sveitastelpunni Unni, til Ameríku. „Snjöll, ófyrirsjáanleg, fyndin og skemmtilega ófor- skömmuð.“ ÁBS/DV ★★★★ „Heimsendir er skemmtileg skáldsaga ... Vel skrifuð og textinn er hugmyndaríkur og fyndinn.“ Mbl. 168 bls. Bjartur 26 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.