Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 26

Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 26
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D F Heklugjá Leiðarvísir að eldinum Ófeigur Sigurðsson Rithöfundur gengur dag hvern á Þjóðskjalasafnið, les sér til um stórmenni og sérvitringa fortíðar og lætur sig dreyma um stúlku sem vinnur á safninu. Heklugjá er ævintýraleg saga um leit að hamingjunni, fyndin, djúp og meistaralega skrifuð. Frumleg könnunarferð um náttúru mannsins eftir Ófeig Sigurðsson, höfund met- sölu- og verðlaunabókarinnar Öræfa. 414 bls. Forlagið – Mál og menning D Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir Ung kona hverfur frá nýfæddu barni sínu og bróðir hennar leggur í leit að henni. Hið heilaga orð er spenn- andi saga um ástríður og lestur, flótta og ferðalög, og undursamleg völundarhús mannshugans. Sigríður Hagalín er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Fyrsta bók hennar, Eyland, vakti verðskuldaða athygli og kemur nú út víða um Evrópu. Hið heilaga orð seldist til nokkurra landa á meðan Bókatíðindi þessi voru í prentun. 272 bls. Benedikt bókaútgáfa F I Hilma Óskar Guðmundsson Ný og endurskoðuð útgáfa á verðlaunabók Óskars sem valin var Besta glæpasaga ársins 2015. „Hilma er með minnisstæðari karakterum sem íslenskir spennusagna- höfundar hafa galdrað fram.“ Kristjón K. Guðjónsson/ pressan.is 455 bls. Bjartur E Himnaríki og helvíti – Þríleikur Jón Kalmann Stefánsson Sögusviðið er sjávarþorp um þarsíðustu aldamót. Það er vetur. Besti vinur Stráksins hefur frosið í hel á hafi úti. Nú er hann einn í heiminum með alla sína drauma. Við fylgjumst með honum á torfærri leið til fullorðins- áranna og ástarinnar, sem er bæði ljúf og forboðin. Þríleikurinn Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins á einni bók. 832 bls. Benedikt bókaútgáfa D Hin hliðin Guðjón Ragnar Jónasson Hin hliðin geymir örsögur úr menningarheimi sem mörgum er hulinn. Hér birtast grátbroslegar svip- myndir úr leikhúsi næturlífsins ásamt minningabrotum úr réttindabaráttu hinsegin fólks. Örvæntingarsúlan og eftirvæntingarsúlan, tannhvassar drottningar, rassragir menn til forna og óvissuferðir í grænan lund er meðal þess sem hér ber á góma. 95 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D F C Hans Blær Eiríkur Örn Norðdahl Lesari: Eiríkur Örn Norðdahl Hans Blær er 33 ára gamalt trans nettröll á æsilegum flótta undan réttvísinni og samfélaginu öllu. Allir hafa skoðun á því sem hán hefur gert – nema kannski hán sjálft sem er fyrst og fremst frjálst. Eiríkur Örn Norð- dahl stendur í fremstu röð íslenskra samtímahöfunda og hafa bækur hans komið út og hlotið margs konar viðurkenningar um allan heim. Hér skoðar hann sam- tíma okkar með fránum augum nettröllsins Hans Blævar sem allt sér og engum hlífir. 335 bls. / H 10:00 klst. Forlagið – Mál og menning E F I Haust í Skírisskógi Þorsteinn frá Hamri Þessi fjörlega skáldsaga Þorsteins frá Hamri kom fyrst út 1980; óvenjuleg ævintýrasaga ofin úr litríkum þráðum úr sögu og samtíð. Bókin er gefin út á ný í til- efni þess að sextíu ár eru liðin frá því að fyrsta ljóðabók Þorsteins kom út og sjálfur hefði hann orðið áttræður í ár, en hann lést í ársbyrjun. Hermann Stefánsson skrifar inngang að sögunni. 153 bls. Forlagið D C Hljóðbók frá Storytel Hefnd Kári Valtýsson Árið 1866 hrekst Gunnar Kjartansson lögreglumaður frá Reykjavík eftir voveiflega atburði. Hann endar í Ameríku við að leggja járnbraut yfir óravíðáttur vest- ursins. Á grimmum stað kvikna grimm örlög. Gunnar verður að grípa til vopna og þegar hann er orðinn skot- spónn gegndarlauss hefndarþorsta færasta stríðsmanns Cheyenne-indíananna, Gráa-Úlfs, er uppgjör í aðsigi. Hefnd er óumflýjanleg! Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Davíð Guðbrandsson. 276 bls. / H Sögur útgáfa D F Heiður Sólveig Jónsdóttir Heiður hefur ekki séð eða heyrt í bróður sínum í 28 ár þegar hann hefur loks samband og biður um hjálp. Hún heldur af stað til Norður-Írlands í þeirri von að fá svar við spurningunni sem alla tíð hefur brunnið á henni: Hvers vegna yfirgaf faðir þeirra friðsælt fjölskyldulífið í Reykjavík til að verja heiður fólksins síns í heima- landinu? Spennandi skáldsaga um róstusama tíma og rótlaust fólk. 253 bls. Forlagið – Mál og menning E F Heimsendir: ferðasaga Guðmundur Steingrímsson Leifur Eiríksson blaðamaður býður kærustunni, tattó- veruðu sveitastelpunni Unni, til Ameríku. „Snjöll, ófyrirsjáanleg, fyndin og skemmtilega ófor- skömmuð.“ ÁBS/DV ★★★★ „Heimsendir er skemmtileg skáldsaga ... Vel skrifuð og textinn er hugmyndaríkur og fyndinn.“ Mbl. 168 bls. Bjartur 26 Skáldverk ÍSLENSK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.