Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 27

Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 27
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E Íslenski draumurinn Guðmundur Andri Thorsson Er íslenski draumurinn skjótfenginn auður og frægð – eða er hann tómt strit? Snýst hann um að sýnast annað en maður er? Alvara, grín, íhygli og óvæntar líkingar einkenna þessa hressilegu sögu Guðmundar Andra Thorssonar, sem í grunninn fjallar um vináttu og svik. Bókin kom fyrst út 1991 og hlaut afar góðar viðtökur. Jón Yngvi Jóhannsson skrifar formála nýrrar útgáfu. 229 bls. Forlagið D Katrínarsaga Halldóra Thoroddsen Hér segir frá ungu fólki sem berst með straumi tímans. Þeim er fylgt í gleði og sorg um hippadóm og upphaf auðhyggjuskeiðs. Ok og frelsi kynlífsbyltingarinnar, reykingar í skólatímum og bjór í flöskum. 144 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D F Keisaramörgæsir Þórdís Helgadóttir Í sagnaheimi Þórdísar rekast á kunnuglegir hlutir og furður – en þegar betur er að gáð reynast sumar furð- urnar líka kunnuglegar. Hér er teflt saman fantasíu og raunsæi á heillandi og kraftmikinn hátt. Þórdís hefur áður vakið athygli fyrir smásögur og ljóð, en Keisaramörgæsir er fyrsta bók hennar. 160 bls. Bjartur C Hlustað & Ókyrrð Jón Óttar Ólafsson Lesari: Hjálmar Hjálmarsson Rannsóknarögreglumaðurinn Davíð Arnarsson kannar dularfull og margslungin mál sem upp koma hér heima sem á erlendri grundu. Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla. Hann hefur starfað innan lögregl- unnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. H 25:12 klst. Storytel D Horfið ekki í ljósið Þórdís Gísladóttir Andvaka sögukona rifjar upp ævi sína, segir frá sam- ferðafólki, raðar saman minningabrotum og gerir til- raun til að greina samhengi hlutanna. Horfið ekki í ljósið er leiftrandi skemmtileg skáldsaga sem sýnir kunnug- lega atburði í nýju ljósi. Þórdís hlaut Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar og hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 160 bls. Benedikt bókaútgáfa D Hrauney Huldufólkið Karólína Pétursdóttir Hvað ef það væru til fleiri víddir? Fleiri heimar? Hvað ef þú fyndir leið inn í annan heim? Myndir þú þora? Hrafntinna er í sveitinni hjá ömmu sinni, þegar hún fær á 17 ára afmæli sínu gjöf sem varpar henni inn í aðra vídd þar sem álfar ráða ríkjum. Með hjálp álfa sem hún kynnist í Álfheimum, ferðast hún um landið í leit að hlutum sem eiga að koma henni aftur heim. Hættur steðja að úr ólíkum áttum og allskyns álfar verða á hennar leið. Verður allt eins og það á að sér að vera þegar hún kemur heim eða hefur ferðalag hennar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar? Sensus Novus ehf E Hvunndagsmorð Oddbjörg Ragnarsdóttir Lík af stúlku finnst í Gálgahrauninu. Á sama tíma hverfur kona í Kópavogi og lík af karlmanni finnst í húsbruna í Grafarvogi. Hrafnkell og Soff ía stýra rann- sókn mála. Á sama tíma tekst Soff ía á við skugga úr sinni eigin fortíð. Spennandi sakamálasaga þar sem ekki er allt sem sýnist. Þegar hversdagslíf venjulegs fólks hættir að vera venjulegt. 390 bls. Listfengi ehf. D Í Gullhreppum Bjarni Harðarson Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar, drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtast okkur með kröm sinni og skemmtan. 235 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 27 Skáldverk ÍSLENSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.