Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 27
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Íslenski draumurinn
Guðmundur Andri Thorsson
Er íslenski draumurinn skjótfenginn auður og frægð –
eða er hann tómt strit? Snýst hann um að sýnast annað
en maður er? Alvara, grín, íhygli og óvæntar líkingar
einkenna þessa hressilegu sögu Guðmundar Andra
Thorssonar, sem í grunninn fjallar um vináttu og svik.
Bókin kom fyrst út 1991 og hlaut afar góðar viðtökur.
Jón Yngvi Jóhannsson skrifar formála nýrrar útgáfu.
229 bls.
Forlagið
D
Katrínarsaga
Halldóra Thoroddsen
Hér segir frá ungu fólki sem berst með straumi tímans.
Þeim er fylgt í gleði og sorg um hippadóm og upphaf
auðhyggjuskeiðs. Ok og frelsi kynlífsbyltingarinnar,
reykingar í skólatímum og bjór í flöskum.
144 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
D F
Keisaramörgæsir
Þórdís Helgadóttir
Í sagnaheimi Þórdísar rekast á kunnuglegir hlutir og
furður – en þegar betur er að gáð reynast sumar furð-
urnar líka kunnuglegar. Hér er teflt saman fantasíu og
raunsæi á heillandi og kraftmikinn hátt.
Þórdís hefur áður vakið athygli fyrir smásögur og
ljóð, en Keisaramörgæsir er fyrsta bók hennar.
160 bls.
Bjartur
C
Hlustað & Ókyrrð
Jón Óttar Ólafsson
Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Rannsóknarögreglumaðurinn Davíð Arnarsson kannar
dularfull og margslungin mál sem upp koma hér heima
sem á erlendri grundu.
Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum frá
Cambridge-háskóla. Hann hefur starfað innan lögregl-
unnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara.
H 25:12 klst.
Storytel
D
Horfið ekki í ljósið
Þórdís Gísladóttir
Andvaka sögukona rifjar upp ævi sína, segir frá sam-
ferðafólki, raðar saman minningabrotum og gerir til-
raun til að greina samhengi hlutanna. Horfið ekki í ljósið
er leiftrandi skemmtileg skáldsaga sem sýnir kunnug-
lega atburði í nýju ljósi. Þórdís hlaut Bókmenntaverð-
laun Tómasar Guðmundssonar og hefur þrisvar sinnum
verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
160 bls.
Benedikt bókaútgáfa
D
Hrauney
Huldufólkið
Karólína Pétursdóttir
Hvað ef það væru til fleiri víddir? Fleiri heimar? Hvað
ef þú fyndir leið inn í annan heim? Myndir þú þora?
Hrafntinna er í sveitinni hjá ömmu sinni, þegar hún
fær á 17 ára afmæli sínu gjöf sem varpar henni inn í
aðra vídd þar sem álfar ráða ríkjum. Með hjálp álfa sem
hún kynnist í Álfheimum, ferðast hún um landið í leit
að hlutum sem eiga að koma henni aftur heim. Hættur
steðja að úr ólíkum áttum og allskyns álfar verða á
hennar leið. Verður allt eins og það á að sér að vera
þegar hún kemur heim eða hefur ferðalag hennar haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar?
Sensus Novus ehf
E
Hvunndagsmorð
Oddbjörg Ragnarsdóttir
Lík af stúlku finnst í Gálgahrauninu. Á sama tíma
hverfur kona í Kópavogi og lík af karlmanni finnst í
húsbruna í Grafarvogi. Hrafnkell og Soff ía stýra rann-
sókn mála. Á sama tíma tekst Soff ía á við skugga úr
sinni eigin fortíð. Spennandi sakamálasaga þar sem ekki
er allt sem sýnist. Þegar hversdagslíf venjulegs fólks
hættir að vera venjulegt.
390 bls.
Listfengi ehf.
D
Í Gullhreppum
Bjarni Harðarson
Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra
Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar
á 18. öld. Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar,
drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar
og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og
skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar
birtast okkur með kröm sinni og skemmtan.
235 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
27
Skáldverk ÍSLENSK