Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 31
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D F C
Svik
Lilja Sigurðardóttir
Lesari: Lilja Sigurðardóttir
Úrsúla fær óvænt boð um að setjast í ríkisstjórn og
grípur tækifærið, grunlaus um hvað bíður hennar. Fjöl-
miðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans en aðrir
fylgjast líka með henni á laun, ekki allir vinveittir. Svik
er fjörug og hörkuspennandi saga um völd og valda-
leysi, ofbeldi og þöggun, eftir verðlaunahöfundinn vin-
sæla, Lilju Sigurðardóttur.
390 bls. / H 9:00 klst.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Svikarinn
Lilja Magnúsdóttir
Það gefst sjaldan vel að það séu þrír í hjónabandi og
þegar það eru orðnir fjórir hlýtur eitthvað að springa.
Sprengingin verður þegar ung kona verður viðskila við
ástmann sinn og hefur enga hugmynd um afdrif hans.
Þau höfðu lengi leikið tveim skjöldum og talið sér trú
um að það væri í lagi.
256 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
C
Sögur Snjólaugar
Snjólaug Bragadóttir
Hinar dásamlegu bækur Snjólaugar Bragadóttur sem
hafa verið ófáanlegar á Íslandi um tíma eru nú loksins
aftur aðgengilegar, að þessu sinni sem hljóðbækur.
Bækur eins og Ráðskona óskast í sveit, Allir eru ógiftir í
verinu, Holdið er torvelt að temja, Enginn veit hver ann-
ars konu hlýtur og margar fleiri.
Kynntu þér allt úrvalið á Storytel.is
/ H
Storytel
D C
Hljóðbók frá Storytel
Sölvasaga Daníelssonar
Arnar Már Arngrímsson
Sölvasaga unglings fékk Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 2016. En hvað varð svo um Sölva? Hann er á
góðri leið með að verða starfsmaður aldarinnar í Bónus.
Jafnaldrar hans raða saman flugferðum í heimsreisum.
Hann raðar saman orðum. En orðin láta ekki að stjórn.
Þetta er saga af útlaga í leit að bandamönnum, þjóð í
leit að betri tilboðum og tungumáli sem fæst á 100-kall
í Hertex.
Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Árni
Beinteinn Árnason.
264 bls. / H
Sögur útgáfa
G
The darkness surrounds me
Hugleikur Dagsson
Englar, jólasveinar og ævintýrapersónur í einni súpu.
Smekklaust grín og grátt gaman en nú í fögrum litum –
skrautlegra en nokkru sinni fyrr.
104 bls.
Forlagið – Ókeibæ
D F
Sextíu kíló af sólskini
Hallgrímur Helgason
Drengur sem bjargast fyrir kraftaverk hlýtur að eiga
sér framtíð – en hvers konar framtíð getur það orðið, í
norðlenskum firði á torföld? Sagan af Eilífi bónda, Gesti
syni hans og fólkinu á Segulfirði er breið og áhrifa-
mikil frásögn af því þegar nútíminn nam land á Íslandi
og öreigarnir eygðu loksins von. Snilldarlega skrifuð
söguleg skáldsaga, full af hlýju, húmor og harmi.
461 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Sorgarmarsinn
Gyrðir Elíasson
Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþrí-
leik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram
haldið í Suðurglugganum, en báðar fjölluðu þær með
áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um
málara en hin um rithöfund. Sorgarmarsinn segir af
textasmiðnum Jónasi sem hallar sér þó aðallega að
tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á
Austfjörðum. Táknræn og hrífandi frásögn af sköpun,
orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og
listar.
164 bls.
Dimma
D F C
Stormfuglar
Einar Kárason
Lesari: Einar Kárason
Íslenskur togari er á veiðum úti á reginhafi um miðjan
vetur þegar aftakaveður brestur á. Gríðarleg ísing hleðst
á skipið og áhöfnin verður að berja klakann í nístandi
frosti og stórsjó. Baráttan er upp á líf og dauða: í tal-
stöðinni glymja neyðarköll annarra skipa. Spennu-
þrungin átakasaga byggð á sönnum atburðum eftir
sagnameistarann Einar Kárason. ★★★★★ ÁBS / DV
124 bls. / H 2:38 klst.
Forlagið – Mál og menning
D F C
Stúlkan hjá brúnni
Arnaldur Indriðason
Lesari: Stefán Hallur Stefánsson
Ung kona sem hefur verið í neyslu er týnd og fjöl-
skylda hennar biður Konráð lögreglumann að leita að
henni. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna
atburði og skyndilega fangar lítil stúlka sem drukknaði
í Reykjavíkurtjörn athygli hans. Snjöll og nístandi saga
um brostnar vonir og börn sem eiga sér hvergi skjól,
snilldarlega fléttuð af meistara Arnaldi.
300 bls. / H 9:10 klst.
Forlagið – Vaka-Helgafell
C
Svartfugl
Gunnar Gunnarsson
Lesari: Gunnar Gunnarsson
Svartfugl er magnað skáldverk og af mörgum talin
albesta bók Gunnars Gunnarssonar. Bakgrunnurinn
er Sjöundármorðin, en jafnframt er dregin upp skörp
mynd af íslensku samfélagi um aldamótin 1800, stétt-
skiptingu og harðneskjulegum aðstæðum alþýðunnar.
Svartfugl segir mikla sögu af mögnuðu fólki. Klassískt
verk sem talar til nýrra tíma á nýjan hátt.
H 9:11 klst.
Hljóðbók.is
31
Skáldverk ÍSLENSK