Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 32

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 32
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E Valdamiklir menn Þriðja morðið Jón Pálsson Þórhallur rannsóknarlögreglumaður glímir við eitt flóknasta glæpamál sem komið hefur á hans borð. Hann er að komast á sporið en sogast þá inn í hringiðu spill- ingar og yfirhylmingar þar sem hættur liggja við hvert fótmál. Nú þarf hann að gera upp við sig hvort hann fylgir þeirri línu sem lögreglan kynnir opinberlega eða freistar þess að koma lögum yfir glæpamennina. Þriðja morðið eftir Jón Pálsson er þriðja og síðasta bókin í þríleiknum um Valdamikla menn. 470 bls. Höfundaútgáfan D Vættir Alexander Dan Vilhjálmsson Sagan gerist í torkennilegri Reykjavík; vættir birtast á hverju húshorni, þökum og upp úr holræsum. Tré vex á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, hnífum rignir niður af himnum. Hvernig bregst mannshugurinn við? Alexander Dan hefur áður sent frá sér furðusögur sem væntanlegar eru í enskri þýðingu. Þetta er hefðbundin skáldsaga með töfrum og furðum. 208 bls. Benedikt bókaútgáfa C Það sem dvelur í þögninni Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Ættarskáldsaga Ástu Kristrúnar byggir á sögum átta kvenna, allt frá öndverðri 18. öld fram á hina tuttug- ustu. Bókin hefur vakið marga til umhugsunar um formæður sínar og –feður, á ögurtímum í sögu Íslands. Höfundur fékk og fær enn sterk viðbrögð og jákvæð frá fjölmörgum lesendum. Valgeir Guðjónsson flytur lög sín við kvæði í bókinni. Sjá https://www.bakkastofa. com/umsagnir-lesenda Höfundur les. H 9:00 klst. Studiamus D F Þorpið Ragnar Jónasson Una, ungur kennari úr Reykjavík, ræður sig til starfa á Skálum á Langanesi árið 1985. Íbúarnir eru tíu og nemendurnir aðeins tveir. Samfélagið er lokað og tekur henni með miklum fyrirvara. Óútskýrð dauðsföll vekja ugg og á nóttunni finnst Unu stundum eins og hún sé ekki ein í herberginu sínu ... 318 bls. Veröld E Þorpið sem svaf Smásögur Reynir Traustason Þorpið sem svaf gerist í litlu byggðarlagi. Sögur af fólki og örlögum þess. Kvótinn er seldur og vinnan fer. Kóngarnir geyma auð sinn í aflandinu. Eftir situr fólk í sárum. Þetta eru sögur af svindli ekki síður en ást og kærleika. Fossarnir eru þurkkaðir upp. Heiðinni sökkt til að framleiða rafmagn fyrir stóriðju. Peningamenn græða á meðan náttúran grætur. Allt selt og hrein- leikinn horfinn. Þeir sem sjá sjálfa sig í sögunum gera það á eigin ábyrgð. Sögurnar eru blanda af skáldskap og raunveruleika. 192 bls. Útgáfufélagið Stundin F C Tinder-match Hörður Andri Steingrímsson Lesari: Sindri Freyr Steinsson Hann finnur hana á stefnumótaforritinu. Þau eru match. Svo byrja þau að tala saman. Djarft. En vill hann hitta hana? Er hún of ung fyrir hann? Og ætlar hún aldrei að ná úr sér þessari pest sem hún talar enda- laust um? Tinder-match er spennandi nóvella úr sam- tímanum um netsamtal sem vindur upp á sig; ástina, gredduna og einmanaleikann. Hörður Andri Stein- grímsson hefur gefið út tvær ljóðabækur og birt smá- sögu í tímaritinu Stínu. H 2:39 klst. Forlagið D Undir hrauni Finnbogi Hermannsson Spennandi frásögn sem byggir á raunverulegum atburðum þegar tveir þýskir skipbrotsmenn flúðu undan breska hernum upp í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu fyrir Selsundsbónda. Í Reykjavík beið ung stórættuð stúlka sem áræddi að lokum að heimsækja unnustann upp í hraunið. Meistaralega fléttað saman af landskunnum sagnaþul. 128 bls. Bókaútgáfan Sæmundur F C Undir yfirborðinu Tanja Rasmussen Lesari: Silja Aðalsteinsdóttir Lena er laus úr ofbeldissambandi, en aðeins að nafn- inu til. Í huganum og í draumum sínum er hún ennþá föst og hefur verið brotin niður svo rækilega að hún getur ekki risið upp. Ekki fyrr en hún hleypir Övu inn í líf sitt, Övu sem brosir til allra og ansar engum mót- bárum. Undir yfirborðinu er grípandi nóvella eftir Tönju Rasmussen, tvítugan háskólanema og stofnanda bókaútgáfunnar Kallíópu. H 2:05 klst. Forlagið D Ungfrú Ísland Auður Ava Ólafsdóttir Sögusviðið er Reykjavík árið 1963. Ung skáldkona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Reykjavíkur. Þetta er saga um sköpunarþrá og leitina að fegurð. Auður Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör. 240 bls. Benedikt bókaútgáfa D F Útlagamorðin Ármann Jakobsson Ungur maður finnst látinn í litlum bæ úti á landi. Lög- reglan fer á staðinn en bærinn er fullur af erlendum ferðamönnum, kattamorðingi gengur laus, tvær systur virðast ráða öllu og ein úr lögregluliðinu á þaðan miður góðar minningar. Launfyndin og hörkuspennandi glæpasaga. 328 bls. Bjartur 32 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.