Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 34
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Etýður í snjó
Yoko Tawada
Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir
Þrjár kynslóðir ísbjarna segja sögu sína með eigin
orðum. Heillandi saga um samband manna og dýra, um
útlegð, fjölskyldur, aðskilnað og það að vera öðruvísi
eftir japanska rithöfundinn Yoko Tawada sem er búsett
í Þýskalandi.
322 bls.
Angústúra
D
Evgenía Grandet
Honoré de Balzac
Þýð.: Sigurjón Björnsson
Með þessari skáldsögu hófst sigurför Balzacs sem
skáldsagnahöfundar en þessi dramatíska saga er löngu
orðin klassísk og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Hún kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku.
204 bls.
Skrudda
E F
Ég er að spá í að slútta þessu
Iain Reid
Þýð.: Árni Óskarsson
Jake og kærasta hans heimsækja foreldra hans sem
búa á frekar afskekktum bóndabæ. Spennuþrungin og
taugatrekkjandi saga um ökuferð sem endar með skelf-
ingu. Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim
og leikstjórinn Charlie Kaufman vinnur nú að stórmynd
eftir sögunni.
218 bls.
Veröld
G
Fjörður hinna dauðu
Hans Jakob Helms
Þýð.: Eiríkur Brynjólfsson
Langt er um liðið frá því síðan upplýst var að Banda-
ríkjaher flaug flugvélum hlöðnum kjarnorkusprengjum
til herstöðvarinnar í Thule. En getum við verið viss um
að málinu hafi lokið þar með?
312 bls.
Draumsýn
E F
Fléttan
Laetitia Colombani
Þýð.: Ólöf Pétursdóttir
Þrjár konur, þrjú líf, þrjár heimsálfur. Þessar konur eiga
það sameiginlegt að neita að gefast upp fyrir örlögum
sínum og andstreymi. Þær ákveða að berjast fyrir sínu
og svo fer að þræðir þeirra fléttast saman.
224 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
F I
Bókmennta- og kartöflubökufélagið
Mary Ann Shiffer og Annie Barrows
Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir
Skáldkona kynnist ást og sorgum á Guernsey undir
þýsku hernámi, og vináttu sem er engri lík.
Bókmennta- og kartöflubökufélagið hefur farið sigur-
för um heiminn.
„Bestu meðmæli fyrir þá sem hafa gaman af hlýlegum
ástarorðum, krydduðum með smá sorg og trega.“ Mbl.
326 bls.
Bjartur
E F
Dag einn í desember
Josie Silver
Þýð.: Herdís Hübner
Þegar Laurie situr í strætó á köldum desemberdegi
kemur hún auga á hann – hinn eina rétta – og svo
ekur vagninn af stað. Þegar hún sér hann næst er hann
kærasti vinkonu hennar. Laurie reynir að láta lífið halda
áfram og í tíu ár skarast leiðir þeirra. Skemmtileg,
hjartnæm og grípandi ástarsaga um örlög sem tvinnast
saman og flækjast á ýmsa vegu.
470 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Dagar höfnunar
Elena Ferrante
Þýð.: Halla Kjartansdóttir
Dagar höfnunar er að margra mati magnaðasta bók
ítalska höfundarins Elenu Ferrante. Lýsingar hennar á
sálarlífi og félagslegri stöðu konu á barmi örvæntingar
eru sterkar, átakanlegar og stundum grátbroslegar.
Bókaklúbburinn Sólin gefur út vandaðar þýðingar á
eftirtektarverðum bókum heimsins.
191 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E F
Dóra Bruder
Patrick Modiano
Þýð.: Sigurður Pálsson
Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin 2014. Þessi
skáldsaga tengist honum persónulega því viðfangsefnið,
týnda stúlkan Dóra Bruder, kallar fram minningar frá
liðnum tíma. Þetta ferðalag er í senn undursamlegt og
skelfilegt.
163 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Englar Hammúrabís
Max Seeck
Þýð.: Sigurður Karlsson
Starfsmaður finnska sendiráðsins í Zagreb hverfur í
kjölfar hótana. Daniel Kuisma og Annika Lehto eru
send til að grafast fyrir um afdrif landa síns. Brátt finna
þau þræði sem liggja inn í hrylling Balkanstríðsins.
Hvað gerðist raunverulega fyrir tuttugu árum? Hverjir
eru Englar Hammúrabís og hver vill þá feiga?
456 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
34
Skáldverk ÞÝDD