Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 35
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Gilead
Marilynne Robinson
Þýð.: Karl Sigurbjörnsson
Gamall prestur í bænum Gilead í Iowa í Bandaríkjunum
veit að hann á skammt eftir ólifað. Hann skrifar ungum
syni sínum bréf til að miðla reynslu sinni og sögu fjöl-
skyldu sinnar og bæjarins. Áhrifarík innsýn í umbrota-
tíma og átök og glímu fólks við lífið og dauðann, mann-
lega reisn, breyskleika og dýpstu rök tilverunnar.
Margverðlaunað meistaraverk eftir einn virtasta
skáldsagnahöfund Bandaríkjanna.
302 bls.
Ugla
E F I
Guð hins smáa
Arundhati Roy
Þýð.: Ólöf Eldjárn
Þessi stórbrotna, hlýja og seiðandi verðlaunaskáldsaga
frá Indlandi kom fyrst út fyrir rúmum tuttugu árum
og snerti hugi og hjörtu lesenda víða um heim – einnig
hér á landi, en hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1998.
Bókin er nú endurútgefin í tilefni þess að höfundurinn
hefur loks sent frá sér aðra skáldsögu sem nefnist Ráðu-
neyti æðstu hamingju.
336 bls.
Forlagið – Mál og menning
E
Gulllykillinn
George MacDonald
Huldulandsskógur er rétt við garðinn hans Mosa.
Dag einn sér hann nokkuð stórfenglegt, regnboga,
sem kallar hann til sín og hefst þá ferðalag sem á
eftir að endast honum ævina. Hann kynnist Flækju
og saman halda þau æ lengra inn á við í leit að landinu
þaðan sem skuggarnir falla.
80 bls.
Rót Forlag
G
Hawkline-skrímslið
- gotneskur vestri
Richard Brautigan
Þýð.: Þórður Sævar Jónsson
Richard Brautigan (1935–1984) var á meðal þekktustu
rithöfunda Bandaríkjanna á sinni tíð. Hann samdi 10
skáldsögur og gaf út 9 ljóðasöfn og eitt smásagnasafn á
ferli sínum. Hawkline-skrímslið var sú fimmta sem hann
sendi frá sér og er á margan hátt einstök í höfundar-
verkinu þar sem hún er skopstæling á hinni vinsælu
bókmenntagrein vestranum.
182 bls.
Dimma
G
Hefnd grasflatarinnar
Sögur 1962–1970
Richard Brautigan
Þýð.: Þórður Sævar Jónsson
Í 62 örsögum bregður höfundur upp hverfulum svip-
myndum af furðulegum raunveruleika. Textinn er í
senn ljóðrænn, fjarstæðukenndur, frumlegur, harm-
rænn og ómótstæðilega fyndinn. Fá skáld standa Brau-
tigan snúning hvað myndvísi og myndlíkingar varðar,
en hann sá póesíu og fegurð á stöðum sem fæstir veita
nokkra eftirtekt.
208 bls.
Partus forlag
E F
Flúraða konan
Mads Peder Nordbo
Þýð.: Ingunn Snædal
Lík af fornum víkingi finnst í Grænlandsjökli en
skömmu síðar hverfur líkið og lögreglumaður finnst
myrtur. Morðið virðist tengjast óleystum morðmálum
frá árinu 1973. Blaðamaður fer að rannsaka málið með
aðstoð ungrar konu sem var að losna úr fangelsi fyrir að
hafa myrt föður sinn.
357 bls.
Veröld
E
Forargata Reykjavík
Sólveig Eggerz
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
Forargata Reykjavík er áhugaverð frásögn um þroska-
sögu stúlku sem fæðist í sveit þar sem skýr mörk eru milli
efnaðra og fátækra. Stúlkan flýr úr sveitinni eftir átök við
bóndasoninn og sér höfuðstaðinn í hillingum. Þar verði
lífið annað og léttara og auðvelt að framfleyta sér. Annað
kemur upp á daginn en stúlkunni tekst með einbeitni og
dugnaði að finna sér samastað í tilverunni. Hernámið
setur mikinn svip á söguna og lífinu í Reykjavík er vel lýst
og þeim áhrifum sem það hefur á ákvarðanir Siggu.
-Guðrún Kvaran, prófessor.
280 bls.
Tindur
E F
Fórnarmýrin
Susanne Jansson
Þýð.: Erna G. Árnadóttir
Nathalie Ström snýr aftur á bernskuslóðir til að vinna
að doktorsritgerð um mýrlendi. Líkfundur gefur henni
– og lögreglunni tilefni til þess að rifja upp fortíðina.
„Hrollvekjandi glæsileg frumraun.“ Paula Hawkins
(Konan í lestinni)
301 bls.
Bjartur
E F
Fyrir fallið
Noah Hawley
Þýð.: Ísak Harðarson
Í sumarþoku síðla kvölds hrapar einkaþota á leið til
New York með 11 manns innanborðs. Þeir einu sem
komast af eru 4 ára drengur, erfingi ótrúlegra auðæfa,
og listmálari. Var þetta slys eða voru einhver myrkraöfl
að verki? Mögnuð spennusaga eftir Noah Hawley, höf-
und sjónvarpsþáttaraðarinnar Fargo.
464 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Galdra-Manga
Dóttir þess brennda
Tapio Koivukari
Þýð.: Sigurður Karlsson
Manga, heimasæta í Árneshreppi á Ströndum, flýr
heimasveit sína eftir að faðir hennar er brenndur
fyrir galdra. Sagan lýsir tildrögum galdramálsins og
baráttu Möngu við yfirvöld og byggir á raunverulegum
atburðum á 17. öld. Þjóðsagnapersónan Galdra-Manga
fær hér uppreisn æru í stórfenglegu skáldverki eftir
hinn margverðlaunaða finnska höfund.
304 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
35
Skáldverk ÞÝDD