Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 37
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Lífsspeki kúa
Rosamund Young
Þýð.: Bjarni Jónsson
Ást er allt sem þarf. Rosamund þekkir hverja einustu
skepnu á bænum með nafni, kann ættartölur þeirra
utanbókar og elskar þær allar út af lífinu. Öllu stressi
og álagi er bægt frá þessum stórbrotnu dýrum eins og
framast er unnt. Og það er einföld staðreynd að kýr
elska hver aðra og við getum margt lært af blessuðum
beljunum. Bókaklúbburinn Sólin gefur út vandaðar
þýðingar á eftirtektarverðum bókum heimsins.
143 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E F
Líkblómið
Anne Mette Hancock
Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir
Æsispennandi saga um réttlæti, hefnd og fyrirgefningu.
Allt er í uppnámi hjá blaðamanninum Heloise Kaldan
– í vinnunni og einkalífinu. Einmitt þá taka henni að
berast bréf frá Önnu Kiel, sem er eftirlýst fyrir morð
á ungum lögfræðingi. Svo er framið annað morð. Eru
morðingjarnir tveir? Af hverju tengjast málin Heloise –
og er líf hennar sjálfrar í hættu?
329 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Lukkuriddarinn
Jan-Erik Fjell
Þýð.: Atli Steinn Guðmundsson
Bifvélavirki finnur bein úr mannshendi í undirvagn-
inum á gömlum Cadillac. Rannsóknarlögreglan sendir
Anton Brekke til Fredrikstad til að rannsaka manndráp
þar sem miðaldra kona er fórnarlambið.
442 bls.
Björt bókaútgáfa – Bókabeitan
E F
Krítarmaðurinn
C. J. Tudor
Þýð.: Ingunn Snædal
Þegar Eddie var tólf ára komu vinirnir leynilegum skila-
boðum hver til annars með krítarteikningum – allt þar
til f ígúrurnar leiddu þá að líki ungrar stúlku.
C.J. Tudor sló í gegn með þessum magnaða sálfræði-
trylli. „Stórkostleg frumraun hjá ótrúlega hæfileika-
ríkum höfundi.“ Sunday Mirror
316 bls.
Bjartur
E F
Krókaleiðir hamingjunnar
P.Z. Reizin
Þýð.: Herdís Magnea Hübner
Hér er glettin og skemmtileg samtímasaga um Jen sem
vinnur við að þjálfa gervigreind. Gervigreindin tekur sér
það bessaleyfi að skreppa út á veraldarvefinn og skoða
sig um. Hún ákveður að hressa upp á ástarlíf Jen og
kynnist þar öðrum gervigreindum sem hafa sloppið út
á veraldarvefinn en eru ekki allar jafnvelviljaðar mann-
fólkinu.
386 bls.
Björt bókaútgáfa – Bókabeitan
E C
Hljóðbók frá Hljóðbók.is
Köld slóð
Emelie Schepp
Þýð.: Kristján H. Kristjánsson
Lesari: Kristján Franklín Magnús leikari
Á köldu desemberkvöldi staðnæmist hraðlestin frá
Kaupmannahöfn til Stokkhólms á aðallestarstöðinni í
Norrköping. Ung kona finnst látin um borð og reynist
hún vera með eiturlyf innvortis. Ferðafélagi hennar,
önnur ung stúlka, er horfin sporlaust út í myrkrið. Jana
Berzelius saksóknari fær málið til rannsóknar og fyrr
en varir flækist hún í atburðarás þar sem skuggaleg
leyndarmál fortíðar hennar minna á sig.
396 bls. / H 9:32 klst.
mth útgáfa
E
Lífið heldur áfram
Winnie M Li
Þýð.: Herdís Hübner
Áhrifamikil og spennandi saga, byggð á reynslu ungrar
konu sem 15 ára unglingur nauðgaði í Vestur-Belfast á
Norður-Írlandi árið 2008. Glæpurinn var framinn á vor-
degi þegar hún var í gönguferð. Höfundurinn, Winnie
Li, skrifar söguna út frá reynslu sinni, en einnig frá
sjónarhóli Johnnys, gerandans. Bókin er því í raun saga
þeirra beggja og því að hluta skáldsaga.
394 bls.
Almenna bókafélagið
E F
Lífsnautnin frjóa
Anne B. Ragde
Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir
Fimmta sagan í hinum geysivinsæla bókaflokki um
Neshov-fjölskylduna. Torunn starfar með Margido á
útfararstofunni og gerir upp gamla húsið á Neshov.
Og í Danmörku eru Erlend og Krumme líka að gera
upp hús fyrir sig, börnin þrjú og barnsmæðurnar.
Og á elliheimilinu situr Tormod með leyndarmál sín ...
Kærkomin bók fyrir alla aðdáendur Ragde.
325 bls.
Forlagið – Mál og menning
37
Skáldverk ÞÝDD