Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 42

Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 42
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 G Dansað í Ódessa Ilya Kaminsky Þýð.: Sigurður Pálsson og Sölvi Björn Sigurðsson Dansað í Ódessa eftir rússnesk-bandaríska skáldið Ilya Kaminsky var síðasta verkið sem Sigurður Pálsson vann að, en auðnaðist ekki að ljúka þrátt fyrir ómælda elju allt til hinsta dags. Þegar ljóst varð að lítið vantaði upp á til að klára bókina til útgáfu, kom Sölvi Björn Sigurðs- son að verkinu, þýddi það sem út af stóð og ritaði formála. Óvenjuleg og tilfinningarík ljóðabók um töfra- heima jafnt sem harðneskju bernskuáranna. Verk sem hlotið hefur mikið lof og fjölda verðlauna. 76 bls. Dimma G I Dauðinn í veiðarfæraskúrnum Elísabet Jökulsdóttir Elísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér ljóðabækur og önnur skáldverk sem hlotið hafa góðar viðtökur og síðasta bók hennar, Enginn dans við Ufsaklett, hlaut Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér yrkir hún um síðustu dagana í lífi móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, ástvinamissi, tilfinningar og sambönd. 48 bls. Forlagið – JPV útgáfa E Eldgos í aðsigi Imminent Eruption Vala Hafstað „Að koma heim eftir þrjátíu ár/er eins og að mæta á grímuball“ skrifar Vala Hafstað, sem bjó í Banda- ríkjunum í þrjá áratugi áður en hún fluttist aftur heim. Eldgos í aðsigi er önnur ljóðabók Völu, en að auki hafa fjölmörg ljóða hennar birst á netinu. Í þessari tvítyngdu bók lýsir hún umskiptunum frá bandarísku úthverfi í íslenskan veruleika þar sem óbeisluð náttúruöflin endurspegla oft lífið sjálft. 106 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G Ellefti snertur af yfirsýn Ísak Harðarson Ísak Harðarson sendir nú frá sér sína elleftu ljóðabók eftir níu ára hlé. Bókin geymir myndræn, einlæg og oft gáskafull ljóð um furður lífsins – ort er um allsherjar- missi, hrun og tóm og efsta dag, en líka um ást og von og sjálfa hamingjuna. Síðasta ljóðabók Ísaks, Rennur upp um nótt frá 2009, var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. 55 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Enn logar jökull Matthías Johannessen Hér er ort um landið, tjaldskör tímans og tekist á við ellina með skírskotun til Egils. Við erum lifandi steingervingar/ vaxnir af holdi og beinum/ þeirra sem dreifðust/ um jörðina á tveggja fóta/ göngu, lögðu undir sig víðáttur/ grámosans sem faðmar að sér/ hraun og kalda steina, minnist þess/ þegar jörðin logaði af kraumandi tilfinningum/ og opnaði sárin að sjó/ og Selatöngum. 175 bls. Bókaútgáfan Sæmundur Ljóð og leikrit G Að lesa ský Þýð.: Magnús Sigurðsson Safn ljóða eftir 19 bandarísk skáld, þekkt jafnt sem úr alfaraleið, og er hið elsta fætt árið 1903 en hið yngsta 1984. Efnistök og umfjöllunarefni eru margvísleg og endurspegla ólíkan reynsluheim skáldanna – allt frá múslimskum bakgrunni Naomi Shihab Nye og ádeilu- ljóðum Amiri Baraka, til hins skoplega hversdags í prósaljóðum Lydiu Davis og náttúrustemminga Mary Oliver. 210 bls. Dimma D F Að ljóði munt þú verða Steinunn Sigurðardóttir Tíunda ljóðabók eins helsta skálds þjóðarinnar. „Náttúruljóð Steinunnar gætu ein og sér skipað henni í fremstu röð íslenskra ljóðskálda því sýn hennar á íslenska náttúru er ætíð fersk, oft óvænt og aldrei klisjukennd.“ Soff ía Auður Birgisdóttir 80 bls. Bjartur D Áratök tímans Steinunn Ásmundsdóttir Bókin skiptist í þrjá kafla eftir efni ljóðanna, Heima- land, Útland og Innland. Flest ljóðin eru ný, hafa orðið til á tveimur síðustu árum og eru líkleg til að koma lesendum á óvart. Steinunn vakti athygli sem ljóðskáld ung að aldri og hafði um þrítugt sent frá sér þrjár ljóða- bækur. Með þessari nýju bók er rofin tveggja áratuga þögn hennar á vettvangi skáldskaparins. Hugverkavefur Steinunnar er: www.yrkir.is 88 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi D Dagur Sigurðarson Ritsafn 1957–1994 Dagur Sigurðarson Dagur Sigurðarson var eitt framsæknasta skáld á Íslandi á sinni tíð og varð mikið eftirlæti skáldakynslóðanna sem komu á eftir honum. Það er mikill fengur í þessu ritsafni sem inniheldur allar útgefnar ljóðabækur hans en líka efni sem aðeins birtist í tímaritum. Hér er einn- ig prentaður í fyrsta sinn óperutextinn Reköldin sem Dagur hafði nýlokið við þegar hann lést. Í bókinni eru fjölmargar myndir af málverkum hans og teikningum, auk ljósmynda af manninum sjálfum. Einar Ólafsson skáld ritaði formála. 400 bls. Forlagið – Mál og menning 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.