Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 45

Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 45
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Tregahandbókin Magnús Sigurðsson Hér ægir saman frumsömdum ljóðum og prósum, laun- fyndnum hugrenningum og lánstextum sem mynda frumlega og yfirgripsmikla heild. Í 250 liðum er vörðuð hin villugjarna leið um tregaslóðir hugans. 104 bls. Dimma G Tveir leikþættir Ragnar Helgi Ólafsson Efni: Sjá titil. 78 bls. Tunglið forlag G Vammfirring Þórarinn Eldjárn Bók sem geymir fjölbreytt ljóð, bundin og óbundin, stökur, prósaljóð og sögukvæði. Hér er ort um rætur og vængi, dali og sólir, eftirminnilegan varning og íslenska fyndni, en líka endurminningar og söknuð. Þórarinn Eldjárn hefur á löngum ferli sent frá sér fjölda vinsælla ljóðabóka fyrir börn og fullorðna og hefur alla tíð verið í hópi okkar bestu skálda. 80 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G Vetrarland Valdimar Tómasson Valdimar Tómasson hefur áður sent frá sér nokkrar ljóðabækur sem hafa hlotið góðar viðtökur og ratað til lesenda. Hér yrkir hann fáguð ljóð um draumkennt vetrarmyrkur og hyldýpi næturinnar. 28 bls. Forlagið – JPV útgáfa G F Skepnur eru vitlausar í þetta Eyþór Árnason Eyþór Árnason hefur vakið mikla athygli og hlotið verð- laun fyrir ljóðabækur sínar. Hér kemur hann víða við; hann fer til útlanda, setur ýmsar sögulegar hljómplötur á fóninn og glímir við óvissuna. En alltaf er þó sveitin skammt undan. 94 bls. Veröld G Skuggaveiði Sindri Freysson Í Skuggaveiði er okkur boðið að heimsækja fagran dal þar sem skínandi áin rennur um kjarri vaxið hraun og norðurljós eru bara ljós. Þarna er náttúra okkar og land í samhengi hins stóra hnattar en um leið í samhengi hins skrýtna, skondna og hversdagslega, með undir- öldu lúmskrar ógnar og sterkrar ástar. Bók um hjartað í landinu og landið í hjartanu. 75 bls. Sögur útgáfa G Ský til að gleyma Arngunnur Árnadóttir Ský til að gleyma er önnur ljóðabók Arngunnar Árna- dóttur, sem starfar sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Arngunnur hefur áður sent frá sér ljóðabókina Unglingar (2013) og skáldsöguna Að heiman (2016), sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 52 bls. Partus forlag G F Smáa letrið Linda Vilhjálmsdóttir Sjöunda ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, kynngi- mögnuð og full af hárbeittum, sjóðandi femínískum byltingarljóðum sem eru hrein og bein, meitluð og leiftrandi kímin á köflum, en áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í því hve rækilega þau afhjúpa ríkjandi ástand. Einlæg og kröftug bók sem opnar augu lesenda. ★★★★ „Heiðarleg og grimm. Kaldhæðin og hlý.“ ÓKÞ / Frétta- blaðið 68 bls. Forlagið – Mál og menning D Steinrunnin augu Steindór Ívarsson Steinrunnin augu er fjórða ljóðabók Steindórs Ívars- sonar en hann gaf einnig út smásagnasafnið Hótel á síðasta ári. Í þessari myndskreyttu ljóðabók ljær hann höggmyndum í almenningsrými í Reykjavík rödd. Skila- boð þeirra eru á stundum hárbeitt ádeila á samtímann en einnig skondin og skemmtileg. 71 bls. Steindór Ívarsson 45 Ljóð og leikrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.