Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 46

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 46
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 Listir og ljósmyndir D 111 Spessi Efra-Breiðholt og íbúar þess birtast í öllum sínum fjöl- breytileika í einstökum ljósmyndum Spessa, sem bera það með sér að hann hefur náð náinni og einstakri teng- ingu við viðfangsefni sín en gætir þess um leið að halda hæfilegri fjarlægð og sýna þeim virðingu. Myndirnar veita nýja og óvænta sýn á hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni. Eftirmála rita Mika Hannula og Æsa Sigurjónsdóttir. 144 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Barflies Reykjavík 2 Snorri Bros Kaffibarinn í Reykjavík er einn nafntogaðasti samkomu- staður Íslandssögunnar. Í tilefni af 25 ára afmæli hans kemur út ný og stóraukin útgáfa hinnar sígildu bókar, Barflies Reykjavík, eftir tvíeykið Snorri Bros., gefin út í samstarfi við powerHouse í New York. 304 bls. Crymogea G Bolur dagsins X ára Örn Smári Gíslason Bókin er samantekt graf íkur sem höfundur gerði mánuðina í kringum hrun og segir þá sögu á tímalínu frá 21. júlí 2008 til janúarloka 2009 auk 18 seinnitíma- bola. Heiti bókarinnar vísar til þess að graf íkin var birt sem hönnun á t-boli sem kallað var bolablogg. Bókin er á tveimur tungumálum, íslensku og ensku og því góð gjöf til vina erlendis. 188 bls. Ansans – Örn Smári slf. D Hringfarinn / Sliding Through Einn á hjóli í hnattferð / Around the world on a motorbike – Alone Kristján Gíslason og Helga Guðrún Johnson Falleg og litrík bók um einstakt ferðalag kerfisfræðings sem fór einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn. Kristján Gíslason kynntist gæsku og gestrisni fólks um allan heim og skilar hér ferðasögunni í myndum og máli. Það þurfti kjark til að takast þessa ævintýraferð á hendur en vonandi verður bókin öðrum hvatning til að láta sína drauma rætast. Söluandvirði bókarinnar rennur óskipt til góðgerðarmála. Bókin er einnig fáanleg á ensku og heitir þá Sliding Through. 189 bls. Sliding Through G Villimaður í París Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Myndir: Eggert Þór Bernharðsson Villimaður í París er þriðja ljóðabók Þórunnar. Þetta eru Parísarljóð innblásin af dvöl þeirra hjóna, Þórunnar og Eggerts Þórs, við Signubakka vorið 2013. París er skoðuð með augum ljósmyndarans Eggerts og sögulegri sýn Þórunnar. Bókin er tileinkuð Eggerti (1958–2014). 80 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Vistarverur Haukur Ingvarsson Með þessari bók kemur skáldið með ferskan og frjóan andblæ inn á ljóðasviðið. Ort er um hinar ýmsu vistar- verur innra með manneskjunni sem og úti í hinum stóra heimi og dregnar eru upp myndir sem eru í senn margræðar og skemmtilega óvæntar. Höfundur hefur áður sent frá sér skáldsögu og fræðirit en hér er á ferð önnur ljóðabók hans og fyrir hana hlaut hann Ljóða- verðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018. 85 bls. Forlagið – Mál og menning G Vör/Lip Anne Carson Bókin er uppseld hjá útgefanda. 43 bls. Tunglið forlag E Þessa heims Guðrún Hannesdóttir Frá Guðrúnu birtist nýtt safn ljóða í hennar sjöundu bók. Sem fyrr eru ljóð hennar þéttur en látlaus vefur þar sem saman koma forn minni lands og lífshátta, kröftug myndauðgi í meitluðu máli, þungri alvöru og sáru gamni. Í safni fimmtíu og þriggja ljóða kallast hún á við hefð og nýja tíma, þenur út skynjun á ljóðmáli og heim skáldlistarinnar. 67 bls. GH G Því miður Dagur Hjartarson Athugið að bókin kann að innihalda hljóðritunarbúnað. 50 bls. Tunglið forlag 46 Ljóð og leikrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.