Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 49

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 49
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 Ævisögur og endurminningar E Amma – Draumar í lit Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Bókin Amma – Draumar í lit er blæbrigðarík og næm frásögn Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur blaðamanns af lífshlaupi ömmu hennar, Hólmfríðar Sigurðardóttur, sem var fyrsta stúlkan frá Raufarhöfn til að fara í menntaskóla. Hún varð húsmóðir í Reykjavík, síðar ástríðufullur kennari barna með þroskahömlun og loks skáld á efri árum. Hólmfríður er sjö barna móðir en á meðal barna hennar eru Vigdís Grímsdóttir rit- höfundur og rannsóknarlögreglumaðurinn Grímur Grímsson. Þetta er falleg kvennasaga sem veitir innsýn í hverfandi lífshætti og samfélagsgerð. 90 bls. Útgáfufélagið Stundin D Aron – sagan mín Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson opnar sig upp á gátt í þessari mögnuðu bók. Lesandinn fylgir honum frá fyrstu skrefum á Akureyri yfir á stærsta svið heims þar sem hann glímdi við menn á borð við Ronaldo og Messi. Einstök innsýn í líf atvinnumanns- ins, ævintýri landsliðsins og það sem gerist bak við tjöldin þegar myndavélarnar eru fjarri. 304 bls. Fullt tungl G Bylting Sagan sem breytti Íslandi Hörður Torfason Hörður Torfason tónlistarmaður veitir einstaka innsýn í einhverja mikilvægustu atburði í sögu þjóðarinnar, þegar tugþúsundir Íslendinga komu saman til að mótmæla ríkisstjórninni á fundum sem hann skipulagði og mótaði. Hörður segir frá því sem gerðist að tjaldabaki og birtir brot úr dagbókarfærslum sínum. Rifjaðir eru upp frétta- viðburðir og sýndar ljósmyndir frá vettvangi frá þessum viðburðaríka tíma. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur greinir áhrif Búsáhaldabyltingarinnar á samfélagið. Fjöldi annarra segja frá upplifun sinni. 192 bls. Útgáfufélagið Stundin E I Ekki gleyma mér Kristín Jóhannsdóttir Kristín Jóhannsdóttir hélt til náms austur fyrir járntjald árið 1987. Í tvo áratugi sat hún á sér en gat svo ekki meir. Hafði maðurinn sem hún elskaði bara verið Stasí-njósnari? „Spennandi og rígheldur lesandanum, ekki hvað síst vegna sögu elskendanna og örlaga þeirra.“ BB/Fréttablaðinu 270 bls. Bjartur D Kambsmálið Engu gleymt, ekkert fyrirgefið Jón Hjartarson Vorið 1953 létu yfirvöld bjóða upp dánarbú bónda á Kambi í Árneshreppi. Móðirin var á berklahæli en heima fyrir börnin átta, það elsta 18 ára. Eftir uppboðið átti að ráðstafa börnunum eftir fornum reglum um sveitarómaga. En 18 ára stúlka fyrirbýður að systkina- hópnum sé tvístrað og hreppstjórinn verður að lúpast burt. 112 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi Arnþór Gunnarsson Frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari hafa flugsam- göngur gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, bæði innanlands og milli landa. Grundvöllur þessarar starfsemi hvílir á rekstri flugvalla og flugleiðsögu- þjónustu. Hér er rakin spennandi saga þessara stoða flugsins allt frá því að landsmenn fóru fyrst að þreifa fyrir sér um flugrekstur. Bókin er í stóru broti og búin fjölmörgum glæsilegum ljósmyndum. 544 bls. Isavia F C Skagamenn í gamni og alvöru Bragi Þórðarson Safn þátta sem Bragi Þórðarson hefur ritað og birt í Árbókum Akurnesinga á liðnum árum. Í þessum skrifum hefur Bragi ofið saman ýmsa þræði úr ævi sinni og starfi, allt frá bernsku til efri ára, og gefa þættirnir innsýn í lífshlaup hans. Hér er brugðið upp skemmti- legum svipmyndum af samferðafólki og sagðar sögur af því, í gamni og alvöru. H 5:48 klst. emma.is G I Þar minnast fjöll og firðir Ástvaldur Guðmundsson og Lýður Björnsson Bók sem veitir innsýn í lífið í afskekktri sveit á Vest- fjörðum sem lítið hefur verið fjallað um áður. Sennilega er hvergi hægt að nálgast jafn ítarlegar heimildir um Gufudalshrepp, íbúa hans, jarðir og landshætti frá fornu fari til nútíma. Hvar er hinn heimsfrægi Teigsskógur og Hallsteins- nes? Svona má endalaust spyrja. Svörin er mörg að finna í þessari bók. 229 bls. Vestfirska forlagið 49 Saga, ættfræði og héraðslýsingar

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.