Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 50

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 50
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D F Hasim – götustrákur í Kalkútta og Reykjavík Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Sex ára strákur er settur aleinn upp í lest og hafnar í stórborg þar sem enginn tekur á móti honum. Næstu árin er hann umkomulaus og einn í heiminum. Svo er hann sendur yfir hálfan hnöttinn, úr örbirgð í alls- nægtir. En að ári liðnu er hann aftur einn. Hasim Ægir Khan á sér ótrúlega sögu – sögu af hrakningum, höfnun, baráttuvilja og dug. Einstök frásögn. 198 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Heiðra skal ég dætur mínar Lene Wold Þýð.: Örn Þ. Þorvarðarson Lene Wold hefur varið miklum tíma í Jórdaníu undan- farin þrjú ár með föður sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum til að endurheimta heiður fjölskyldunnar. Þetta er sérstök og harmþrungin saga sem lætur lesandann ekki ósnortinn. 186 bls. Draumsýn D F Henny Hermanns – Vertu stillt! Margrét Blöndal Henny Hermanns varð goðsögn þegar hún var valin Miss Young International – alheimstáningurinn – árið 1970. Hún lifði sannkölluðu glæsilífi en tilveran á bak við glansmyndina var oft sár og nöpur. Margrét Blöndal skrifar sögu Henny af innsæi og næmni, og miðlar jafnframt andblæ þessa tíma. 304 bls. Bjartur D ... hjá grassins rót Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Maðurinn er aldrei einn. Allir eiga formæður og for- feður. Hér segir af fólki sem elskaði og missti, gladdist og hryggðist, tók því sem að höndum bar. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir segir sögur af fólki sínu, formæðrum og forfeðrum, jafnframt því að rifja upp minningar frá því hún var barn í norðlenskum dal og framtíðin óskrifað blað. 310 bls. Tindur D F Hornauga Ásdís Halla Bragadóttir Á fullorðinsárum stóð Ásdís Halla andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Hún segir hér stórmerka sögu formæðra sinna í föðurlegg og án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum. 255 bls. Veröld E Ég kaus frelsið Víktor Kravtsjenko Formáli: Dr. Hannes H. Gissurarson Víktor Kravtsjenko lýsir hungursneyðinni í Úkraínu, hreinsunum Stalíns og þrælkunarbúðum. Kommún- istar á Vesturlöndum, þar á meðal hér, réðust á hann af öllu afli. Lárus Jóhannesson, lögfræðingur, þýddi bókina, sem kom fyrst út hér 1951. Fjörlega skrifuð, en átakanleg og áhrifamikil. „Ég hef fáar bækur lesið jafn- skemmtilegar og fróðlegar sem sjálfsævisögu Kravtsjen- kos,“ sagði Ólafur Thors forsætisráðherra. 584 bls. Almenna bókafélagið D Frjáls eins og fuglinn Myndir og minningar Mats Wibe Lund Í þessari bók rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minn- ingar sínar en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmynda- feril hans sem spannar meira en 60 ár. 175 bls. Skrudda D Gandreið á geimöld Ragnar Arnalds Í bókinni Æskubrek á atómöld sem út kom 2017 sagði Ragnar Arnalds frá æskuárum sínum og vaknandi póli- tískum áhuga fram til þess að hann var kosinn á þing í júní 1963, 24 ár gamall. Störfum hans á Alþingi lauk 36 árum síðar vorið 1999. Í þessari bók segir hann frá ýmsum þeim samferðamönnum sem hann átti hvað mest samskipti við á löngum stjórnmálaferli, en Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins um langt skeið og átti sæti í tveimur ríkisstjórnum, fyrst sem ráðherra mennta- og samgöngumála á árunum 1978–80 og síðan sem fjármálaráðherra á árunum 1980–83. 440 bls. Tindur D F Geðveikt með köflum Sigursteinn Másson Af einlægni, hispursleysi en líka kankvísi fjallar Sigur- steinn um lífshlaup sitt og andleg veikindi, hvernig hann sá samsæri í hverju horni, og td. um þátt Guð- mundar- og Geirfinnsmála í veikindunum. Áhrifamikil frásögn um tvísýna baráttu og hvernig höfundi tókst að ná tökum á geðsjúkdómi sínum. 200 bls. Bjartur D Gunnar í Hrútatungu Genginn ævivegur Gunnar Sæmundsson Hér segir frá unglingi sem var of efnalítill til að komast í Héraðsskólann á Reykjum. En einnig vormanni í upp- risu sveitanna til nýrrar velmegunar með vélvæðingu og framförum á seinni hluta 20. aldar. Bændahreyfingin, stofnbréf í sparisjóði, hrafn með mannsvit og snjór á Holtavörðuheiði. Fróðleg bók, rituð á kjarngóðri íslensku. 384 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 50 Ævisögur og endurminningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.