Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 53
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D
Heilnæmi jurta og hollusta matar
Margrét Þorvaldsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason
Hér er m.a. fjallað um forvarnir gegn sjúkdómum og
að finna fróðleik um þá eiginleika jurta, ávaxta og efna
í þeim sem styrkja varnir gegn sjúkdómum og geta
gagnast í baráttunni við sýkla. Þá er greint frá hættum
af hormónatruflandi efnum sem berast í líkamann með
mat og snyrti- og hreinlætisvörum sem og gömlum ís-
lenskum heimildum um jurtalækningar.
206 bls.
Háskólaútgáfan
D
Hvað er í matinn?
Jóhanna Vigdís gefur uppskriftir að einföldum mat fyrir
alla daga vikunnar
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Myndir: Magnús Hjörleifsson og Silja Magg
Góð máltíð í dagslok er ekki bara næring, heldur líka
einstök samverustund. Hér kemur Jóhanna Vigdís með
tillögur að einföldum, gómsætum og girnilegum réttum
fyrir öll kvöld vikunnar – í níu vikur – og hefur víða
leitað hugmynda, hérlendis og erlendis. Hún er þekkt
fyrir að elda ljúffenga sælkerarétti og hefur áður sent frá
sér tvær vinsælar matreiðslubækur.
160 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Kraftbjór
Euan Ferguson
Þýð.: Hafsteinn Thorarensen
Heimsins bestu brugghús opna bækur sínar í fyrsta
sinn, ausa úr viskubrunni sínum og deila uppskriftum
svo að þú getir orðið heimsklassa heimabruggari. Fleiri
en 60 uppskriftir frá Brewdog, Mikkeller, Evil Twin,
Omnipollo, Beavertown, Lagunitas, íslensku brugghús-
unum og mörgum fleiri. Skyldueign bjóráhugamanna.
226 bls.
Salka / Útgáfuhúsið Verðandi
Matur og drykkur
D
Beint í ofninn
Heimilismatur og hugmyndir
Nanna Rögnvaldardóttir
Matreiðslubók fyrir alla sem langar til að bera fram
hollan og gómsætan mat, eldaðan frá grunni, án þess að
eyða löngum tíma í eldhúsinu. Eftir stuttan undirbún-
ing þarf bara að stinga réttinum í ofninn og fara að huga
að öðru – maturinn sér um sig sjálfur. Leiðbeiningar
fylgja um hvernig megi breyta uppskriftum, aðlaga þær
að því sem til er í skápunum, nýta afganga og forðast
matarsóun.
217 bls.
Forlagið – Iðunn
D
Góðborgarar
Nina Olsson
Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir
Grænmetisborgari framtíðarinnar er hér kynntur til
sögunnar. Hann er ekki aðeins augnayndi heldur líka
virkilega ljúffengur, girnilegur og ómótstæðilegur,
meira að segja fyrir alæturnar. Hér er að finna bragð og
keim frá öllum heimshornum. Einstakar uppskriftir að
næringarríkum grænmetisborgurum, brauði, sósum og
hnossgæti.
160 bls.
Angústúra
D
Grillmarkaðurinn
Hrefna Rósa Sætran
Myndir: Björn Árnason
Grillmarkaðurinn hefur verið meðal vinsælustu
veitingastaða landsins síðan hann opnaði árið 2011.
Aðalstef Grillmarkaðarins er samspil íslenskra hefða og
nútímans og þessi bók geymir vinsælustu uppskriftir
veitingastaðarins. Bókin kemur út bæði á íslensku og
ensku.
156 bls.
Salka / Útgáfuhúsið Verðandi
D
Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar
vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Myndir: Rut Sigurðardóttir
Heill heimur opnaðist fyrir mér þegar ég varð vegan
og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni
bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar,
ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar!
Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og
sósurnar – maður lifandi, sósurnar! Hér er á ferðinni
gullfalleg matreiðslubók með frábærum vegan upp-
skriftum.
168 bls.
Salka / Útgáfuhúsið Verðandi
53