Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 55
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Að fortíð skal hyggja
Samant.: Hallgrímur Sveinsson
Einar Benediktsson orti:
„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“
Hér er hugað að fortíð jarðanna Rauðsstaða og
Borgar við merk tímamót í samgöngusögu Vestfjarða.
Gangamunni Dýrafjarðarganga er örskammt frá bæjar-
stæði Rauðsstaða og stutt til Borgar.
54 bls.
Vestfirska forlagið
E
Aðlöðunaraflið
Ekkert leyndarmál lengur
Þormóður Símonarson
Hér er útskýrt hvernig hægt er að bæta lífið með því að
breyta um hugarfar. Með einföldum aðferðum er hægt
að auka gleði og jákvæðni. Hér eru kynntar leiðir til að
uppræta reiði og öfund en með fyrirgefningu og sjálfs-
viðtekt eflir þú líf þitt og gjafir þess.
www.leyndarmalid.is
112 bls.
Tvíoddi útgáfa
G
Af hverju strái
Árni Daníel Júlíusson
Í þessari bók eru heimildir um umhverfissögu Íslands á
tímabilinu 1300–1570 kannaðar. Fæstar af þeim heim-
ildum hafa verið skoðaðar áður, sérstaklega allar þær
heimildir sem er að finna í Íslenska fornbréfasafninu.
Árangurinn er að ný mynd af umhverfissögu landsins
á tímabilinu birtist, mynd sem mun koma mörgum á
óvart.
Háskólaútgáfan
G
Afbrot og íslenskt samfélag
Helgi Gunnlaugsson
Bókin er innlegg í umræðu um íslenskt samfélag og
þróun þess frá sjónarhorni félags- og afbrotafræðinnar.
Tilgangur hennar er að koma á framfæri aðgengilegu
íslensku lesefni um afbrot á Íslandi og um leið að vekja
áhuga og umræður um málefnið. Stuðst er við viðhorfs-
mælingar, opinber gögn, rýnihópa, fjölmiðla og niður-
stöður sem túlkaðar eru í ljósi alþjóðlegs samanburðar.
312 bls.
Háskólaútgáfan
G
Almanak Háskóla Íslands 2019
Ritstj.: Gunnlaugur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson
183. árgangur. Auk dagatals má hér finna upplýsingar
s.s. um sjávarföll og gang himintungla, elstu fyribæri
á himni séð frá Íslandi, stjörnukort, yfirlit um hnetti
himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð, mann-
fjölda o.m.fl. Þá eru birtar nýjar greinar um fjarlægðir
í geimnum og nýjar niðurstöður um stærð Vetrar-
brautarinnar.
96 bls.
Háskólaútgáfan
Fræði og bækur
almenns efnis
G
100 vestfirskar gamansögur 2.
Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins
Samant.: Hallgrímur Sveinsson
Enn förum við á flot með gamansögur úr hinum mikla
þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum.
100 stykki takk. Margar hafa þær komið á prenti áður í
bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni
Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið.
Þær eru býsna góðar mannlýsingar og út úr þeim má
lesa ýmsa karaktera.
112 bls.
Vestfirska forlagið
E
104 sannar Þingeyskar lygasögur
Jóhannes Sigurjónsson
Hér segir m.a. frá tugthúslimum í stjórn KÞ, Heiðari
bómudrelli, drulludelum í Skúlagarði, bremsulausum
Lúther, Alla Geira, Lenín á Rauðatorginu, Þórhalli
í fimmtugri skyrtu, The Everyhole brothers í Öxar-
firði, lærleggjaspaugsemi séra Sighvats, glæpakvendi
á Hjarðarhólnum og er þá fátt eitt upptalið. Þessa bók
verðurðu bara að lesa.
88 bls.
Bókaútgáfan Hólar
E
130 vísnagátur
Páll Jónasson frá Hlíð
Hér finnurðu 130 vísnagátur, bæði léttar og erfiðar, en
allar skemmtilegar. Hver þraut gengur út á ákveðið orð
sem þú reynir að finna út frá vísbendingum í hverri
ljóðlínu. Þessi bók er ómissandi á hverju heimili, en
hentar líka vel í ferðalagið, sumarbústaðinn og á vinnu-
staðinn.
70 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D
Að búa til ofurlítinn skemmtigarð
Íslensk garðsaga – landslagsarkitektúr til gagns og prýði
Einar E. Sæmundsen
Einstakt yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garð-
hönnunar og er umhverfismótunin sett í samhengi
við rætur íslenskrar menningar og tengd alþjóðlegum
straumum og stefnum. Fjallað er um sögu garða á
Íslandi en einkum um tímabilið frá þéttbýlismyndun
þegar almenningsgarðar og útivistarsvæði urðu hluti af
skipulagsgerðinni.
397 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
55