Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 57
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
„Ekki misskilja mig vitlaust“
- Mismæli og ambögur
Guðjón Ingi Eiríksson
Guðbjartur Jónsson fullyrðir að „margt smátt geri eitt
lítið“. Lási kokkur hefur „vaðið fyrir ofan sig“. Heimir
Már Pétursson segir „heilbrigðisráðherra hafi tekið
ákvörðunina að höfðu samræði við lækna“. Eyþór
í Lindu fullyrðir að „ekki séu allir peningar til fjár“.
Ingófur Bjarni flytur frétt sem á „einkum við um
vanfærar konur á barneignaraldri“. Ína af Ströndum
vill vera „dauð fluga á vegg“. Og Vigdís Hauksdóttir,
drottning mismælanna, ætlar ekki að „stinga höfðinu í
steininn“. Þetta er bara brotabrot af snilldinni sem hér
má finna.80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D
Flóra Íslands
Blómplöntur og byrkningar
Hörður Kristinsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Myndir: Jón Baldur Hlíðberg
Flóra Íslands er yfirgripsmesta rit sem út hefur komið
um íslensku flóruna. Hér er fjallað um allar 467
tegundirnar og þeim gerð ítarleg skil í máli, kortum og
stórkostlegum vatnslitamyndum. Einstaklega fallegt og
fróðlegt stórvirki sem á erindi inn á öll íslensk heimili.
744 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
D I
Forystu-Flekkur
Ritstj.: Einar Sæmundsen
Fallegar dýrasögur úr gamla bændasamfélaginu sem
lýsa ástríku sambandi manna og dýra og einstökum
vitsmunum málleysingjanna. Sögurnar eiga það sam-
merkt að vera reynslusögur höfunda af samskiptum
sínum við dýrin. Sögur sem láta engan ósnortinn og
eiga erindi við unga sem aldna. Falleg endurútgáfa.
144 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
E
Framtíð smáþjóðanna
Arnulf Øverland
Árin milli stríða var Arnulf Øverland eitt dáðasta
skáld Norðmanna. Eftir seinna stríð snerist hann gegn
kommúnisma. Þegar hann hélt fyrirlestra um vanda
Norðurlanda í öryggis- og varnarmálum á Íslandi vorið
1948, réðust íslenskir kommúnistar harkalega á hann.
Í þessu riti eru fyrirlestrar Øverlands á Íslandi ásamt
nokkrum öðrum erindum.
108 bls.
Almenna bókafélagið
G F
Bætt melting – betra líf
Michael Mosley
Þýð.: Guðni Kolbeinsson
Meltingin er grunnur allrar starfsemi líkamans og hefur
áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Hér fer læknirinn
Michael Mosley, höfundur bókanna 5:2-mataræðið
og 8 vikna blóðsykurkúrinn, í ferðalag um meltingar-
veginn, skýrir starfsemi hans og mikilvægi heppilegs
mataræðis. Í bókinni er fjöldi uppskrifta að girnilegum
réttum sem bæta meltinguna.
299 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
F
Death and Governmentality
Neo-liberalism, Grief and the Nation-form
Ritstj.: Arnar Árnason og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
A contribution to debates concerning the state of death
in the contemporary Western world. Death has recently
undergone a revival, the book problematizes the idea
that this revival is caused by general trends in society
i.e. rising individualism. The book describes a link
between the revival of death in Iceland and neo-liberal
governmentality
170 bls.
Háskólaútgáfan
D
Dvergasteinn
Þjóðsögur og sagnir úr Djúpavogshreppi
Alda Snæbjörnsdóttir
Þjóðsögur og sagnir úr Djúpavogshreppi. Hér koma
fyrir ýmsir kynlegir kvistir og kynjaverur. Draugarnir
Skála-Brandur og Voga-Móri, flækingurinn Gvendur
ralli, Menglöð tröllkona, huldufólk og álagablettir, úti-
legumenn, slysfarir, áheit á helga menn, fornar sagnir og
margt fleira mætti telja.
304 bls.
Skrudda
D
Einar Jónsson myndhöggvari
Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi
Ólafur Kvaran
Einar Jónsson (1874–1954) var brautryðjandi í íslenskri
höggmyndalist. Í þessari bók er fjallað um stórbrotinn
listferil hans, merkingarheim höggmyndanna, listræna
hugmyndafræði og viðtökur á Íslandi.
280 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
D
Eins og skot
Handbók um skotfæri, hleðslu þeirra, notkun og virkni
Böðvar B. Þorsteinsson
Í þessari bók er fjallað um skotfæri, samsetningu þeirra
og virkni. Hér er að finna þróunarsögu skotfæra í gegn
um aldirnar. Fjallað er um patrónur, hvellhettur, púður
og byssukúlur og val á þeim út frá fyrirhugaðri notkun.
Sagt er frá því hvernig meta skal gæði skotfæranna og
kalla fram nákvæmni og hittni o.fl. o.fl.
550 bls.
Skrudda
57
Fræði og bækur almenns efnis