Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 60

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 60
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 G Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands Axel Kristinsson Var miðbikið í sögu Íslands tími hnignunar og volæðis? Voru Íslendingar fátækir, frumstæðir og vesælir? Var Ísland fátækasta land Evrópu? Hér eru færð sterk rök fyrir því að hugmyndin um hnignun og niðurlægingu í sögu Íslands sé pólitísk goðsögn, sköpuð í þjónustu margs konar hugmyndafræði. Bók sem enginn áhuga- maður um sögu landsins má missa af. 280 bls. Sögufélag G Hugsað með Aristótelesi Ritstj.: Svavar Hrafn Svavarsson Bókin er safn kafla um ólíkar hliðar á heimspeki Ari- stótelesar. Meðal efnis: Grímur Thomsen: Aristóteles, Ólafur Páll Jónsson: Vegvísir um Frumspekina, Henry Alexander Henrysson: Hvers vegna að spyrja til hvers?, Svavar Hrafn Svavarsson: Aristóteles, farsældin, náung- inn og guð, Geir Þórarinn Þórarinsson: Farsæld í Sið- fræði Evdemosar, Eiríkur Smári Sigurðarson: Antifon og dýr Aristótelesar, Vilhjálmur Árnason: Aristóteles og Habermas, Geir Sigurðsson: Hugsað með Aristótelesi um Konfúsíus og öfugt og Björn Þorsteinsson: Vorkunn og raunir í Skáldskaparlist Aristótelesar Háskólaútgáfan E Hugsanir hafa vængi Konráð Adolphsson Sérlega góð sjálfshjálparbók eftir Konráð Adolphsson, stofnanda Dale Carnegie á Íslandi. Uppfull af góðum ráðum. Hugsanir hafa mikil áhrif á líf okkar og fram- kvæmdir. Þær hafi áhrif á hvernig við tölum, viðhorfum, ákvörðunum og tilfinningum. Hegðun og samskipti byggjast á hugsunum okkar en við höfum val. Fyrst þurfum við að skilja kraftinn að baki hugsuninni. 176 bls. Konráð Adolfsson D Heyannir Um baráttu þjóðar fyrir lífi sínu Þórður Tómasson Heyskapur þjóðarinnar í þúsund ár, verkfæri og vinnu- brögð, siðir, þjóðtrú og málfar. Rosablettir í túni, hey- flutningar á vögum, sögur af sláttukonum, engjafang og vitaskuld töðugjöld. Hér er miklum fróðleik til skila haldið í einstaklega glæsilegum grip sem rekur hey- skaparsöguna allt fram í tíma hestasláttuvéla. 260 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Hinir útvöldu Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 Gunnar Þór Bjarnason 1. desember 1918 var ríkisfáni Íslands dreginn að hún í fyrsta sinn og Ísland varð fullvalda ríki. Sagan um þetta er rakin í lifandi og myndskreyttri frásögn, sagt frá eftirminnilegum einstaklingum, hörðum átökum og þjóðlífi í skugga heimsstyrjaldar og áfalla hið viðburða- ríka ár 1918. Var þessi fámenna þjóð í stakk búin til að reka sjálfstætt ríki? 404 bls. Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands D F Hjarta Íslands Perlur hálendisins Gunnsteinn Ólafsson og Páll Stefánsson Í bókinni sprettur hálendi Íslands fram í aðgengilegum texta og stórbrotnum ljósmyndum. Fjallað er um allar helstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjallajökuls í suðri – svæðið sem gjarnan er kallað hjarta Íslands. 192 bls. Veröld 60 Fræði og bækur almenns efnis kynntu þér úrval nýrra fræðibóka HELGINA 24. OG 25. NÓVEMBER Í HÖRPU

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.