Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 63

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 63
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E F Landkostir Úrval greina um sambúð lands og þjóðar, 1927–1984 Halldór Laxness Halldór Laxness var alla tíð ötull samfélagsrýnir og skrifaði ókjör flugbeittra pistla og greina samhliða skáldskapnum. Meðal þess sem hann fjallaði oft um var náttúran og umgengni við hana. Hér er birt úrval úr því sem hann skrifaði um þetta efni á löngu árabili – greinar sem allar eiga erindi við samtímann, hver á sinn hátt. Halldór Þorgeirsson valdi. 215 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G Landnám Íslands Ritstj.: Haraldur Bernharðsson Innlendir og erlendir fræðimenn fjalla hér um landnám Íslands frá ýmsum hliðum. Rætt er um Landnámabók og heimildagildi hennar, goðsagnir, sagnaritun og sann- leiksgildi fornsagna, skip og siglingar landnámsmanna, garðlög og vistfræði landnáms, landnám tungumálsins og hugmyndir um landnám á fyrri hluta 20. aldar. 230 bls. Háskólaútgáfan D Landnámssögur við þjóðveginn Jón R. Hjálmarsson Í þessari einstöku vegahandbók slæst fræðaþulurinn Jón R. Hjálmarsson í för með lesandanum um byggðir landsins. Við kynnumst ekki aðeins frægustu land- námsmönnunum — Ingólfi, Skalla-Grími, Hrafna-Flóka og Auði djúpúðgu — heldur einnig ýmsum minna þekktum, svo sem Önundi breiðskegg, Katli gufu, Þóri dúfunefi, Hrolleifi mikla og ekkjunni Þorgerði. Fróðleg og skemmtileg vegahandbók þar sem sagðar eru kynngimagnaðar sögur af fornfrægum landnáms- mönnum og heimkynnum þeirra. 228 bls. Ugla E Konan sem át f íl og grenntist (samt) Margrét Guðmundsdóttir Það á ekki að vera leiðinlegt að lesa um það sem skiptir máli. Frábærlega vel skrifuð bók um baráttuna við auka- kílóin. Í ljós kemur að hún snýst um hormón, frekar en hitaeiningar. Það hafði þá aldrei vantað viljastyrk til að léttast – heldur mataræði sem hentaði líkamanum. 128 bls. Folda D Kristur. Saga hugmyndar Sverrir Jakobsson Jesús Kristur er einn áhrifamesti einstaklingur í sögu mannkyns en þó er deilt um nánast allt sem honum tengist. Var hann maður eða andi, sonur guðs eða venjulegur maður? Ár hvert koma fram nýjar kenn- ingar um Krist og eðli hans. Bók þessi fjallar um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. 306 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D F Krossgötur Bryndís Björgvinsdóttir Myndir: Svala Ragnarsdóttir Hér eru álfasteinar, huldufólksklettar og aðrir bann- helgir staðir um allt land, teknir til skoðunar í máli og myndum, og hinn forni átrúnaður á nábýli mannfólks og yfirnáttúrulegra vætta er settur í samhengi. Kross- götur er einstök lesning um þau sýnilegu áhrif sem þjóðtrú hefur í borg og sveit. 170 bls. Bjartur D Krullað og klippt Aldarsaga háriðna á Íslandi Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Bókin fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna á 20. öld. Saga háriðna er saga um nútímavæðingu þjóðar, þróun borgarsamfélags og eflingu hreinlætis- og tískuvitundar en þar voru frumkvöðlar í háriðnum í fararbroddi. Bókin tilheyrir ritröðinni Safn til iðnsögu Íslendinga. 450 bls. Hið íslenska bókmenntafélag E Laggó! Gamansögur af íslenskum sjómönnum Guðjón Ingi Eiríksson Lási kokkur „hefur vaðið fyrir ofan sig“. Ingvi Mór heldur ekki framhjá. Oddur spekingur „gerir við“ og Þórhallur Þorvalds er í fríi. Guðni Ölvers lætur aðra borga bílinn, Ása í Bæ vantar tennur og Jón Berg hrekkir sem aldrei fyrr. Guðmundur Halldórs tekur hótunum Árna Matt illa og bræðurnir Jónas og Bóas frá Reyðarfirði láta til sín taka. Svo fer Túlli með ungan son sinn á sjó og heldur um það dagbók. Stráksi var ekki efni í sjómann, en varð síðar áberandi í sinni listgrein. Já, hver er pilturinn? 96 bls. Bókaútgáfan Hólar 63 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.