Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 64

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 64
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 G Mannlíf milli húsa Jan Gehl Þýð.: Steinunn Stefánsdóttir Af hverju virka sum almenningsrými og önnur ekki? Hvert er samspilið milli útirýma og athafna fólks? Í myndum og texta eru dregin fram margbreytileg gæði mannlífs í borgum og byggðum og rýnt er í forsendur út frá hönnun og skipulagi. Bókin er sígilt verk frá árinu 1971 eftir hinn þekkta danska arkitekt Jan Gehl. Löngu tímabær íslensk útgáfa fyrir alla sem hafa áhuga á arkitektúr, skipulagi og samskiptum milli fólks. 208 bls. ÚRBANISTAN D Marteinn Lúther úrval rita 2 – 1524-1545 Ritn.: Gunnar J. Gunnarsson, Arnfríður Guðmundsdóttir og Gunnar Kristjánsson Í þessu seinna bindi eru alls fjórtán rit, stór og smá og koma mörg þeirra í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir á íslensku. Úrval rita I 1517–1523 kom út í október 2017. Nánar á heimasíðu Lúthersárs www.sidbot.is en þar má m.a. finna efnisyfirlit beggja binda. 417 bls. Skálholtsútgáfan E Martröð með myglusvepp Steinn Kárason Þrjátíu ljósmyndir. Orsakir og afleiðingar myglusveppa. Átakanlegar reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun vegna myglusveppa. Fjallað um veikindi af völdum myglusveppa, bata- leiðir og lífshætti. Einnig málaferli, lög, reglur og fjárhagsskaða. Sérfræðingar í byggingargeiranum og sveppafræðingur tjá sig. 96 bls. Garðyrkjumeistarinn G Merki og form Gísli B. Björnsson Hönnun Gísla er vel kunn hér á landi. Eftir hann liggja merki fjölda stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og hann því frumkvöðull á sviði graf ískrar hönnunar og einn afkastamesti merkjahönnuður landsins. Hér dregur hann fram margt af sínum hugmyndum og til- raunum sem búa að baki hönnun hans. Þá fjallar hann um merkja- og formfræði, bæði í sögulegu samhengi og út frá eigin reynslu. 168 bls. Háskólaútgáfan G F C Mið-Austurlönd Fortíð, nútíð og framtíð Magnús Þorkell Bernharðsson Lesari: Sindri Freyr Steinsson Fréttir af stríðshörmungum, kvennakúgun, mis- skiptingu og neyð í Mið-Austurlöndum berast reglulega og víglínurnar færast sífellt nær okkur – hryðjuverk og straumur flóttafólks þaðan meinar okkur að loka aug- unum fyrir ástandinu. Um leið er ljóst að ýmis vanda- mál Mið-Austurlanda eiga rætur í tíðum og víðtækum afskiptum Vesturlanda. Því er mikilvægt að fá í hendur yfirlitsrit þar sem fjallað er um helstu atburði í heims- hlutanum af fordómaleysi og yfirgripsmikilli þekkingu. 394 bls. / H 10:48 klst. Forlagið – Mál og menning D Landsnefndin fyrri. Den islandske Landkommission 1770–1771, III Ritstj.: Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Skjöl Landsnefndarinnar fyrri gefa einstæða innsýn í íslenskt samfélag um 1770, en nefndin ferðaðist um Ísland og safnaði upplýsingum um land og þjóð. Í þessu þriðja bindi af sex eru birt bréf til landsnefndarinnar frá embættismönnum landsins. 796 bls. Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands og Ríkisskjalasafn Danmerkur D Laughing Shall I Die Lives and Deaths of the Great Vikings Tom Shippey Djörf og skemmtileg frásögn um gullaldartímabil nor- rænna víkinga. Skyggnst er inn í sálarlíf þeirra og leitast við að útskýra húmor og hetjulegt hugarfar sem birtist í ótal frásögnum og kvæðum, ekki síst í þeirra hinstu kveðjum. Prófessor Thomas Shippey er sérfræðingur á sviði miðalda-, fantasíu- og vísindaskáldskapar og þekktur fyrir skrif sín um J.R.R. Tolkien. Bókin er á ensku. 368 bls. Reaktion Books G Lífssögur ungs fólks Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar Sigrún Aðalbjarnardóttir Lífssögur fimm ungmenna eru raktar frá 16 til 33 ára aldurs. Sýn þeirra á samskipti við foreldra, vini, kærasta(ur) og eigin börn er dregin fram. Jafnframt er fjallað um hvernig uppeldisaðferðir foreldra geta spáð fyrir um samskiptahæfni ungmenna, líðan þeirra, trú á eigin sjálfstjórn, vímuefnaneyslu og námsgengi jafnvel átta ár fram í tímann frá 14 ára aldri. 260 bls. Háskólaútgáfan E Lykilorð 2019 Orð Guðs fyrir hvern dag Í Lykilorðum, sem koma út árlega, eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk sálmavers eða fleygs orðs. Upp- bygging bókarinnar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem eru tilbúnir í að leyfa orðum úr Biblíunni að vekja sig til umhugsunar og hafa jákvæð áhrif á líf sitt. Lykilorð henta jafnt þeim sem að vilja taka fyrstu skrefin í því að tengja boðskap Biblíunnar við líf sitt og þeim sem þegar eru vel kunnir því sem þar er að finna. 144 bls. Lífsmótun D Magnus Hirschfeld Frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks Ralf Dose Þýð.: Guðjón Ragnar Jónasson Magnus Hirschfeld (1868–1935) var þýskur læknir og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Bókin greinir frá ævi og störfum Hirschfelds og upphafi baráttu hinsegin hreyfingarinnar, bæði austan hafs og vestan. Hún veitir einnig innsýn inn í fjölbreytt mannlíf, frjálslyndi og framsækni sem lifði góðu lífi í Þýskalandi Weimarlýðveldisins. 136 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 64 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.