Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 70

Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 70
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D I Um skáldskaparlistina Aristóteles Þýð.: Kristján Árnason Þessi bók mun vera elsta heillega ritið sem til er um skáldskaparfræði og er talið vera fyrirlestrar sem Ari- stóteles flutti fyrir nemendur sína. Í samræmi við aðra heimspeki sína greinir hann náttúrulega þróun harm- leiksins. Í inngangi fjallar þýðandi um meginhugmyndir verksins í samhengi við viðhorf til skáldskapar að fornu og nýju. 115 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D C Hljóðbók frá Hljóðbók.is Útkall. Þrekvirki í Djúpinu Óttar Sveinsson Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa í 25 ár í röð verið eitt vinsælasta lesefni íslendinga. Þrjátíu og fjórir skip- brotsmenn berjast upp á líf og dauða í flaki togarans Egils rauða sem strandaði í foráttubrimi undan hrika- legu hamrastáli Grænuhlíðar í Ísafjarðardúpi árið 1955. Björgunarmenn hætta eigin lífi í einni stórkostlegustu björgun aldarinnar. Höfundur les. 224 bls. / H 6:00 klst. Útkall ehf. G Vegahandbókin 45 ára afmælisútgáfa Steindór Steindórsson og fleiri Vegahandbókin hefur verið fastur förunautur á ferða- lögum landsmanna síðan 1973 og er því 45 ára. Í tilefni afmælisins fylgir nú með henni óvenju vandað ferðakort 1:500 000) að verðmæti 2.500,- og snjalltækjaútgáfa bókarinnar.(APP) Verðmæti pakkans er um 9.000,- kr. en við bjóðum hann á afmælisverði 4.990,- í næstu bókabúð. Ferðumst og fræðumst. 608 bls. Útkall ehf. G Vestfirðingar til sjós og lands 2. bók Gaman og alvara að vestan Samant.: Hallgrímur Sveinsson Bókin hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum, í gamni og alvöru. Margar þeirra hafa áður sést í bókunum að vestan og víðar. En skjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og sagt var hér áður. Til- gangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vest- firska forlagið stofnað! 112 bls. Vestfirska forlagið C Viltu segja mér sögu? með Þóru Gríms Lesari: Þóra Grímsdóttir segir frá Sagnaskemmtun hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í seinni tíð hefur greinin gengið í endurnýjun lífdaga, og fara líflegir sagnaþulir eins og Þóra um og gleðja mann og annan með frásagnarlist sinni. Með þeirri vakningu sem orðið hefur er freistandi að fanga þá stemmningu sem góður sagnaþulur skapar. H 3:00 klst. Hljóðbók.is E Tólf lífsreglur Mótefni við glundroða Jordan Peterson Þýð.: Herdís Hübner og Sigurlína Davíðsdóttir Á skömmum tíma hefur kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson komist í hóp áhrifamestu fræðimanna samtímans. Bók hans Tólf lífsreglur er ein mest selda bók þessa árs í bæði Bandaríkjunum og á Bretlandi. Athyglisvert er hve fólk leggur djúpt við hlustir þegar hann fjallar um persónulega ábyrgð – en það atriði er í raun rauði þráðurinn í bókinni. 448 bls. Almenna bókafélagið G Transbarnið Þýð.: Þorgerður Einarsdóttir o.fl. Bókin Transbarnið er handbók fyrir aðstandendur og fagfólk um transbörn og börn með ódæmigerða kyntjáningu og kynvitund. Bókin byggist á rann- sóknum, viðtölum og meðferðarvinnu og er fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Hún tekur á áskorunum sem fagfólk og aðstandendur standa frammi fyrir þegar transbörn eru annars vegar. 260 bls. Háskólaútgáfan G Treasures of the National Museum of Iceland Margrét Hallgrímsdóttir Yfirlitsverk um sögu og verkefni Þjóðminjasafns Íslands á ensku. Fjallað er um sýningar safnsins, muni, hús og menningarminjar í vörslu þess og gerð grein fyrir stefnu safnsins og áherslum. Gefið út af Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Crymogeu. 336 bls. Crymogea E I Trjáklippingar Hagnýt ráð um trjárækt og lífrænar varnir gegn meindýrum Steinn Kárason 180 skýringarmyndir. Fjallað um 140 trjá- og runnategundir. Með því að klippa tré og runna á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Vönduð trjáklipping gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta. Sérstaklega er fjallað um hverning klippa skal epla- og perutré, kirsuberja- og plómutré, vínvið, tómata, gúrkur, melónur og papriku. 111 bls. Garðyrkjumeistarinn G F Um harðstjórn Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni Timothy Snyder Þýð.: Guðmundur Andri Thorsson Saga Evrópu á síðustu öld segir okkur að þjóðfélög geta molnað, lýðræði getur brugðist, siðareglur brotnað og venjulegt fólk getur framið skelfileg grimmdarverk. En þegar grunnþáttum þjóðfélagsins er ógnað eigum við þess kost að læra af sögunni og berjast gegn framgangi harðstjórnar. Um harðstjórn er sjálfshjálparbók fyrir lýðræðið – hnitmiðuð og tímabær úttekt á stöðu heims- mála. 156 bls. Forlagið – Mál og menning 70 Fræði og bækur almenns efnis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.