Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 4

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 4
4 Ávarp ritstjóra Kæru samnemendur. Það er algeng klisja að hefja ritstjór- narávarp sem þetta á lýsingum á því hvað útgáfa blaðsins hafi verið strem- bin og hvað léttirinn sé mikill að sjá það loks gefið út. Slíkt ætlaði ég mér ekki að gera þegar ég tók við stjórnartaumu- num en ég verð hreinlega að viðurke- nna að ég hef sjaldan á ævinni verið jafn feginn að klára verkefni eins og þetta tímarit sem hefur verið næstum jafn erfitt og að reka íslenskt flugfélag, ímynda ég mér að minnsta kosti. Það er því mikil gleði að sjá afraksturinn loksins gefinn út eftir langa og erfiða fæðingu þar sem útgáfunni hefur ve- rið frestað nokkrum sinnum vegna kórónuveirunnar með tilheyrandi au- kavinnu og veseni fyrir ritstjórn, pistla- höfunda og viðmælendur. Stjórnmál eru eins og alltaf megin- viðfangsefni Íslensku leiðarinnar og er þetta tölublað þar engin undan- tekning. Það hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að fá að sjá hversu víð- tækt og breytilegt viðfangsefni stjórn- mál er og hve ótrúlega margt er undir þegar skrifa á heilt blað um stjórnmál. Þar sannast algjörlega frasinn um hvað stjórnmálafræðin er fjölbreytt og gagnlegt nám. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við gerð blaðsins kærlega fyrir að gefa sér tíma til að sinna beið- num okkar sem voru töluvert margar og örugglega ekki allar jafn spennan- di. Ritstjórnin á einnig mikið hrós ski- lið fyrir að standa í lappirnar og sigla blaðinu farsællega í höfn með mikla jákvæðni og þolinmæði að vopni. Ég vona innilega að þið hafið gagn og gaman af því að lesa blaðið og að komandi skólaár muni verða bæði skemmtilegt og eftirminnilegt þrátt fyrir ýmsar krefjandi takmarkanir. Njótið vel! Óskar Örn Bragason, ritstjóri Íslensku leiðarinnar Ritstjórn Íslensku leiðarinnar 2019 -2020 Jóhannes Guðmundsson Óskar Örn Bragason Rakel Una Freysdóttir Rán Birgisdóttir Valgeir Bragi Þórarinsson

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.