Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 14

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 14
14 Rán Birgisdóttir og Valgeir Bragi Þórarinsson Sniðgöngum Nestlé Okkur hefur reynst erfitt að sniðganga vörur frá Nestlé. Nestlé er jú stærsta matvælafyrirtæki í heimi, en einnig er það með krumlurnar sínar víðsvegar annars staðar á markaðnum. Sviti rennur niður ennið í lágvöruverslunum þegar maður rennir yfir risastóra Excel skjalið sem inniheldur öll undirfyrirtæki Nestlé, pírð augu mæta manni þegar spurt er út í sælgætisval einstaklings, fuss og svei heyrist þegar Quality Street molum er hafnað á jólunum. Af hverju leggjum við svona mikið á okkur til að sniðganga Nestlé? Vörur Nestlé eru fjölmargar og má fin- na á mörgum sviðum en t.d. má nefna súkkulaði og ýmiskonar annað nammi, barnamat, fæðubótarefni, morgun- korn, drykkjarvatn, mjólkurvörur, frosnar máltíðir og gæludýramat. Fyrirtækið hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ýmis mál sem flest tengjast mann- réttindabrotum og arðráni auðlinda. Súkkulaði og barnaþrælkun Nestlé er ef til vill hvað þekktast hér á landi fyrir súkkulaðivörur á við KitKat, Nesquik og Quality Street. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum bæði að sniðgan- ga vörur frá Nestlé eru tengsl fyrirtæki- sins við barnaþrælkun í kakóiðnaðinum Kakóiðnaðurinn í heild sinni hefur lengi verið gagnrýndur fyrir að búa vinnufólki óásættanlegar vinnuaðstæður. Með- ferð á börnum sem vinnuafli hefur þá sérstaklega verið gagnrýnd. Um það bil 1/3 af kakói í heiminum kemur frá Vestur-Afríku og samkvæmt skýrslu atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna frá 2015 voru rúmlega 2 milljónir bar- na vinnandi við hættulegar aðstæður á kakóræktarsvæðum þar. Mörgum er beinlínis rænt og þau neydd til að vinna við uppskeru. Önnur eru tekin frá fjöls- kyldum sínum með loforðum um góða menntun og framtíðaratvinnutækifæri, jafnvel aðeins 12 til 15 ára gömul. Börnin vinna oftast við skelfilegar aðstæður. Þau sem náðst hefur að taka viðtöl við kvarta gjarnan yfir ýmsum verkjum og hungri. Árið 2019 tilkynnti Nestlé að fyrirtækið gæti ekki tryggt að framleiðsla súk- kulaðivara þeirra væri laus við bar- naþrælkun. Aðeins 49% af kakóinu frá Nestlé er rekjanlegt fyrir neytendur. Vatn og veikindi Eftir að við byrjuðum að sniðgan- ga Nestlé vegna barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum þá fórum við að kynna okkur starfsemi fyrirtækisins betur og komumst að því að starfsemi fyrirtæki- sins er vafasöm á mun fleiri sviðum. Þá sérstaklega í kringum sölu þeirra á vat- ni. Nestlé er stærsti vatnsflöskufram- leiðandi í heimi, sem þýðir að hags- munir fyrirtækisins eru að sem flestir kaupi vatn af þeim en hafi ekki ókeypis aðgengi að því. Það hefur gengið svo langt að fyrrum formaður fyrirtæki- sins, Peter Brabeck-Lethmathe, gagn- rýndi þá hugmynd að allt fólk eigi rétt á hreinu vatni. Taldi hann það vera öfgafulla lausn (e. Extreme solution). Formaðurinn hefur tekið þau ummæli til baka, en einungis eftir mikla gagnrý- ni í fjölmiðlum. Starfsemi fyrirtækisins í vatnsmálum hefur hins vegar áfram endurspeglað þessa afturhaldssömu yfirlýsingu formannsins. Sem dæmi má nefna aðgerðir Nestlé í Bhati Dilwan þorpinu í Pakistan. Þar he- fur fyrirtækið ofnýtt grunnvatn fyrir Pure Life™ vörumerkið og þorpsbúar hafa því ekki aðgang af hreinu vatni sem he- fur gert það að verkum að fjöldi barna hefur veikst í þorpinu. Nestlé hefur nei- tað öllum ásökunum varðandi málið. Svipaðar aðstæður hafa myndast í borginni Flint í Bandaríkjunum, en þar var gríðarleg vatnskrísa þar sem íbúar höfðu ekki aðgang að hreinu vatni, á meðan Nestlé fyllti hundruð þúsundir vatnsflaska úr aðliggjandi lóni sem kostaði fyrirtækið aðeins 200 dollara. Loks má nefna að fyrirtækið hefur ve- rið kært í fjölda skipta fyrir að fylla vat- nsflöskur með kranavatni og ljúga um uppruna vatnsins, en sá gjörningur he- fur þó ekki ógnað neinum mannslífum. Þurrmjólk og ungbarnadauði Nestlé hefur sætt gagnrýni fyrir mar- kaðssetningu á ungbarnaþurrmjólk sem beindist sérstaklega að fátækum mæðrum í þróunarlöndum. Sam- kvæmt International Baby Food Action Network (IBFAN) notaðist fyrirtækið við aðferðir sem ekki geta talist siðferðisle- ga í lagi. Þeir markhópar sem fyrirtækið reyndi helst að ná til höfðu ekki aðgang að hreinu vatni en þegar þurrmjólkinni er blandað við óhreint vatn er heilsu ungbarna ógnað. Leiðbeiningar sem fylgdu voru sjaldnast á móðurmáli mæðranna og gátu þær því fæstar kynnt sér hætturnar. Samkvæmt mati Barnahjálp Sameinuðu þjóðan- na (UNICEF) þá eru börn sem búa við slæmar hreinlætis aðstæður 6 til 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.