Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 21

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 21
21 Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu? Ég lærði ekki stjórnmálafræði við HÍ. Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? Femínísk alþjóðasamskipti. Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Huldu eða Gyðu, þær eru báðar svo sjúklega fyndnar. Hvað gerir þú til að slaka á? Besta slökunin mín hversdagslega er í ræktinni, en svo reyni ég að ferðast til að komast í burtu frá hversdagsleikanum. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Allra tíma, þá er það Veep, ekkert sérstakt í gangi núna. Te eða kaffi? Kaffi, alla daga. Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Hún er ekki fundin enn – Árnagarður 422 uppfyllir margt af því sem mér finnst gott við kennslustofu en hún er ekki fullkomin. Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Ég hélt ég væri opin bók, en það er greinilega ekki nógu vel þekkt staðreynd að ég lærði ekki stjórnmálafræði! Silja Bára Ómarsdóttir Eva Heiða Önnudóttir Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu? Það er svo langt síðan að ég var í stjórnmálafræðinni. Ég hafði gaman af flestum áföngum í stjórnmálafræðinni, meira að segja aðferðafræðinni. En þeir áfan- gar sem ég hafði kannski síst gaman af voru Opinber stjórnsýsla og Opinber stefnumótun, enda frestaði ég því að taka þá áfanga fram á síðasta árið mitt í stjórnmálafræðinni. Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? Það væri áfangi sem myndi einblína á það hvernig kjörnir fulltrúar og fram- bjóðendur líta á sitt hlutverk gagnvart sínum kjósendum, hvernig þeir sinna sínu starfi sem kjörnir fulltrúar og hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku þeirra og frama í stjórnmálum. Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Þetta er erfitt val og margir sem koma til greina. En ef ég myndi velja einn ken- nara, þá myndi ég velja Evu Marín Hlynsdóttur, vegna þess að við erum búnar að þekkjast síðan við vorum saman í grunnnámi í stjórnmálafræði og ég treysti hen- ni til að ganga í þá hluti sem þyrfti að gera til að halda okkur á lífi í eyðieyjunni.

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.