Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 30
30
Nichole segist hafa reynt sitt besta til að vera fulltrúi
innflytjenda í stjórnmálum og koma þeirra sjónarhorni
á framfæri. „Ég spurði alltaf um rökin sem tilheyra þeirra
hag og reyndi að gæta hagsmuna innflytjenda í öllu sem
ég gerði en fór ekkert fram með þá yfirlýsingu að ég var
talsmaður þeirra því mér var aldrei gefið umboð til að gera
það. Nichole segist hafa áttað sig á því að hún gæti ekki
verið rödd allra en þess í stað gat hún deilt reynslu annarra
og reynt að tryggja að ekki sé gengið fram hjá neinum.
Telurðu það vera erfitt eða auðvelt
fyrir innflytjendur að byrja að taka þátt
í stjórnmálum?
Pawel telur að það geti verið nokkuð erfitt. „Það er
margt sem við gerum sem byggist á félagslegum eða fjöl-
skyldulegum netum sem við kannski sjáum ekki svo glöggt.
Margir sem taka þátt í pólitík gera það í gegnum einhvern
sem þeir þekkja nú þegar.“ Pawel bendir á að innflytjendur
eru ekki jafn sýnilegir í stjórnmálum miðað við fjölda þeir-
ra í samfélaginu. „Pólverjar sjálfir eru tvöfalt fleiri en Vest-
firðingar eða íbúar í Norð-Vesturkjördæmi, ef við værum
að hugsa það þannig þá ættu þeir að vera með níu þing-
menn sem þeir eru ekki. Eitthvað af því stafar kannski af því
að það tekur tíma fyrir fólk að ná þannig um í samfélaginu
að það fái þetta á radarinn að þetta sé eitthvað sem það
getur gert. Oft eru menn að taka fyrstu árin í að koma sér
fyrir og vita hvar allt er.“
Sabine telur fyrstu skrefin reynast mörgum erfið en
segist upplifa að innflytjendum sé vel tekið innan stjórn-
málanna. „Þegar maður hefur ekki tengslanetið og veit ekki
hvernig reglurnar eru og hvernig þetta virkar og svona, þá
er svo miklu erfiðara að taka þetta fyrsta skref, en á hinn
bóginn þegar maður tekur skrefið, þá eru tækifæri þar og
ég hef ekki upplifað þetta þannig að það er verið að útiloka
innflytjendur sérstaklega, þvert á móti.
Nichole telur einnig að það sé erfitt fyrir innflytjen-
dur að byrja að taka þátt í stjórnmálum. „Þú sérð flokka og
hvernig þeir myndast, hvernig listinn myndast, þetta eru
mjög mikið kunningjar eða félagar og svoleiðis.“ Hún nefnir
sem dæmi að hennar tækifæri í stjórnmálum hafi komið
eftir að hún kynntist öðrum stjórnmálamönnum. „Þegar ég
er boðin inn, þetta er vegna þess að ég var farin að kynnast
þessu fólki. Það var ekki að enginn af þeim þekkti mig eða
voru ekki tilbúin að þekkja mig, þau voru búin að kynnast
mér eitthvað.“
Heldur þú að það að vera innflytjandi
gefi þér einhverja aðra sýn á málefni
en hjá öðrum Íslendingum?
Pawel segir að sennilega byggi eitthvað á persónule-
gri reynslu þar sem öll fjölskyldan gat flutt saman og bendir
á að einstaklingur utan EES-svæðisins geti það ekki í dag.
„Ég er með þessa nálgun á innflytjenda- og útlendingamál
að ég vil sjá grunnkerfið sem er auðvitað fyrirkomulag, ég
vil að einhver sem situr á Grænhöfðaeyjum og finnst Ísland
heillandi staður til að flytja til hafi góða löglega möguleika
til þess, að það þurfi ekki að nota leiðirnar sem eru hælisleit
og mannúðarglugginn sem er settur inn sem neyðarúr-
ræði, að það þurfi ekki að vera leiðin inn í landið. Ef fólk vill
koma þá eigum við að vera sæmilega opin fyrir því, leyfa
fólki að vinna, fá varanlegt dvalarleyfi og bara allir sáttir.“
Sabine segist telja sig hafa annars konar sýn og reyns-
lu verandi innflytjandi t.d. í umhverfismálum. „Ég er Þjóðverji,
þú þarft ekki að útskýra fyrir mér hvernig maður á að flok-
ka rusl, ég lærði það fyrir fjörutíu árum síðan þar.“ „Stun-
dum gætu innflytjendur jafnvel verið með meiri þekkingu
og reynslu í sumum málaflokkum, ég hef búið í stórborg í
Evrópu, ég kem með þessa þekkingu og reynslu af almen-
ningssamgöngum hingað líka til dæmis.“
Nichole telur sig einnig hafa töluvert öðruvísi sjónar-
horn á hlutina en aðrir Íslendingar. „Að vera innflytjandi he-
fur gefið mér allt aðra sýn á lífið. Ég viðurkenni það þegar
ég kom til Íslands, ég gekk hérna í algera forréttindastöðu.
Ég var hvít 27 ára kona frá Bandaríkjunum. Ég hélt að allar
dyr væru mér opnar. Þær voru það ekki og hlutir sem ég
upplifði, ég var að mörgu leyti blind fyrir, þó að ég taldi mig
vera bara pínu svona réttsýn og fordómalaus manneskja,
ég hafði ekki hugmynd um hvað aðrir þurftu að ganga í
gegnum.“ „Ég þurfti virkilega að læra hvað réttindi eru og
skyldur sem ég bara tók sem sjálfsögðum hlutum alla mína
ævi.“
Er mikilvægt að innflytjendur taki
virkan þátt í stjórnmálum?
Pawel segist telja að ýmis tækifæri myndu glatast
ef innflytjendur tækju ekki þátt í stjórnmálum. „En fólk þarf
auðvitað líka að koma fram með eitthvað sem það trúir
á. Það er kannski vont að hafa innflytjendur innflytjendan-
na vegna en að jafnaði væri ég glaðari yfir því að hlutfall
kjörinna fulltrúa myndi endurspegla betur samsetningu
samfélagsins, fólk fer að tala aðeins öðruvísi og haga sér
aðeins öðruvísi. En það má ekki búast við því að allir sem
koma inn í pólitík og eru innflytjendur séu einhvern veginn
sammála um allt enda velur fólk sér ólíka flokka.“
Sabine telur virkni innflytjenda einnig mikilvæga. „Þet-
ta er eiginlega svo stór hópur í samfélaginu og vaxandi
og fjölbreytni er náttúrulega svo ótrúlega mikilvæg fyrir
jákvæða þróun í samfélaginu.“ Þá finnst henni mikilvægt
að innflytjendur taki þátt í stefnumótun um öll málefni og
innflytjendagleraugun séu innleidd í öllum málaflokkum en
ekki eingöngu í málefnum innflytjenda.
Nichole segir þátttöku innflytjenda vera afar mikilvæ-
ga einkum af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess
að innflytjendur eru skattgreiðendur og hins vegar veg-
na þess að þeir hafa „reynslu og sýn sem skiptir máli í því
samfélagi sem þau búa í.“ Henni finnst stjórnvöld ekki nógu
virk í að fá fólk af erlendum uppruna í stefnumótun og telur
raddir þess fólks ekki heyrast nógu vel innan stjórnmálan-
na. „Samfélagið er að þróast og breytast og þessi sýn þarf
að vera með í því að móta þessi kerfi og hvernig fjármagn
dreifist og hvaða gildi okkar land stendur fyrir.“