Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 49

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 49
49 Inger Erla Thomsen Skiptinám í Kaþólska Háskólanum í Leuven SK IP TI N Á M Tíminn minn í Belgíu var ekki langur en ég varð strax ástfangin af þessum „lit- la“ bæ sem ég á enn þá bágt með að trúa að ég hafi þurft að flytja frá eftir aðeins 5 vikna dvöl. Upphaflega æt- laði ég að vera þar eitt misseri en þar sem aðstæður breyttust þá verð ég í skiptinámi í Leuven þar til í janúar 2021. Leuven er gamall bær norðaustan af Brussel, í hollenskumælandi hluta Bel- gíu. Í Leuven ertu annað hvort háskóla- nemi eða vinnur í Stellu Artois brugg- húsinu. Þar kvartaði fólk sífellt undan rokinu og köldu veðri á meðan ég lab- baði í og úr skóla á stuttermabolnum en svitnaði samt á bakinu. Skólinn minn heitir KU Leuven eða Kat- holieke Universiteit Leuven. KU Leuven var stofnaður árið 1425, þegar við Íslen- dingar vorum ennþá að moka flórinn í skinnskóm. Í skólanum er fólk alls staðar að, á öllum aldri og í alls konar fræðum (mörgum sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væru til). Þar er ECTS einingakerfi eins og heima. Helsti munurinn er hins vegar sá að allir áfangarnir sem ég er í eru 3-6 einingar, ég varð þess vegna að taka sjö áfanga til þess að fá þær 30 einingar sem ég þurfti á síðasta misseri. Mér finnst það samt frábært því að áfangarnir sem ég er í eru eins og einn undirkafli í fagi í Stjórnmálafræðideild HÍ. Dæmi um áfanga sem ég tók eru Labour mar- kets, regulations and developments in Europe (Vinnumarkaðir, reglugerðir og þróun í Evrópu), Policy analysis (Stefnugreining) og Digital Marketing (sá áfangi er með áherslu á herferðir fyrir félagasamtök eða stjórnmála- flokka). Áfangarnir eru allir kenndir á ensku og einkunnagjöf er frá 1-20, eins og víða er í mið- og suður Evrópu. KU Leuven er frekar harður skóli hvað ein- kunnagjöf varðar en það er eiginlega engin leið að fá yfir 15 í einkunn. Á sama tíma þá fellur þú ef þú ert með undir 10. Öll lokaprófin voru munnleg í vor, sum þeirra áttu að vera munnleg frá upp- hafi en önnur voru færð yfir á munnlegt form fyrir þau sem höfðu farið aftur til síns heima vegna veirunnar. Það er tekið ofboðslega vel á móti skip- tinemum í Leuven, Belgar eru með allt

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.