Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 54

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 54
54 Undanfarin námsár hefur Politica, nemendafélag stjórn- málafræðinema við Háskóla Íslands, gert sér glaða daga og heimsótt ýmis fyrirtæki í gegnum árin og var skólaárið 2019-2020 þar engin undantekning. Politica tók á móti fyrsta árs nemum með þvílíku teiti í Framsóknarhöllinni á Hverfis- götunni í lok ágúst þar sem nýir, jafnt sem eldri nemendur fengu tækifæri til að kynnast. Síðan var keppt í beer-pong og flip-a-cup, þvílíkt og annað eins! Politica hóf skólaárið á vísindaferð til Viðreisnar, mikilmennin Þorgerður Katrín og Jón Steindór tóku vel á móti nemendum og ræddu um starfsemi Viðreisnar. Eftir frábæra vísindaferð hjá Viðreisn héldu nemendur af stað á Októberfest SHÍ þar sem var dansað fram á rauða nótt. Hagstjórnardagurinn var haldinn með pompi og prakt 4. október, keppt var í ýmsum greinum, svo sem fótbolta, kub- bi, körfubolta, brennó og reipitogi. Eftir langan dag af strangri íþróttaiðkun var blásið til heljarinnar veislu í veislusal Gróttu þar sem tilkynntir voru sigurvegarar Hagstjórnardagsins og voru það hagfræðinemar sem báru sigur úr bítum. Eftir Hagstjórnardaginn tóku við hrikalega skemmtilegar ví- sindaferðir. Politica heimsótti Utanríkisráðuneytið, NOVA, Sjálfstæðisflokkinn, Fastanefnd ESB og Framsóknarflokkinn svo eitthvað sé nefnt. Það er óhætt að segja að rúsínan í pylsuendanum hafi verið heimsókn Politica á Bessastaði í lok nóvember. Nemendur tóku sér góða pásu frá prófalestri, klæddu sig upp og gerðu sér ferð í forsetahöllina þar sem forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson tók á móti nemendum ásamt frábæru starfsfólki og svaraði spurningum um starf- semi hans og komandi tíma. Vorönnin 2020 var vægast sagt áhugaverð, án þess að fara mikið út í þá sálma þá féll niður meirihluti vísindaferða ásamt árshátíð, vegna kórónuveiru. Áður en heimsfaraldur skall á þá heimsótti Politica Íslenska erfðagreiningu, Pírata og breska sendiráðið. Frávíkjandi stjórn Politica þakkar fyrir frábært skólaár 2019- 2020 og óskar nemendum góðs gengis á komandi námsári. Við bjóðum nýja stjórn velkomna sem er búin að hnoða sa- man hrikalega dagskrá! Þórunn Soffía Snæhólm, fráfarandi skemmtanastýra Politica Annáll fráfarandi skemmtanastýru

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.