Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 54

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 54
54 Undanfarin námsár hefur Politica, nemendafélag stjórn- málafræðinema við Háskóla Íslands, gert sér glaða daga og heimsótt ýmis fyrirtæki í gegnum árin og var skólaárið 2019-2020 þar engin undantekning. Politica tók á móti fyrsta árs nemum með þvílíku teiti í Framsóknarhöllinni á Hverfis- götunni í lok ágúst þar sem nýir, jafnt sem eldri nemendur fengu tækifæri til að kynnast. Síðan var keppt í beer-pong og flip-a-cup, þvílíkt og annað eins! Politica hóf skólaárið á vísindaferð til Viðreisnar, mikilmennin Þorgerður Katrín og Jón Steindór tóku vel á móti nemendum og ræddu um starfsemi Viðreisnar. Eftir frábæra vísindaferð hjá Viðreisn héldu nemendur af stað á Októberfest SHÍ þar sem var dansað fram á rauða nótt. Hagstjórnardagurinn var haldinn með pompi og prakt 4. október, keppt var í ýmsum greinum, svo sem fótbolta, kub- bi, körfubolta, brennó og reipitogi. Eftir langan dag af strangri íþróttaiðkun var blásið til heljarinnar veislu í veislusal Gróttu þar sem tilkynntir voru sigurvegarar Hagstjórnardagsins og voru það hagfræðinemar sem báru sigur úr bítum. Eftir Hagstjórnardaginn tóku við hrikalega skemmtilegar ví- sindaferðir. Politica heimsótti Utanríkisráðuneytið, NOVA, Sjálfstæðisflokkinn, Fastanefnd ESB og Framsóknarflokkinn svo eitthvað sé nefnt. Það er óhætt að segja að rúsínan í pylsuendanum hafi verið heimsókn Politica á Bessastaði í lok nóvember. Nemendur tóku sér góða pásu frá prófalestri, klæddu sig upp og gerðu sér ferð í forsetahöllina þar sem forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson tók á móti nemendum ásamt frábæru starfsfólki og svaraði spurningum um starf- semi hans og komandi tíma. Vorönnin 2020 var vægast sagt áhugaverð, án þess að fara mikið út í þá sálma þá féll niður meirihluti vísindaferða ásamt árshátíð, vegna kórónuveiru. Áður en heimsfaraldur skall á þá heimsótti Politica Íslenska erfðagreiningu, Pírata og breska sendiráðið. Frávíkjandi stjórn Politica þakkar fyrir frábært skólaár 2019- 2020 og óskar nemendum góðs gengis á komandi námsári. Við bjóðum nýja stjórn velkomna sem er búin að hnoða sa- man hrikalega dagskrá! Þórunn Soffía Snæhólm, fráfarandi skemmtanastýra Politica Annáll fráfarandi skemmtanastýru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.