Íslenska leiðin - 01.05.2022, Síða 4
Ávarp Ritstjóra
Það er frost á götunum en vor í hjarta mínu
því loksins er Íslenska Leiðin komin út. Ég
er svo ánægður að geta loksins deilt blómi
blóðs, svita og tára okkar í ritstjórn með
ykkur öllum. Vel unnið verk ef þú spyrð mig!
Vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að
útgáfu blaðsins. Bæði vil ég auðvitað þakka
yndislegu ritstjórninni minni sem öll var
ómissandi fyrir tilurð blaðsins en einnig
þeim sem sentu inn efni, skrifuðu greinar
og mættu á alla viðburði félagsins yfir árið,
sem munu vonandi varðveitast að einhverju
leyti til ókominna tíma í þessu blaði. Ykkar
framlag var ómissandi líka.
Hugmyndin bakvið Íslensku Leiðina
í ár er einmitt sú að ná skjáskoti af þessum
einkennilegu tímum og skjáskoti af því
sem við sáum, gerðum og sigruðum saman
sem nemendafélag. Einnig hýsir blaðið
hefðbundnar greinar og gamanefni frá og
fyrir nemendur eins og því ber. Því má segja
að árbók og tímarit koma í raun saman í
þessu riti árbók og tímarit svolítið saman í
þessu riti.
Íslenska Leiðin er fullkomin leið fyrir
okkur til að sinna verkefni annálshöfunda
líkt og tímarit hafa oft á tímum verið. Ég
man sterklega eftir því að liggja yfir gömlum
árbókum í gamla menntaskólanum mínum í
þeirri forvitni að vita hvernig fólk var sem var
í mínum sporum fyrir öllum þessum árum og
hvernig það lifði, hvað það var að pæla.
Gömul tímarit eru okkar gluggar inn í
fortíðina og þetta rit skal vera samræða okkar
við framtíðina. Kæru samnemendur, komum
og spjöllum saman.
Kjartan Ragnarsson,
ritstjóri Politica
Kæru samnemendur
Dagur Kárason Elínrós Árnadóttir
Halldóra Kolka Prebensdóttir Nanna Guðrún Sigurðardóttir Þórhildur Kristbjörnsdóttir
Baldvin Pálsson 20
21-20
22
R
it
st
jó
rn
Ís
le
ns
ku
L
ei
ða
ri
nn
ar