Íslenska leiðin - 01.05.2022, Page 7
Stjórn Politica
2021-2022
Kjartan Ragnarsson, Jörundur Guðni Sigurbjörnsson, Birta Björnsdóttir Kjerúlf,
Ýr Aimée Gautadóttir Presburg, Sindri Freyr Ásgeirsson, Þórhildur Davíðsdóttir,
Jón Ingvi Ingimundarson, Eva Björg Sigurjónsdóttir, Sigrún Hrönn Bolladóttir
Ávarp Forseta
Kæru félagsmenn
Sindri Freyr Ásgeirsson,
forseti Politica
Það er mér mikill heiður að fá að ávarpa
lesendur Íslensku leiðarinnar sem forseti
Politica. Ekki tókst að gefa út blaðið á síðasta
ári sökum heimsfaraldurs sem leikur okkur
enn grátt. Þau erfiði sem við höfum gengið
í gegnum gerir mig þakklátari fyrir þá góðu
vinnu sem nemendafélag okkar stendur fyrir
og er ég óendanlega stoltur af því fólki sem
gaf sína vinnu í þágu félagsins.
Bjartari tímar eru þó framundan og nú
berast þær fregnir að faraldurinum fari að
ljúka og geti nám og félagslífið farið aftur í
eðlilegt horf.
Þrátt fyrir óvissu og takmarkanir
hefur Politica verið eitt af virkustu
nemendafélögunum við Háskóla Íslands,
helst má nefna Alþingiskosningarnar við
upphaf skólaárs þegar nemendafélagið
ásamt stúdentaráði stóðu fyrir tveimur
pallborðum og kosningavöku sem rataði
í fréttirnar. Lagt var mikið upp úr því að
endurvekja Hagstjórnardaginn sem gekk
vel en dagurinn endaði með brotinni styttu
af Karl Marx. Því mætum við tvíefld til leiks
að ári. Það var mér persónulega mikilvægt að
efla samstarf milli deilda félagsvísindasviðs
og haldið var eitt stórt halloween party
með félagsráðgjöfinni, félagsfræðinni,
mannfræðinni og þjóðfræðinni sem átti
sterka skírskotun í Samfélagið sem var
sameiginlegt nemendafélag þessara
nemenda fyrir aldamót. Nú á nýju ári þegar
framtíðin virðist bjartari stefnum við að
því að halda árshátíð, Hanaslaginn og
Sigmundinn sem minnir okkur á þá ríku og
sterku hefðir sem lifa innan okkar deildar.
Ég vill óska þeim sem stefna að útskrift í
vor sérstaklega til hamingju og óska ykkur
góðs gengis með það sem þið takið að ykkur
í framtíðinni. Ég vona að sú aðlögunarhæfni
sem þið hafið tamið ykkur í heimsfaraldrinum
verði gott veganesti inn í framtíðinna.
Við hin sem sitjum eftir skulum njóta
þess tíma sem við eigum eftir af
náminu og styðja við okkar dýrmæta
nemendafélag svo það megi blómstra.
Lengi lifi Politica!