Íslenska leiðin - 01.05.2022, Page 17
17ÍSLENSKA LEIÐIN TÍMARIT STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA
ÍSLENSKA LEIÐIN
Egill Hermannsson,
stjórnmálafræðinemi
& varaformaður Ungra
umhverfissinna
er aðeins 20% af heildarlosun Íslands dag.
Stjórnvöld hafa nefnilega ekki losunarflokkana
„ETS (losun sem fellur undir viðskiptakerfi
ESB)” og „landnotkun” með í reikninginn í 55%
markmiði sínu.
Markmið ríkisstjórnarinnar er að draga
saman um 55% miðað við 2005 á losun sem fellur
undir beina ábyrgð Íslands en það samsvarar
samdrætti um 1.469þ. tonn af CO2 íg. fyrir árið
2030. Þó að losunin minnki um þetta magn,
þá samsvarar það aðeins 13% af heildarlosun
Íslands (14.214þ. tonn CO2 íg.) vegna þess að
flokkarnir landnotkun og ETS eru ekki teknir
með í reikninginn. Að ræða um „55% samdrátt”
getur því verið villandi þar sem einungis er um
að ræða einn losunarflokk, og mun markmiðið
því eitt og sér einungis valda 13% samdrætti af
allri heildarlosun Íslands. Því er ljóst að taka þarf
til hendinni í öllum losunarflokkum. Þörf er á
tölusettum markmiðum hvað varðar samdrátt í
losunarflokkunum ETS og landnotkun, eitthvað
sem að stjórnvöld sem segjast ætla að „setja
loftslagsmálin í forgang” ættu að sjá hag sinn í
að framkvæma.
Gakktu í Unga umhverfissinna á þrjátíu
sekúndum á umhverfissinnar.is/skraning. Við
ætlum á næstu vikum að vekja athygli á þessu og
koma upplýsingum til almennings.
Heildarlosun Íslands 2019