Íslenska leiðin - 01.05.2022, Qupperneq 34
34 ÍSLENSKA LEIÐIN 20. ÁRGANGUR 2022
ÍSLENSKA LEIÐIN
viðtöl við
Stjórnmálafólk
Hvers vegna valdir þú þennan flokk?
Fyrst og fremst vegna þess að ég er sósíalisti og
fannst flokkurinn vera sá eini sem er að ráðast á
rót vandans. Kapítalismi er rót vanda flestra landa
í dag þar sem þessi fasta þörf fyrir að hagnast er
ráðandi. Þrátt fyrir að ég sé sammála mörgum
vinstri flokkum hér á landi þegar kemur að þeim
ýmsu málum sem okkur varða, þá finnst mér þeir
ekki vera að gera það sem sósíalistaflokkurinn
er að, og er til í að gera til að breyta hlutunum.
Ég hugsa við séum flest að hugsa sömu hlutina;
Samfylkingin og Píratar til dæmis.
Sem ung manneskja í stjórnmálum, hvernig
er komið fram við þig? Er komið öðruvísi
fram við þig miðað við eldri kollega þína?
Í sumar var ég mikið á ungmennaviðburðum og
auðvitað var manni alltaf tekið vel þar eins og þegar
ég kom í stúdentakjallarann á pallborðsumræður
fyrr í haust. Í flokksstarfseminni er tekið mark
á mér rétt eins og öllum öðrum en kannski er
það bara vegna þess að ég er umkringdur mjög
vingjarnlegu fólki. Á Alþingi eru vissulega margir
í eldri kantinum sem eiga það kannski til að
hlusta frekar á skoðanir jafnaldra sinna.
Langar þig aftur í framboð næst?
Já klárlega, mér fannst þetta mjög gaman en á
sama tíma smá svekkjandi að geta ekki tekið jafn
mikinn þátt og ég vildi. Það er bara vegna þess að
ég geri miklar kröfur til mín í öllu sem ég geri.
Ungir sósíalistar eru „up and coming!“
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Vonandi í stjórnmálum hvernig sem það væri,
bara taka virkan þátt í umræðu stjórnmála
landsins þó það væri ekkert endilega á Alþingi.
Bara gera eitthvað skemmtilegt! Draumastarfið
væri að geta haft áhrif á samfélagið og kynna
fólki fyrir nýjum hugmyndum.
Hvað er þitt helsta afrek eða stoltasta stund?
Ég er mjög stoltur af því hvernig mér gekk í skóla
og hafa farið í framboð. Kannski ekki stök stund
en ég er mjög ánægður með það hvernig ég hef
verið að reyna gera mitt besta og leggja mig fram
í öllu sem ég geri. Gaman að uppskera því sem
maður sáir og ná árangri yfir nokkurra ára skeið.
Hvaða skilaboðum viltu koma til stjórnmála-
fræðinema?
Hlutir í dag, eru ekki eins og þeir voru og þeir
verða ekki alltaf eins og þeir eru. Ef þú ert
íhaldssamur áttu alltaf eftir að tapa, ef við
skoðum allar réttindabaráttur og hvert þær eru
komnar í dag, þá er auðvelt að sjá hvað ég á við.
Hvað gerir þú fyrir utan stjórnmálin?
Ég er aðallega að vinna sem tölvunarfræðingur
og ég starfa hjá Kóða ehf. sem býr til Kelduna
sem mér finnst auðvitað mjög fyndið vegna þess
að ég er klárlega lang mest vinstri-sinnaður á
vinnustaðnum. Síðan finnst mér líka gaman að
hitta vini mína og djamma eins og flestir á okkar
aldri en ég væri klárlega til í að fara finna mér
fleiri áhugamál og er nú með nokkur í huga.
Atli Gíslason, 22 ára, Sósíalistaflokkurinn.