Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Side 6

Heima er bezt - 01.06.2002, Side 6
Elst var Guðrún Margrét, fœdd 16. maí 1920, dáin 3. desember 1963. Hún bjó á Hofsvöllum og siðar í Litluhlíó í Vesturdal í Skagafirði. Fyrri maður hennar var Jón Jónsson bóndi á Hofsvöllum en seinni ntaður Ólaf- ur Guðmundsson í Litluhlíð. Þeir eru báóir látnir. Nœstur í röðinni var Jó- hann, sögumaóur okkar að þessu sinni, fæddur 1924. Þriðja var Anna Sig- urbjörg, fœdd 22. júní 1926, dáin 15. september 1975. Maður hennar var Hartmann Jóhannesson. Þau bjuggu á Skagaströnd, síðar í Reykjavík. Fjórða var Þorgerður, fœdd 9. desember 1927. Fyrri maóur hennar var Jón- atan Jónsson frá Hofsvöllum. Þau bjuggu á Sauðárkróki. Seinni maður hennar var Björgvin Jónsson og bjuggu þau á Skagaströnd en síðar á Ak- ureyri. Þeir eru báðir látnir og býr Þorgerður nú á Akureyri. Fimmta var Jón, fœddur 6. apríl 1931, lengi bóndi á Óslandi í Óslandshlíð, kvœntur Þóru Jónsdóttur frá Óslandi. Þau búa nú á Sauðárkróki. Sjötta barnið var Oddur, fœddur 16. júní 1932, dáinn 28. september sama ár. Sjöunda var Oddrún Sigurlaug, fœdd 10. febrúar 1936, dáin 8. ágúst 2001. Maður hennar var Sigurberg Hraunar Daníelsson. Þau bjuggu í Kópavogi. Átt- unda ogyngsta baritið var Siguróur Helgi, fœddur 27. apríl 1941, prestur á Reykhólum, Eskifirði og loks í Hafnarfirði. Kona hans er Brynhildur Sig- urðardóttir úr Reykjavík. Jóhann Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Jói í Stapa, er mörgum kunnur. Hann hefur starfað að húsasmíðum víða um land og kynnst fjölda fólks. Hann hefur þann góða eiginleika að vilja gera gott úr öllu og hans ljúf- mannlega framkoma hefur hvarvetna aflað honum vinfengis samferða- manna. A síðari áratugum hefur hann þó orðið einna þekktastur fyrir vísur sínar og kvæðagerð. Bæði er hann fljótur til og hagur á dýra hætti. Þótt æviárin séu orðin 78 er Jói enn réttur í baki og kvikur í hreyfingum. Hann er mikið náttúrubam sem nýtur útiveru og samvista við hross sín og ferðafélaga. Hann sinnir enn smíðum og lagfæringum fyrir vini sína og kunningja, sem eru fjölmargir, enda segir hann að sig muni ekkert um að vinna 10 tíma á dag ef svo ber undir. Jói féllst á að segja dálítið ffá lífs- hlaupi sínu og fer ffásögn hans hans hér á eftir. Foreldrar mínir bjuggu aðeins árið í Grundargerði og ég var ekki nema hálfs árs þegar þau fluttust þaðan ffam í Sólheimagerði til ársins, en þaðan út á Sauðárkrók vorið 1925 og þar fór ég fyrst að muna eftir mér. Þau fluttu í gamalt og lélegt hús í brekkunni upp af Eyrinni þar sem Gísli lági bjó seinna. Víðar voru þau en þama man ég fyrst eftir mér. Frá Sauðárkróki fluttu þau til Siglu- fjarðar er ég var 4 eða 5 ára. Ég man Stapi í Tungusveit ásamt Stapavatni. vel eftir mér á Siglufirði og þegar ég kom þangað fyrir stuttu síðan rifjuðust upp fyrir mér ýmis gömul ömefni. Þama vann pabbi í síldarverksmiðjum ríkisins en mamma var alltaf heima og hafði í nógu að snúast þar. Á Siglu- firði vom þau til vorsins 1933, þegar ég var 9 ára, að þau fara upp í Skeið í Fljótum. Ég man vel eftir mér á Skeiði og Jói með blómvendi í brúðkaupi Inga Heiðmars vinar síns og Hörpu. Það vantaði blómavasa um stund og Jói var settur í hlutverkið. 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.