Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 10

Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 10
Ég átti ekki neitt þegar ég keypti Stapa en fékk lán til að kaupa. Við vorum þama með einhvers konar fé- lagsbúskap næstu þrjú árin en ég tald- ist víst fyrir honum. Þetta var á þeim árum sem féð var að hrynja niður af mæðiveikinni svo að þarna var ekkert við að vera. Mjólkursalan var svo lítil að þetta var ekki lífvænlegt. Ég varð að fara til vinnu og afla peninga til kaupanna. Arið 1947 fluttist ég burtu frá jörðinni með foreldrum mínum en ég vildi ekki selja, heldur leigði Gísla á Laugabóli túnið til slægna íyrsta sumarið. Þá var íyrsta jarðýtan búin að fara um og lá talsvert land í flögum. Gísli sá um að ganga frá flögunum. Sigurður Eiríksson fékk svo jörðina til ábúðar 1948. En ég kom ekki aftur til vem í Stapa fyrr en 1952. Sjómennska Eftir að ég fluttist til Sauðárkróks með foreldrum mínum 1947 fór ég að fást við smíðar á Króknum, gekk til liðs við Jósep Stefánsson og Sigurð Sigfússon. Þá var verið að byggja Bamaskólann og fleiri hús. Ég kunni ágætlega við Sigga Siff. Það var að vísu svolítil tregða á því stundum að fá borgað en þetta kom allt saman. Þama var ég alveg þetta fyrsta sumar og ffam undir jól. Þá kom atvinnuleysi og ég fór suður til Reykjavíkur til sjós og lenti þar í Hvalfjaróarsíldinni. Fyrst var ég á Fellinu ffá Vestmannaeyjum. Svo þegar þeir hættu á síldinni vom bátar sem héldu áfram. Ég fór einn túr á Bimi Jónssyni en man ekki nafnið á þeim þriðja. Ég fór bara einn túr á hvomm þeirra. Þá var síldin að hverfa. Þetta var mín fyrsta sjómennska. Það munu hafa verið alls þrjár ver- tíðir sem ég fór suður. Veturinn eftir réði ég mig aftur á Fellið sem átti að sigla með fisk til Englands. Það varð samt ekkert úr því. Við vorum búnir að hlaða bátinn að mestu, vantaði þó smávegis og átti að fylla hann á Akra- nesi, en á leiðinni þangað strandaði hann á Akranesflösinni. Hann náðist samt út og var dreginn til Reykjavíkur og fiskinum skipað í annað far til ut- anferðar. Þegar þetta ævintýri var búið fór ég austur í Þorlákshöfn og reri þar á trillu það sem eftir var vertíðarinnar. Blönduhlíð. Þá vom bara þijár trillur gerðar út ffá Þorlákshöfn. Staðurinn var þá bara ein bújörð og þessi eina sjóbúð sem við vomm í. Þá var byijað aðeins á hafn- argarðinum en hann var samt ekki kominn í neitt gagn og bátamir vom allir dregnir upp á hveiju kvöldi. Þetta var harða veturinn 1949. Hvanneyri Heita mátti að ég slyppi alveg við skólagöngu í æsku. Ellefú ára fór ég upp í Gilji og þar var fengin einhver undanþága fyrir mig. Ég held það * hafi verið fenginn einhver unglingur til að segja mér til svosem hálfan mán- uð og látið heita sem það væri kennsla. Samtals var ég 8 vikur fyrir fermingu í skóla í Varmahlíð. Svo eftir að ég var kominn yfir tvímgt fékk ég tækifæri til að fara í Hvanneyri og naut ákaflega vel þeirra ára. Þetta var haustið 1949. Ég vildi víkka sjón- deildarhringinn og þess vegna fór ég ekki í Hóla. Þaðan útskrifaðist ég 1951. Hvanneyrardvölin varð mér mikil upplifún. Ég hafði auðvitað engann bóklegan undirbúning en mér tókst þó að komast jafnfætis öðmm í flestum 250 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.