Heima er bezt - 01.06.2002, Page 13
hafði ég hjálp en oft var ég einn við
þetta.
Svo kom Ámi ísleifsson í Þjórsár-
holti að máli við mig og bað mig að
byggja fyrir sig. Ég sagði honum að
ég hefði ekki tíma þetta sumar en ég
skyldi hugsa til hans næsta sumar og
það varð úr. Þá byggði ég fyrir hann
hesthús og hlöðu og síðan fæ ég að
hafa þar hesta mína hjá honum. Ég er
nú með ein 7 hross, reiðhesta og 3
trippi á tamningaraldri. Þama er ég oft
seinni part vetrar og hirði hestana.
Ami vinnur niður á Flúðum og kemur
heim seinni partinn og þá forum við
oft á hestbak á kvöldin eftir seinni
gjöfina. Þetta er rólegur og góður tími.
Víðar hef ég verið á Suðurlandinu
við byggingar. Má nefna Minniborg í
Grímsnesi og veturinn 2000-2001 var
ég austur á Hestheimum hjá Gísla
Sveinssyni frá Varmalæk. Þetta er
gamli Sumarliðabær og Gísli keypti
þriðjung jarðarinnar og skýrði upp og
kallar Hestheima. Konan hans er ffá
Flugumýrarhvammi. Þama hafa þau
reist íbúðarhús og reiðhöll og breyttu
gömlum fjárhúsum í hesthús, allt í
einum hvelli. Þama hafa þau hrossabú
og gestamóttöku. Þetta er hið eina sem
ég hef unnið austan við Þjórsá.
Talsvert er ég búinn að vera á Flúð-
um hjá Jóni Hermannssyni. Það er sá
staður sem ég hef kunnað einna best
við mig á, á Suðurlandi.
Hestamennska
Hestamennskan hefur alltaf verið
snar þáttur í mínu lífi. Fyrsta hestinn
eignaðist ég 16 ára gamall. Það var
vorið sem við fómm í Hof. Tvævett
trippi hafði verið að þvælast heim í
harðindum frá Símoni í Goðdölum.
Þegar hann kom til að sækja það vildi
hann selja mér það því að ég hafði
verið búinn að hjúkra því. Ég fékk það
á 140 krónur sem var mjög vægt verð
og mátti borga á tveimur árum. Þetta
var hryssa, indælis reiðhross, eitthvert
gangrýmsta hross sem ég hef komið á
bak og út af henni eru öll mín hross
komin. Hún hafði hins vegar ekki þá
fegurð sem hross hafa í dag.
Eftir að ég fór frá Stapa hef ég alltaf
átt hross og hef haft mikla ánægju af
samvistum við hesta. Þegar ég fluttist
—
Tögl í landi Skeiðháholts á Skeiðum,
sumarbústaður Inga Heiðmars
Jónssonar og Hörpu Ólafsdóttur, sem
Jói byggði fyrir vini sína árið 1993.
suður fargaði ég flestum mínum
hrossum og m.a. voru tveir folar sem
ég lét Jóhann son minn fá, var rétt að
byija að temja þá og aðeins búinn að
fara á bak. Svo þegar ég sá að ég
mundi verða syðra allan veturinn tók
ég þessa fola suður til mín og fór að
temja. Fékk ég fyrst pláss fyrir þá suð-
ur í Haftiarfirði. Veturinn eftir keypti
ég hús í Kópavogi af Hólmari Pálssyni
á Minniborg og þess vegna lenti ég
síðar í að vinna fyrir hann.
Mína fyrstu fjallaferð fór ég sumar-
ið 1987. Þá reið ég Fjallabakshringinn,
syðri leiðina austur og nyrðri leiðina
til baka. Síðan hef ég farið hestaferðir
á hverju ári utan eitt, sumarið sem ég
var í Skollagróf, og stundum fleiri en
eina ferð á ári. Oft eru þetta sömu fé-
lagamir. Tvisvar hef ég farið upp í
Arnarfell, svo hef ég farið norður Kjöl
tvisvar sinnum.
Vísnagerð
Ég bytjaði að yrkja strax þegar ég
var krakki, svona um 10 ára. Eitthvað
var ég að láta það heyrast og það var
sett ofan í við mig svo að ég lokaði
mér alveg gagnvart öðrum. Var samt
alltaf yrkjandi fyrir sjálfan mig en lét
engan heyra þetta. Mikið voru þetta
hringhendur. En það var svo einkenni-
legt að þó að pabbi hefði mikið gaman
af vísum og þætti varla góðar vísur
nema þær væm hringhendar, þá gerði
hann lítið úr þessu hjá mér og hvatti
mig síður en svo til að eiga við þetta.
Það vissu víst fáir um þetta fyrr en ég
var orðinn harðfullorðinn maður.
Menn segja að ég sé ffekar fljótur að
setja saman vísu en mér finnst ég
aldrei vera nógu fjótur.
Effir að ég kom suður gekk ég í
kvæðamannafélagið fðunni og er í því
ennþá. Það er skemmtilegur félags-
skapur og er heldur að lifna því að
margt er um ungt fólk. Fundir em
alltaf einu sinni í mánuði. Andrés Val-
berg kunningi minn bauð mér með sér
á fund og ekki nóg með það heldur
setti hann mig inn á dagskrá og ég
varð að flytja þama dálítið af vísum og
gekk svo bara í félagið og hef verið
þar síðan.
Við Heiðmar Jónsson frá Ártúnum
störtuðum hagyrðingamótunum og
það fyrsta var á Hveravöllum árið
1990. Sumarið áður skmppum við
Heiðmar norður á Skagaströnd og
stefndum þar saman nokkrum mönn-
um. Þama borðuðum við saman
kvöldmat og spjölluðum og eitthvað
var ort. Þar með var ákveðið að hittast
um sumarið á Hveravöllum. Þetta varð
í ágúst þegar mesta ferðamannahrinan
var búin og þetta varð svo sérstaklega
skemmtilegt kvöld.
Daginn eftir er ég kominn heim þar
sem ég var þá í Skollagróf og þá voru
fjölmiðlamir komnir í þetta, útvarpið
og fóm þeir að spyija mig um mótið.
Vildu svo láta mig klykkja út með
vísu sem reyndar tókst.
Upphaflega hafði verið áætlað að
hittast á Hveravöllum að ári en ég segi
við hina að úr því að fjölmiðlamir séu
komnir í þetta verði sjáanlega of lítið
pláss á Hveravöllum og við þurfum
því að finna stærra hús, hvort ekki
væri tiltækilegt að fara með þetta í
landsfjórðungana hvem eftir annann.
Heiðmar samþykkir þetta og við för-
um sumarið eftir vestur í Dali að Sæl-
ingsdalslaug. Við hringjum í Sigvalda
Jónsson skólabróður minn á Húsavík
og hann kemur vestur. Það verður þá
úr að biðja Sigvalda að verða okkar
stoð fyrir norðan og útvega húspláss
og verða tengiliður. Hann fellst á
þetta. Þá förum við norður í Skúlagarð
í Kelduhverfi.
Framhald ábls 277
Heima er bezt 253