Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Page 16

Heima er bezt - 01.06.2002, Page 16
Klukkan níu um kvöldið leggur séra Böðvar svo af stað frá Þórodds- stöðum og heim til sín aftur, en Maurer þáði gistingu að Þórodds- stöðum. Ekki var á prófasti að sjá að hann væri tiltakanlega vegmóður. Aftur og aftur rekst maður á það í gömlum heimildum hversu prestar voru ósérhlífnir að greiða götur er- lendra ferðamanna. Prestssetrin voru í raun fyrsti vísir að ferðaskrifstofum á íslandi, í senn gististaður og upp- lýsingamiðstöð. Margir þessara erlendu landkönn- uða bjuggu yfir ótrúlegu þreki. Til viðbótar við erfiði hestaferðarinnar voru þeir sískrifandi. Umijöllun þeirra er oft svo tær að sá sem ætlar að skrifa t.d. um gamlar reiðleiðir hlýtur að einhverju leyti að fara í smiðju til þeirra. Bækur þeirra margra hverra eru ómetanlegar sam- tímaheimildir. I Sýslu- og sóknalýsingum frá 1848 er talað um að götutroðningar á Hrútatjarðarhálsi séu „íllræmdar.“ Verra var þetta þó á Sturlungaöld. í Sturlunga sögu er lýst ferð Ásbjörns nokkurs þarna. Hann fór um hálsinn yfir að Brandagili. Til viðbótar við fúafen mætti honum og liðsmönnum hans ógurlegt tröll sem fór í sveig rétt hjá þeim. Þegar þeir komu að Stað var flóð og ekki reitt yfir vaðlana, fjörðurinn ekki enn ruddur ísum og ár ófærar. Upp úr hádeginu hljóp í Ásbjörn of- urkapp og hleypti hann hesti sínum út í Hrútafjarðará á bólakaf. Lengi vel tókst honum að halda í annað ístaðið en missti það svo og drukkn- aði. Förunautar hans komust yfir og riðu hjá Fjarðarhorni og þaðan vestur í Dali. fnn Hrútafjörð allan lá vegurinn með sjó en að Stað var áfangastaður landpóstsins. En svo við forum yfir í Miðfjörð þá lá frá Staðarbakka, leið að vaði á MiðQarðará á móts við Bergsstaði og síðan fyrir sunnan Miðfjarðarvatn yfir í Víðidal hjá Auðunarstöðum og yfir Víðidalsá á Steinsvaði, sem er nokkurn veginn þar sem þjóðvegur- inn liggur í dag. Af þessari leið lágu götur skammt frá bænum Torfastaðahúsum og hjá Urriðavatni yfir Urriðaá og á Fitjár- dalsveginn. Einnig voru götur yfir Miðfjarðarháls upp með Urriðaá og hjá Urriðavatni í Fitjárdalinn. Þarna erum við stödd ekki langt frá Bjargi í Miðfirði. Þar í túni heitir Grettisþúfa og mun höfuð Grettis Ásmundarsonar liggja þar undir sverðinum. Þar eð við lifum á marg- an hátt á andhetjuöld þar sem Woody Allen er tekinn fram yfir John Wane ætla ég ekki að þreyta menn á sögum um pörupiltinn Gretti sterka, sem byrjaði sinn síbrotaferil tíu ára gam- all á því að vængbrjóta heimagæsina. Ég vil þó láta þess getið að Grettis saga er á margan hátt áhugaverð þeim sem skoða vill gamlar reiðleið- ir, vegna þess hversu víðreist Grettir gerðist með óspektir sínar og uppá- komur. Grettis saga er fyrst og fremst saga einkaframtaksins en i Sturlungu fara menn fjölmennir um landið að kála hver öðrum. Það krefst nákvæmni og skipulags. Stundum brást þetta skipulag og á einum stað segir frá því er Teitur og Svarthöfði ríða að kvöldlagi um Miðfjarðarháls með sextíu manns á leið á Auðunarstaði í Víðidal. Aðeins 19 þeirra komust alla leið, hinir urðu viðskila í myrkr- inu. Úr því ég minnist hér á Sturlungu þá vil ég geta þess að í henni er talað um Þorsteinsstíg og Girðinefsstíg einhvers staðar á þessum slóðum. Fróðlegt væri að vita hvar þessir stíg- ar liggja. Þegar farið er á hestum um þetta land verður ekki hjá því komist að fyllast nokkurri fortíðardýrkun. Kemur þar margt til, ekki síst gadda- vírinn. Hann er hestafólki til ama. Ekki efa ég að gaddavírsgirðingar gera sitt gagn og gamalt máltæki segir að garður sé granna sættir. Þær eru líka verkmönnum til sóma þegar vel tekst til, en til vansa þegar þær liggja í tætlum út og suður líkt og girðing sú á Rótasandi fyrir sunnan Hlöðufell, sem nefnd hefur verið Lönguvitleysa. Hún byrjar guð má vita hvar og enginn veit hvar hún endar. Það er galli. Að lýsa girðingum og hliðum í Vestur-Húnavatnssýslu er mér ofvax- ið og læt öðrum það eftir. Ég vil hins vegar benda á að gömul regla, sem tryggð er í lögum eins og þau birtast í Grágás segir að á alfaraleið skuli vera hlið ef girt er þvert á leiðina. Þetta vita bændur og sýna fæstir þvergirðingshátt í þessu efni. Á móti hvílir svo á hestamönnum sú skylda að halda sig við viðurkenndar reið- leiðir eins og frekast er unnt. Rétt okkar sækjum við best með því að virða rétt annarra og sýna tillitssemi. Talandi um gaddavír þá gladdi það mig ekki svo lítið þegar ég frétti að opinberir aðilar væru farnir að styrkja menn til að rífa niður ljótar girðingar og setja fallegar í staðinn. Að aka heimtröð þar sem vel er girt beggja vegna er yndi hverjum manni, en ryðgaðar gaddavírsdræsur þyrnir í augum. Ýmsar leiðir milli dala Úr Víðidal lá leið sem kölluð var að fara fyrir Gafl, frá eyðibýlinu Lækjarkoti fram að Fremstaseli og þaðan að Haukagili í Vatnsdal. Þetta var vandrötuð leið. Frá Aðalbóli í Austurárdal lá fom leið að Grímstungu í Vatnsdal. Þetta eru um 40 km og þarna er bæði blautt og villugjarnt og ekki nema fyrir þaulkunnuga að fara. Fjórtán tíma hrakningasögu af þessari veg- leysu hef ég lesið. Það nægði til að gera mig afhuga henni. Síðan ég, blautur í fæturna, var að sækja kýrn- ar í sveitinni, hafa fúafen ekki skír- skotað til mín að ráði. Ég kýs frekar harðbala. Á höfundi hrakningasögunnar var helst að skilja að nota þyrfti heng- ingarkaðal til að ná hestum upp úr keldunum. Hengingarkaðall virkar þannig, að hann er settur um háls hestinum og síðan hert að. Frekar en að kyrkjast kýs hesturinn að neyta síðustu krafta sinna til að brjótast upp úr feninu. Þetta er kallað að hengja hest upp úr feni. í Víðidalstungu bjó m.a. Jón lög- maður Vídalín. I Jarðabók sem hann 256 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.