Heima er bezt - 01.06.2002, Side 22
Útgerðarfélaginu Alliance. Þar voru
þeir fyrir, Magnús lipri og Jón Ólafs-
son. Vaskaði þarna fisk ásamt öðrum
stúlkum. Engin stígvél höfðum við
og engin hlífðarföt en vöfðum tusk-
um utan um lappirnar. Aðbúnaðurinn
var slæmur og verkið kaldsamt.
Ymsir karlar voru þarna og sumir
skrítnir. Einn hét Þórður. Eiann var
drykkfeldur og átti það til að vera frá
vinnu af þeim sökum. Konan hans
var ákaflega hárprúð. Eitt sinn vant-
aði hann í 2-3 daga og er hann kom
spurði ég hann hvers vegna hann
hefði ekki mætt. Þá svarar Þórður:
„Ja, ég gerði það gott í gærkvöldi,
dró bara kerlu mína á hárinu.“
„Skammastu þín ekki, skepnan
þín!?“
„Nei, ég tók ofan húfuna og sagði:
Taktu í hár á höfði Þórðar.“
En helvítis karlinn hafði ekki eitt
einasta hár á hausnum, ekki frekar en
Adamson.
Þarna var strákur á mínum aldri.
Hét Björn. Eitt sinn segi ég við
Bjössa:
„Mér er sagt að þú sért búinn að
gifta þig tvisvar, Björn. Er það rétt?“
„Já,“ segir hann, „það er reyndar
rétt.“
„Og hvernig líkaði þér það? Það
hlýtur að hafa verið góð reynsla í
fyrra skiptið úr því að þú reyndir aft-
ur.“
„Ja, það er nú það,“ segir Bjössi.
„En fyrst þið viljið vita það. Önnur
hafði geitur en hin pissaði undir.“
Fæðið var nú ekki upp á marga
fiska. Um miðjan daginn fengum við
hafragrautarslembru og pínulítið af
mjólk í krukku. Þetta kostaði 10
aura. Kaffi höfðum við svo með okk-
ur í flöskum, sem við geymdum í
sokkabolum.
Er fiskurinn hafði verið vaskaður
tók Björn í Ánanaustum við honum,
tengdafaðir Bjama heitins Benedikts-
sonar, breiddi hann og þurrkaði. Hann
sá um það með sínu fólki. Þetta var
fallegu fiskur og vönduð vara. Svo
var hann fluttur út til Spánar og við
fengum fyrir hann brennivín.
Hér var engin bryggja svo skipin,
sem tóku fiskinn, urðu að vera úti á
legu. Þá vorum við stúlkurnar látnar
fara um borð og stúfa í lestinni. Ég
var oft við það því ég var ekki sjó-
veik. Þetta var nú svona og svona
verk, því loftlaust var í lestinni og
því eðlilegt að stúlkurnar yrðu sjó-
veikar. Fyrst var stúfað út undir síð-
urnar og svo allt í kring, þar til að-
eins var eftir smá op, sem lokað var
seinast. Fyrir þetta fengum við 16
aura á tímann.
Það var nokkuð langt að ganga af
Klapparstígnum og vestur í Alliance,
svo þegar Duus kom upp þurrkhúsi
þá fór ég til hans.
Eigi má sköpum renna
Svo kom að því að ég gifti mig og
fór að hugsa um búskap og börn,
eins og gengur. Maðurinn minn fyrri,
hét Bjarni Dagsson og var úr Garðin-
um. Við byrjuðum búskap okkar þar
en fluttum svo til Reykjavíkur.
Bjarni var sjómaður. Um þetta leyti
var verið að byrja hér á hafnargerð-
inni. Jónbjörn Gíslason var þar verk-
stjóri. Maðurinn minn var búinn að
ráða sig hjá honum, ætlaði að láta
sjóinn eiga sig þennan veturinn. Ég
átti elskulegan bróður, Einar, 26 ára
gamlan. Hann var búinn að kaupa bát
og maðurinn minn hafði róið hjá
honum. Þótti Einari það miður að
Bjarni skyldi ekki vera hjá honum
áfram. Hann ræður svo menn á bát-
inn og þar á meðal Þorlák á Þóru-
stöðum á Ströndinni. Róið var frá
Sandgerði. Þetta var árið 1921.
En nú kom babb í bátinn. Þorlákur
veiktist og gat ekki róið. Þetta frétti
maðurinn minn og ákveður þá að
hætta hjá Jónbirni en róa með bróður
mínum yfir vertíðina. Svo rennur
upp öskudagurinn 7. febrúar. Sæmi-
legt veður var um morguninn en er á
leið rauk upp með ofsaveður og er
skemmst af því að segja að þarna
fórust þeir allir.
Þá fóru nú erfiðir tímar í hönd. Þá
voru engar tryggingar komnar, engar
bætur fyrir börn eða neitt svoleiðis.
Maður varð bara að duga eða drep-
ast. Ég fór að selja fæði, stunda
saumaskap og vaka yfir sjúklingum.
Þetta gekk þolanlega. Ég var svo
heppin að vinna hjá góðu fólki. Við
komumst a.m.k. af án þess að svelta
og þurftum ekki að þiggja af sveit,
börnin gátu borið höfuðið hátt þess
vegna, en þá var litið niður á þá sem
neyddust til þess að þiggja af sveit.
Hörð barátta og óvægin
Svo, 1924, giftist ég seinni mann-
inum mínum, Gunnari Jóhannssyni,
síðar alþingismanni. Næstu Qögur
árin áttum við heima hér í Reykjavík
en fluttumst svo til Siglutjarðar
1928.
Hingað til hef ég ekki þurft að
spyrja neins. Steinþóra hefur talað en
ég keppst við að hripa niður.
„En hvernig læt ég, þú verður að fá
kaffi.“
Ég legg til að það bíði þar til við
höfum lokið spjalli okkar og segi:
- Nú stóð Gunnar alla stund fram-
arlega í verkalýðsbaráttunni. Manst
þú ekki eftir einhverjum átökum frá
þessum árum?
- Jú, hvort ég man. Hún var hörð
og óvægin baráttan þá stundum. Og
það vannst ekkert á nema beitt væri
kjafti og klóm. Það er nú t.d. þegar
verkfallið varð út af togurunum. Þá
var gripið til þess ráðs að reyna að
koma í veg fyrir að þeir fengju vatn
en vatnið var leitt í slöngum út í
skipin. Ætli þetta hafi ekki verið
1926. Þá var það sem Hendrik Ottó-
son tók sig til, ásamt nokkrum öðr-
um, fór út í smábát og þeim tókst að
skera á slöngurnar svo allt vatnið
bullaði í sjóinn.
Mig minnir að fyrsta kröfugangan
hafi verið farin 1923. Ég tók þátt í
henni. Hún var nú ekki ijölmenn, þar
voru bara þeir allra harðskeyttustu.
Ég man eftir að Gunnar var með
rauðan borða um handlegginn. Þetta
voru taldir fávitar og aumingjar, sem
ættu bara að fara á Klepp, en það var
nú ekki hægt að koma því við.
Þótt gangan væri fámenn horfðu
margir á hana og hentu mold og
grjóti í göngumenn.
Ég fræddist fyrst um pólitík eftir
að ég kynntist Gunnari. Síðan hef ég
alltaf verið pólitísk.
262 Heima er bezt