Heima er bezt - 01.06.2002, Page 23
j'/IJfi iDiiJiyj*
Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum
eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda
okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka?
Á síldarplani.
Ljósm. ísland 1939 (DAM).
Gunnar var nú ekki rétt vel þokk-
aður af sumum atvinnurekendum,
eða kannski öllum. Hann fór að
rekast í því að reist væru skýli við
höfnina svo verkamenn þyrftu ekki
að standa úti í öllum veðrurn á með-
an þeir drykkju kaffið. Þetta þótti fá-
heyrð heimtufrekja. Hvað höfðu
þessir menn að gera með húsaskjól
þótt þeir sypu kaffisopa? Og að því
kom að Gunnar var meira og minna
útilokaður frá vinnu vegna skoðana
sinna. Það átti sinn þátt í því að við
fluttum til Siglufjarðar.
Þegar ég gekk í Spörtu
Gunnar var nú kominn í einhvern
félagsskap með Héðni Valdimarssyni
og eitt sinn spyr hann mig hvort ég
vilji ekki ganga í félagið. Þá átti að
halda einhvern þýðingarmikinn fund.
Ég var til með þetta og við Gunnar
fórum á fundinn. Þar var mikið fjöl-
menni og ég þekkti engan nema
Gunnar. Ég fann að mikil spenna lá í
loftinu þótt ég vissi ekkert hvað
þarna var að gerast. Svo eru bornar
upp inntökubeiðinir og þar á meðal
mín. Þá stendur upp Sigurður Jónas-
son og segist heimta að sjá þetta
fólk, sem ganga á í félagið. Þetta geti
verið börn, ef það sé þá bara einu
sinni til.
Guð minn góður, og ég margra
barna móðir. Mér leist nú ekki á ef
ég ætti að fara að halda þarna á mér
einhverja sýningu, ég var ekki beint
þannig til fara. Maður reyndi nú
stundum að fela á sér fæturna á götu,
svo skótauið sæist ekki. Og það er
ekki að spyrja að því, allt logar þarna
í rifrildi og skömmum og hnefi á
móti hnefa.
Þetta var hreinasta upplifelsi fyrir
mig þótt ég væri orðin 28 ára.
Svo stendur Héðinn upp og allir
rifast og enginn skilur hvað annar
segir, allir reyna bara að hafa sem
hæst. Það gerði mér ekkert til því ég
skildi hvorki upp né niður í þessum
andskotans látum.
Allt í einu stingur Héðinn bókun-
um undir höndina, stikar út og Gunn-
ar og margir aðrir á eftir. Farið er í
eitthvert annað hús og þar er stjórn-
málafélagið Sparta stofnað.
Það yrði ljót ævisaga
Já, það var stundum heitt í kolun-
um á þessum árum og hart barist.
íhaldið var hér allsstaðar ráðandi.
Margir höfðu ekki til hnífs og skeið-
ar. Og það var ekkert gaman fyrir fá-
tæklingana að leita til fátækrafulltrú-
anna. Þó var þar einn afbragðsmaður,
Borgþór Jósefsson, kvæntur Stefaníu
leikkonu, frænku minni.
Ég skal segja þér að ég hefi verið
beðin að skrifa ævisögu mína. En
það vil ég ekki. Ég spjalla bara svona
í lausu lofti við þig. Saga mín, ef til
rótar væri rakin og öllu því lýst, sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni, væri um
sumt ljót. Fólk, sem læsi hana,
mundi bara segja: Aumingja gamla
konan, hún er gengin í barndóm.
Hún er orðin elliær. Hún veit ekkert
hvað hún segir. Og það er svo sem
ekki von að fólk trúi öllu því, sem
átti sér stað hér fyrrum. Já, þannig
yrði nú mín saga. Við tölum ekki um
hana.
Þegar við Gunnar minn fluttum til
Siglufjarðar 1928, var það fyrst og
fremst til þess að flýja eymdina hér.
En það er önnur saga.
Já, það er önnur saga. Og urn hana
spjöllum við Steinþóra kannski næst
þegar ég lít inn til hennar.
Heima er bezt 263