Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 26
Hún segir nokkuð þessi vísa Hjálmars, sem hann orti á efri árum: Með Ijós í stafni, lág með völd, lítið safn á borðum. eg mun falla undir kvöld, eins og nafni forðum. Kona Hjálmars hét Anna Guðmundsdóttir, frá Holti á Ásum. Brottför hennar af þessum heimi var Hjálmari þungbær, og hann orti hugnæm kveðjuorð, sem lýsa bæði hryggð og djúpri þökk fyrir langt og gifturíkt sam- líf: Dó þar Ijós, því dimmir fljótt; drýpur sorgarskýið. Hér er komin helköld nótt; hrunið trausta vígið. Sínum maka sjá á bak sorg og kvíða vekur. Vera eftir eins og flak, sem undan straumi hrekur. Ég hef margt að þakka þér; þýddir hélu um bæinn. Bjartast Ijós, er lýstir mér langan ævidaginn. Er nú komið œvikvöld og í skjólin fokið. Hefþó meira en hálfa öld hamingjunnar notið. Að lokum eru hér vísur, sem Hjálmar orti við andlát föður míns, Sveins Hannessonar frá Elivogum: Áttir hvassa yftrsýn, aftur misjöfn launin. Hnitmiðuðu höggin þín hittu beint á kaunin. Löngum bar þitt lífsins tafl lága stöðu á borði, þó að ekki þryti afl þínu haga orði. Þegar mín er þrotin dvöl þennan geng ég veginn. svo við drekkum sónaröl saman hinum megin. Þekktir ekki' að hopa heim hörðum undan vindum. Þú varst alltaf ein af þeim útilegukindum. Geymast lengi gullin hans, gróður í andans haga, Elivoga útlagans, - eins af sonum Braga. Þetta er með lengri vísnaþáttum hingað til. Nú bið ég ykkur vel að lifa kæru lesendur. Nýr hagyrðingur verður í júlí-ágúst heftinu. Dægurljóð Hansína Þóra Gísladóttir í Reykjanesbæ bað mig að senda sér sérprentað ljóðið „Ber þú mig, þrá“, eftir Snæ- björn Einarsson (1902-1982), undir laginu „Carry me back to old Virginny“, eftir James Bland, amerískt söngvaskáld (1854-1911). Ljóð þetta birtist fyrst í Útvarpstíðindum 1939. Og hér kemur þetta hugljúfa ljóð, sem mér dettur í hug, að fólk á efri árum hafi gaman af að rifja upp einmitt nú: Ber þú mig, þrá, sem hug minn heillar heim, þar sem nam égfyrsta vorsins óm. Þar vil ég lifa, er lífsins birtu bregður; bros þeirra ég man, sem mér gáfu fegurst blóm. Héðan, sem hug minn enginn, enginn skilur, œtla ég burtu og fylgja barnsins þrá, sem hreif mig að heiman frá yndi og œskustöðvum, en aldrei mér gaf það, sem hjartað þráði að fá. Þökk fyrir allt, sem yndi veitti, allt, sem ég fann og týndi í glaumsins borg. Mörgum mun reynast það einhver ávinningur að hafa kynni af heimsins dýpstu sorg. Ber þú mig, þrá, sem mér öllu ofar bendir áleiðis heim, þó að fenni i öll mín spor. Eitt á ég þó, sem að öllum veginn greiðir: ástina til þín, mitt hlýja bernskuvor. Jón Jónsson frá Ljárskógum var skáld og söngvari þjóðkunnur með MA-kvartettinum. Hann orti margt söngva, sem þessi þjóðkunni kvartett söng á sínum ferli. Eru nú aðeins bræðurnir frá Hæli í Gnúpverjahreppi, Steinþór bóndi og alþingismaður og Þorgeir læknir, á lífi, en Jón frá Ljárskógum og Jakob Hafstein látnir. Jón orti ljóðið „Syngdu mig heim“, undir sama lagboða og Snæbjörn Einarsson. Ekki er það neitt undarlegt, að skáld þessi, og jafnvel fleiri, hafi ort ljóð við jafn draum- fagurt lag og hér um ræðir. Syngdu mig lieint Syngdu mig heim í heiðardalinn; heimþráin seiðir og bráðum kemur vor. Þíðvindar blása um bláfjallasalinn, blómskrúði vefjast mín gömlu æskuspor. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.