Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 29
Bjarnarey út af Kollumúla. Þar segir
frá hungurvist manna fyrir þrem ald-
arfjórðungum.
Vitinn við Kálfshamarsvík stendur á
klettahöfða ífögru umhverfi stuðla-
bergs.
Hér er því um 104 vita að ræða
sem Siglingastofnun íslands á og
rekur, er þjóna almennri skipaumferð
hringinn í kringum landið.
Eins og að líkum lætur hefur vitun-
um víða verið valinn staður á af-
skekktum stöðum frá ystu nesjum og
eyjum umhverfis landið, þar sem
siglingaleið framundan getur verið
varasöm. Vitarnir voru reyndar for-
senda þess að strandferðir við ísland
kæmust í eðlilegt horf áður en ratsjá
og dýptarmælir komu til sögunnar
um miðja síðustu öld.
Sá, sem festir þessar línur á blað,
hafði því nokkur kynni af þessari
þjónustu meðan hann var sjómaður
um borð í strandferöaskipi. Stundum
minnist ég slíkra stunda við brúar-
gluggann þegar ég horfði út yfir haf-
llötinn framundan skipinu, hvernig
tungl, stjörnur og norðurljós, brugðu
upp stálgrárri kynjabirtu á umhverf-
ið, en til landsins var kolsvört
ströndin, stundum með hvítum depl-
um hér og Itvar; sveitabæir á stangli.
Reylcjanesvitinn og bústaður vitavarðar
Þess á milli leiftruðu skærar Ijóskeil-
ur vitanna á þessum ystu leiðum,
ýmist rauð, græn eða hvít, söxuðu
þau niður myrkrið við að vísa okkur
leið framhjá boðum og skerjunt.
I sumum þessara vita eða í ná-
grenni þeirra, vissum við að bjó fólk,
afskekkt og einangrað. Nægir þar að
nefna Svalvoga, Galtarvita, Horn-
bjargsvita, Sauðanes- og Siglunes-
vita, Skoruvík og Dalatanga.
Þar sem fólkið á þessum stöðum
sinnti jafnframt veðurathugunum
voru þeir landsmönnum kunnir úr
veðurfregnum útvarpsins um langa
hríð og sumir þeirra reyndar ennþá.
Heima er bezt 269