Heima er bezt - 01.06.2002, Side 30
Gróttuviti og fyrrverandi húsakynni vitavarðar.
Meginhluta síðustu aldar hafði
Vitamálastjórnin sérstakt skip í för-
um er annaðist flutninga á hinum
ýmsu nauðsynjum til vitanna og
vörslufólks þeirra, jafnframt því þeg-
ar nýir vitar voru byggðir. Föst venja
var að fara svokallaða vorferð milli
alltra vitanna, sem gat tekið þrjár til
fjórar vikur, auk annarra ferða vegna
nýbygginga.
Oft varð að leita lags við uppskip-
unina, því sjór varð að vera ládauður
við hina hafnlausu strönd.
Eftirtalin skip önnuðust þessa
flutninga frá öðrum áratugi aldarinn-
ar:
M/s Óskar, e/s Hermóður I., m/s
Hermóður II., m/s Mánatindur og
m/s Árvakur, auk þess sem gripið var
til varðskipanna og reyndar gert enn-
þá.
Mikið erfiði fylgdi þessum flutn-
ingum fyrir áhafnir skipanna. Til
dæmis voru gashylkin, sem notuð
eru í vitana, yfir hundrað kíló að
þyngd og voru tveir menn um hvert
þeirra. Oft þurfti að draga þau frá
flæðarmáli, yfir torfærur, stórgrýtis-
urðir, upp bratta sjávarbakka eða yfir
karga þýfi. Sumir staðanna voru
Mynd efst: Oft er erfitt með uppskipun
á Straumnesi norðan Aðalvíkur.
Mynd í miðjunni: Hornbjargsviti í
Látravík var reistur árið 1930. Þar var
löngum vitavörður Jóhann Pétursson,
þekktur bókasafnari.
Mynd neðst: Vitinn á Glettinganesi í
N-Múlasýslu var upphaflega merktur
eins og flestir vitar landsins voru á
fyrri helmingi 20. aldarinnar.
verri en aðrir. Einna verst orð á sér
hafði Straumnesið, norðan Aðalvíkur
og Lundey á Skjálfanda, og reyndar
margir fleiri staðir.
Vélknúnum dráttarbrautum hafði
verið komið upp á Hornbjargsvita í
Látravík, Sauðanesi við Siglufjörð
og Dalatanga við Seyðisfjörð.
Tveir síðastnefndu staðanna
komust í vegasamband á sjöunda
áratugnum og lauk þar með sigling-
um þangað.
Mér er minnisstæð trillubátsferð
frá Haganesvík til Siglufjarðar í lok
fimmta áratugarins, er við stímuðum
grunnt fyrir Úlfsdali. Á lognsléttum
sjó undan Dalatá lá Hermóður II., og
GLETT-
INCA-
NES
verið var að skipa upp ýmsu góssi til
vitavarðarins í Sauðanesvita. Varan
var flutt á opnum uppskipunarbáti
270 Heimaerbezt