Heima er bezt - 01.06.2002, Page 33
æðarvarpsins hafði skilið eftir í kof-
anum um vorið, en maur hafði kom-
ist saman við mjölið svo að grautur-
inn varð í dekkra lagi við suðuna og
rammur var hann á bragðið í meira
lagi. En allt var etið, sem tönn á festi
og fegnir voru þeir félagar að losna
úr prísundinni þegar þeir loks gátu
stokkið af einu klapparhorni Bjarnar-
eyjar um borð í Vopnaijarðarbátinn.
Þessar tvær frásagnir sýna, svo að
ekki verður um villst, hve störf
þeirra manna sem unnu að vita-
% byggingum og viðhaldi
BBfck þeirra, gátu verið hættuleg.
M Ferðalög um afskekkt hér-
uð, eyðibyggðir, annes
og eyjar, hafa hin síð-
ari ár færst í vöxt.
Að liggja við í tjaldi
p eóa sæluhúsi, í ein-
V veru og kyrrð, á sér
oft fágæta töfra við
» ' samspil náttúrunnar.
Fátt er nútímafólki
j jafn hollt og andleg
3 endurnæring en
gönguferð um sjávar-
;j strönd við öldugjálfur
' og fuglaklið í hvass-
brýndum björgum. I
slíkum gönguferðum
p er oft gaman að
^ staldra vió vitabygg-
ingarnar, litast þar
um og skyggnast inn
í sögu fólksins sem
þar hafðist við.
r*, Myndirnar, sem
þættinum fylgja, eru
af nokkrum vitum
landsins og um-
hverfi þeirra.
Bústaður vitavarðar og næsta umhverfi á Dalatanga.
Horft niður að gömlu lendingunni framundan
Sauðanesi 1995. Steypti uppskipunarpallurinn sést
greinilega ífjörunni.
Vitinn á Selskeri í Húnajlóu er ntjög rammger
enda þvtvr Itujaldun skerið lihlítt í norðanáttui
eitts Ög nefnt er í ineðfyígjmidLgi^iip
Sauðanesviti og dráttarbúnaður á sjávar-
bakka frá tíma sjóflutninganna fyrr á árum.
Heima er bezt 27 3