Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 36
ekki til ákvörðunarstaðar fyrr en um miðnætti. Var þá allt heimilisfólk gengið til náða utan húsfreyju er beið mín með hressingu á borðum. Að henni meðtekinni vísaði frúin mér til sængur. A bæ þessum var til heimilis ein- hleypur maður, bróðir húsbóndans, kominn á áttræðisaldur en hinn hressasti. Ekki var hann á allan hátt við alþýðu skap, sérstæður nokkuð í framgöngu og háttsemi allri. Ég hafði oft séð hann í sláturtíðinni heima á Borgarfirði, en þangað rak hann sláturfé sitt eins og margir Ut- Héraðsmenn gerðu lengi. Þá sópaði oft að karli, ekki síst hefði hann fengið sér ögn að bragða af vasapela. Var hann þá gjaman hávær mjög og ekki með sanni hægt að segja að sitt hvað, er hann lét sér um munn fara, væri beinlínis upp úr Biblíunni elleg- ar við hæfi þar sem dömur voru nær- staddar; þurfti raunar ekki áhrifa úr pela að gæta til þess að hokkuð hvini í tálknum hans. Þótti strákum ýms- um síður en svo úr vegi að vera inn- an kallfæris þegar hann lét gamminn geisa. Hann tók drjúgum í vörina skorið tóbak, á við tvo til þijá sæmi- lega neytendur þeirrar vöru, og spýtti mórauðu sem því svaraði. Derhúfu bar hann jafnan á höfði í þessum ferðum og sneri henni einatt þversum þannig að skyggnið lafði niður með öðmm vanganum. Þennan vetur lét ég mér vaxa al- skegg og þótti þvílíkt tiltæki ungs manns á þessum tíma vítaverð hegð- un að ekki sé fastar að orði kveðið. Hér er ekki rými til þess að fleyga inn í frásögnina þætti um skeggstríð kynslóðar minnar gegn skeggleysis- kúgun aldamótamanna, en vel er hann þess virði að halda honum til haga ef færi gefst. Þess skal þó getið að Hjaltastaðarþinghármenn tóku þessu athæfi mínu af mikilli þolin- mæði og tillitssemi. Síðan þá hef ég haft þá trú, að þeir hafi verið langt á undan sinni samtíð hvað snertir við- horf til skeggjaðra manna. Aðeins einu sinni brá út af þessu þótt í litlu væri og nú skal greina: Að sjálfsögðu hugðist ég vera trúr þeirri lífshugsjón minni að fara aldrei á fætur fyrr en brýna nauðsyn bæri til og hugðist sofa vel fram eftir sunnudagsmorgninum. Þá verður það að ég hrekk upp af værum blundi um það bil að jöfnu báðum, dagmála og hádegis, við það að hurð er þokað frá stöfúm og er ég lít upp sé ég að í gættinni stendur öldungur sá hinn sérstæði, er ég hef getið um hér litlu ffamar og ber hann nú loðhúfu á höfði, þversum, og lafir kverkbandið úr þeirri hlið hennar, sem að mér snýr, niður yfir andlit hans en efnis- mikill tóbakstaumur sígur úr öðru munnvikinu niður á hökuna. Hann hyggur að mér litla stund og er svip- ur hans í senn blandinn feimnisleg- um heimóttarhætti og storkandi kuldaglotti, hefur síðan upp raustina, ber ekki ótt á, en leggur þeim mun meiri þunga í orðin, ávarpar mig svo segjandi: „Þú ert ljótur! Þú ert skeggjaður! Þú ert Borgfirðingur! Mér er illa við Borgfirðinga! Borgfirðingar eru hver undan öðrum“. Að ávarpi þessu fram bornu hvarf hann úr gættinni og skellti hurð. Ekki get ég sagt, að mér brygði við kveðju þessa eftir þá njósn er ég hafði haft af flutningsmanni hennar, stráklingur heima á Borgarfirði. A hinn bóginn glaðvaknaði ég við hana, reis þegar úr rekkju og smó í klæði mín. Ekki leikur á tveim tungum, að þrjár fyrstu setningarnar, sem þarna var til mín varpað, voru sannar og réttar. Að heill hugur fylgdi þeirri fjórðu dró ég í efa við nánari kynni af ávarpanda, en um þá fimmtu er það að segja að varðandi skyldleika- rækt stóðu Borgfirðingar síst framar en tíðkaðist a.m.k. í ýmsum sveitum á Héraði. Er skemmst frá því að segja að með mér og manni þessum tókst brátt góður kunningsskapur. Kennslu lauk jafnan upp úr nóni og fengu nemendur þá frí þar til undir- búningur þeirra hófst fyrir næsta dag. Frí þetta notuðu þeir dyggilega til þess að grafa merkilegt völundar- hús og mikla ranghala í einn af þeim stóru snjósköflum er hlaðið hafði saman í grennd bæjarins. Vinur minn átti talsverðan kindahóp og sinnti honum í eigin fjárhúsi. Bar það oft saman að ég átti frí og karl var ekki farinn til seinni gegninga en hafði hallað sér útaf í herbergi sínu, jafnan með loðhúfuna góðu á höfði, þvers- um að sjálfsögðu og komst ég fljót- lega á snoðir um að þannig svaf hann með hana allar nætur. A þessum stundum leit ég oft inn til hans og fór einatt vel á með okkur. Hann kunni frá ýmsu að segja úr fyrri tíð er mér þótti fengur að heyra. Á tveggja manna tali var hann einatt viðræðu- góður, en bættust fleiri í hópinn var viðbúið að nokkur lausatök yrðu á máli hans. Flugu þá einatt frá honum glósur og meinfysilegar athugasemd- ir gripnar hver úr sinni áttinni og engan veginn á það ætlandi hvar ræða hans kæmi niður um það er lauk. Skeytum sínum beindi hann aldrei að mér utan þeim sem hann vatt til mín úr dyragættinni sunnu- dagsmorguninn sæla. Mig grunar, eftir á að hyggja, að djúpt undir hvunndagsbrynjunni bæri þessi maður ör eftir gamalt sár í af- kima hjartans og væri sá afkimi traustlega luktur sjónum samferða- manna hans á lífsins leið. Mér tókst þó að vinna traust hans það mikið að eitt laugardagskvöldið, sem við vor- um samtíða, trúði hann mér til þess að raka af sér skeggbrodda vikunnar gegn vottfestu loforði um að ég neytti ekki færisins og skæri hann á háls í leiðinni. Vandaði ég til þessa trúnaðarstarfs svo sem best ég kunni og varð karl hinn ánægðasti með ár- angurinn. Mörgum áratugum síðar varð minning um þennan kunningja minn mér efni í stef undir fimm línu hætti: Menn töldu Magnús þverhaus en maðurinn var enginn berhaus því derpottlok grátt bar hann dag sem nátt þversum á sínum þverhaus. Loðhúfuna góðu, sem skýldi höfði hans þennan harða vetur, læt ég hér liggja milli hluta. 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.