Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 39

Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 39
sérstætt dýralíf. Er jafnvel talið að á Galapagos eða Skjald- bökueyjum hafi Darwin komist á sporið um þróunarkenn- ingu sína. Frá þessum merkilegu eyjum var haldið til Tahiti, Nýja Sjálands, Ástralíu, Tasmaníu, Máritíus og loks heim með viðkomu á Sankti Helenu árið 1836. Eftir heimkomuna tók Darwin til óspilltra málanna við að vinna úr því geysimikla efni sem hann hafði safnað og búa sumt af því til prentunar. Mitt í þeim störfúm tók hugsunin um fjölbreytileika tegundanna að sækja á hann fyrir alvöru. Og sú spurning gerðist sífellt áleitnari hvers vegna tegund- imar breyttust og hvaða aðstæður þyrftu að koma til, svo að breytingarnar gerðust. Loks þóttist hann finna svör við þessum spurningum i kenningum Tómasar Maltusar frá 1798. Hann hafði haldið því fram að ef lífverumar fengju að auka kyn sitt ótakmarkað, þá mundu þær verða svo margar að eklci yrði neitt rými eða viðurværi fyrir þær á jörðinni. Að þetta gerðist ekki væri af því að dánartalan væri svo há að hún hindraði það. Þeir sem lifðu af væru þeir einstaklingar sem best væru úr garði gerðir gagnvart umhverfi sínu. Sú barátta sem lífverumar yrðu sífellt að heyja væri sá kraftur er markaði alla ffamþróun í ríki nátt- úmnnar eða í stuttu máli að segja að hinir hæfustu lifðu af á hverjum tíma. Lengi vel hikaði Darwin við aó birta nokkuð á prenti um niðurstöður sínar varðandi þróun lífveranna, þrátt fyrir hvatningu margra vina sinna í hópi náttúrufræðinga. En svo gerðist merkilegur atburður sem varð til að flýta þessu verki Darwins til mikilla muna. Ungur enskur náttúrufræðingur, Alffed Russel Wallace að nafni, hafði staðið í bréfaskiptum við Darwin ffá dvalarstað sínum í Malayalöndum. Hann sendi þessum pennavini sínum ritgerð sem hafði að geyma mjög líkar skoðanir á þróun lífveranna og þær sem Darwin hafði ímyndað sér við áratuga langar athuganir. Þetta varð til þess að Darwin ákvað að birta úrdrátt úr athugunum sín- um ásamt ritgerð hins unga vísindamanns og kom sú bók út árið 1858. Og þegar á næsta ári eða 1859 kom svo út hið mikla og víðfræga rit hans um uppruna tegundanna. Kenningu sinni til sönnunar studdist hann við margvís- legar athuganir og þá í fyrsta lagi við steingervingarann- sóknir, samanburðarlíffræði, fósturffæði og síðast en ekki síst við athuganir á landffæðilegri útbreiðslu jurta og dýra og þann mismun sem þar kom víða ffam eftir breytilegu umhverfi á hverjum stað. Svo sem nærri má geta vöktu kenningar Darwins miklar umræður og deilur og sér jafnvel ekki enn fýrir endann á þeirri umræðu. Einkum fór það illa í marga, þegar hann hélt því fram að menn og apar væru náskyldar tegundir sem ættu sameiginlegan forföður affur í grárri forneskju. Þennan forföður væri að vísu ekki hægt að benda á og talaði Darwin um hann sem týnda hlekkinn eða „The missing link.“ Allar deilur um kenningar sínar lét Darwin lönd og leið. Hann lifði kyrrlátu lífi og hélt rann- sóknum sínum áfram meðan heilsa leyfði. Hann andaðist árið 1882 og var jarðsettur í heiðursgraffeit í Westminster kirkjunni í London og í Englandi hlotnast sá heiður aðeins mestu og þekktustu afreksmönnum í heimi vísinda og lista. Áœtlunar- bifreið frá fyrri hluta síðustu aldar. Ljósm. Island 1939 (PH). Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburöi, staö, húsum. dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki aö scnda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB aö njóta hennar líka? Heima er bezt 279

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.