Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 40

Heima er bezt - 01.06.2002, Síða 40
Gamlar götur Framhald af bls. 25 7 Böðull við hina síðustu aftöku var Guðmundur Ketils- son bróðir Natans. Hann tók við jörðinni á Illugastöðum og var annálaður jarðabótamaður. Ormsdalsleið lá upp frá Harastöðum í Vesturhópi um Ormsdalinn fyrir suðvestan Sótafell um Þröskuld og á Langahrygg. Þar mætti hún Heydalsleið. Séra Ögmundur Sigurðsson lýsir götum á Vatnsnesi árið 1840. Hann kvartar undan því að þjóðarandinn til vegabóta sé ekki enn lífgaður þar um slóðir. Hann full- yrðir að fljótur hestur og seinfær geri sama gagn, menn komist hvort eð er ekki úr sporunum. Ungur maður var undirritaður í brúarvinnu í Þorgríms- staðadal yst á Vatnsnesi. Þar sem við vorum að vinna við brúargerðina kom stundum í heimsókn til okkar bróðir séra Sigurðar í Hindisvík, viðkvæmur gáfumaður. Hann spilaði listavel á orgel. Þegar brúin var fullgerð var haldið kaffiboð fyrir okkur að Þorgrímsstöðum og spilaði Jóhannes þar á orgel undir borðum. Það snerti viðkvæman streng að sjá ellihruma fingur hans fikra sig eftir nótnaborðinu. Sagt er að Jóhannes hafi verið í Menntaskólanum á Akureyri og dottið í höfnina þar nyrðra. Hann dó en var lífgaður við aftur að sögn. í staðinn fyrir ungan, efnilegan skólapilt, vaknaði flugnæmur listamaður. Undir því oki lifði hann til hárrar elli. Á efri árum gekk Jóhannes ijörur á Vatnsnesi og safn- aði rekaviðarspýtum. Þeim raðaði hann kyrfilega í fjör- una, vildi hafa þar allt í röð og reglu rétt eins og á nótna- borðinu á orgelinu að Þorgrímsstöðum. Niðurlag Kynni mín af Vestur-Húnavatnssýslu ná eins og að ofan greinir, til unglingsáranna, er ég var þar í brúarvinnu. Auk þess var ég í símavinnu í flokki Kjartans Sveinsssonar símaverkstjóra, eitt sumar. Þá gengum við með símalínum heim á alla bæi, alveg frá Brú í Hrúta- firði og norður að Blönduósi. Það var þá sem ég náði fyr- ir alvöru tökum á kaffidrykkju, sem var þó engan veginn eini drykkur okkar. Við drukkum líka mjólk auk annars. Mér telst til að þetta sumar hafi ég drukkið ekki minna en 450 kaffibolla gratís á sveitabæjum, sem við komum heim á til að líta á símtækið. Kleinurnar sem ég borðaði þetta sumar hafa ekki verið færri en 200 og annað eins af jólakökusneiðum. Þeir sem nenna geta svo umreiknað þetta á verði bensínstöðva. Það þætti áreiðanlega dágóð launauppbót í dag. Þetta var í þá daga og við sváfum í tjöldum heilu sumrin í síma- og brúarvinnunni, unnum, borðuðum og sváfum í miðri viku, en fórum á böll um helgar. Þess háttar æskuminningar eru dýrmætar. Því meira sem ég kynnist pappírstígrum þjóðfélagsins í dag, þeim mun vænna þykir mér um gömlu sveitamenn- inguna. Samt þurfti mannafla til að halda mér í sveit í nokkur sumur þegar ég var strákur, af því að ég hafði svo gaman af að spila fótbolta. í þessari grein hefði ég viljað lýsa ánægjulegum stund- um sem ég átti með Borgfirðingum á þessum slóðum sumarið 1997. Við komum ríðandi norður Grímstungu- heiði og að Hnjúki í Vatnsdal. Síðan að Þingeyrum og við riðum um Þingeyrarsand og tókum land í Vaðhvammi. Svo riðum við hjá Aðalbóli og suður Tvídægru. Dagleiðir voru svona: 23. júlí: Frá Húsafelli í Álftakrók. 24. júlí: Úr Álftakrók í Haugakvíslarskála. 25. júlí: Frá Haugakvíslarskála að Hnjúki í Vatnsdal. Gist í Galtanesi í Víðidal. 26. júlí: Hvíldardagur og ekið um Vatnsnesið. Gist í Galtanesi. 27. júlí: Frá Hnjúki í Vatnsdal um Þingeyrar og Þingeyrarsand hjá Borgarvirki að Galtanesi. 28. júlí: Frá Galtanesi að Bjargarstöðum í Austurárdal. 29. júlí: Frá Bjargarstöðum að Úlfsvatni. 30. júlí: Frá Úlfsvatni að Húsafelli. 31. júlí: Frá Húsafelli niður Bugana meðfram Reykjadalsá hjá Giljafossi að Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þarna uppi á heiðunum blasti við okkur Tröllakirkja í vestri og Eiríksjökull og Krákur á Sandi. Og mikið var gott að koma í skálann hjá Úlfsvatni eftir langan dag á hestbaki. Drottinn minn dýri, kaffisopinn og kræsingar undir lágnætti. Kvöldfagurt var þarna við vatnið og veiðisælt mun það vera enda leituðu útilegumenn gjarnan þangað. Frá því segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Hafliða á Aðalbóli lenti saman við útilegumann á Úlfsvatni. Löngum þótti reimt þarna í gamla skálanum en okkur létu draugar í friði nema hvað einn sá til þess að sprakk á trússbílnum, þannig að kvöldmatnum seinkaði. Úr því minnst er á útilegumenn þá rifjast upp fyrir manni hversu margir urðu auðnuleysinu að bráð þegar svarf að þjóðinni, Þá var gott fyrir þetta fólk að leita í matarkistuna þarna uppi á heiðunum, glænýr silungur í forrétt og lambakjöt í aðalrétt. Margur stórborgarflæking- urinn, sem sækir sér í dag súpudisk í góðgerðareldhúsin, hefði sjálfsagt þótt sér vel borgið á Arnarvatnsheiðinni nema hvað svo kom veturinn, sauðfé allt komið til byggða og vötn ísilögð. Hvílíkt heljarmenni hlýtur Fjalla- Eyvindur að hafa verið að lifa af við þessar kringumstæð- ur. 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.