Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 43

Heima er bezt - 01.06.2002, Qupperneq 43
Framhaldssaga, 8. hluti - Jæja, vinur, svaraði hann rólega, nefndi smá upphæð, sem Andre skyldi greiða honum mánaðarlega og tók jafn- framt við íyrstu greiðslunni og pilturinn var ánægður. En viðtakandi tjárins brá sér strax af bæ, hélt beinustu leið í sparisjóð ijaröarins, stoínaði þar bankabók á nafni Andre Rekdal og lagði greiðsluna inn á bókina. Bókin skyldi svo varðveitt í sparisjóðnum, þar til innihald hennar félli eig- andanum í skaut við brottför hans úr fornaldarbænum. Hann hélt síðan þessum upptekna hætti við hverja greiðslu og naut þess ríkulega að standa með pálmann í höndunum. Tíminn leið, góð ár. Andre Rekdal var orðinn fúllvaxta, glæsilegur ungur maður, en hann fór að öllu með gát og gekk hægt um gleðinnar dyr. Svo gerðist það haust eitt að ung stúlka kom í þorpið við fjörðinn. Hún var systurdóttir læknisfrúarinnar á staðnum og ætlaði að sögn, að dvelja vetrarlangt hjá móðursystur sinni og nema fatasaum og hannyrðir, en læknisfrúin kenndi oft ungum stúlkum slíkar handmenntir að vetrarlagi. Liselotte hét hún, aðkomustúlk- an, ættuð frá Bodö. Nokkru eftir áramótin tók æskufólkið í firðinum sig saman að venju og efndi til skíðaferðar yfir eina helgi upp í háfjallasal norskra óbyggða. Andre var vanur að taka þátt í þessum árlegu skíðaferðum og átti góðan búnað til þeirra hluta. En í þetta skipti sýndi hann óvenju lítinn áhuga og þurfti nokkur hvatningarorð áður en hann lét skrá sig í hóp þátttakenda. En þessi för varð honum örlagarík. Við heim- komuna lét hann vel af ferðalaginu, kvað veður og skíða- færi hafa verið eins og best varð á kosið, en það óhapp orð- ið að syturdóttir læknisfrúarinnar hefði dottið á skíðunum í brattri brekku á miklum hraða og snúið sig illa um ökla. Af tilviljun hefði hann komið fyrstur á slysstað, reynt að hjálpa stúlkunni og borið hana heim í skíðaskálann, þar sem ferðafólkið gisti. En þetta atvik leiddi til ffekari kynna. Liselotte átti mörg spor í fornaldarbæinn, það sem eftir lifði vetrar, og þau fyrstu á tveimur hækjum. Á vor- dögum voru þau Andre og Liselotte heitbundin og drógu gullbauga á hönd því til staðfestingar. Námi stúlkunnar hjá læknisfrúnni var lokið og hún bjóst til heimferðar. Djúpt andvarp stígur frá brjósti afa Jensen, samfara þeirri endurminningu. Leiðir hans og Andre voru að skilja og því fylgdi föðurleg eftisjá og söknuður en Andre flyfti að sjálfsögðu með heitmey sinni til Bodö, það var lögmál lífsins. Faðir Liselotte var þar umsvifamikill útgerðarmaður og Andre mundi ekki skorta verkefni né annað er þangað kæmi. Áður en kveðjustund þeirra félaganna rann upp, fékk hann piltinn til þess að koma með sér í sparisjóðinn. Þar Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.