Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 10
Helga Svana
Ólafsdóttir: [
Mannlíf
við Diúp
a furrinfuía s/ðu.s/a afcfar
Eins og víðast hvar á Islandi hefur mannlíf
við Isafjarðardjúp tekið geysimiklum
breytingum fráfyrri hluta 20. aldar, enda
þjóðfélagsgerðin orðin allt önnur.
Hér verða rifjaðar upp minningar konu,
sem fœddist í Súðavíkurhreppi árið 1891,
ólstþar upp á barnmörgu heimili ogfór
snemma að vinnafyrir sér.
f A /M /M aría Rögnvaldsdóttir var fang-
í y / M/ M gæsla fáein vor, bæði í Hnífsdal
%/ og Bolungarvík. Starf hennar var
fólgið í því að annast matseld fyrir sjómennina, hirða
sokkaplögg og sjóvettlinga, ásamt því að halda ver-
búðinni hreinni.
Vorið 1915 var María fanggæsla í Holubúð í Vigur.
Unnusti hennar, Ólafur Hálfdánsson frá Hesti í Hestfirði,
var þar formaður á íjögurra manna fari, sem auðvitað var
árabátur. Með honum á bátnum voru tveir fullorðnir
menn og einn unglingur um fermingu. Holubúð var mjög
lítil, staðsett á austanverðri eyjunni. Ekki voru húsakynni
þessi háreist fremur en margar verbúðir á þessum tíma,
veggir hlaðnir úr torfi og grjóti, skarsúð og torfþak.
Niðri var vinnustaður sjómannanna, þar var línan beitt.
Uppi voru ljögur rúmstæði, þannig að í þessu tilfelli
Ólafur Hálfdánsson og María Rögnvaldsdóttir.
sváfu hásetar og fanggæsla hvert í sínu rúmi, en ungling-
urinn svaf hjá formanninum. A loftinu var kamína sem
eldað var á og þar var einnig matast. Má enn sjá rústir
Holubúðar í Vigur.
Eyjan Vigur er náttúruperla, svo vafalaust hefur verið
unaðslegt fyrir ungt kærustupar að dvelja þar um hæsta
sólarganginn, þó vistarveran væri hrörleg og skyldu-
störfin látin ganga fyrir öllu. Samt var hugsað fyrir fram-
tíðinni.
Einn góðan veðurdag, nánar tiltekið 25. dag júní-
mánaðar hvarf formaðurinn skyndilega frá beitinga-
borðinu og fanggæsluna var hvergi að finna í verbúðinni.
Vigur var um þetta leyti setin af sóknarpresti Ögur-
þinga, Sigurði Stefánssyni. María hafði verið vinnukona
hjá prestshjónunum og fallið vistin afar vel. Prestur hafði
þá sagt við hana í gamni að hann skyldi gifta hana
538 Heima er bezt