Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 42
1819 og kona hans Valgerður Bjarnadóttir fædd 1756, dáin 1819. Jón Þorbjarnarson var bóndi á Laxfossi 1783- 1806. Bjarni lenti í því sem ungur maður að verða of gjarn á taglhár hrossa og var því nefndur Tagla-Bjarni. Bjami virðist vera á flækingi í heilan tug ára í Staf- holtstungum frá 1823 til 1833. Hann hefur verið nokkuð laus í rásinni og mikið fór hann milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu. Bjó og þar um skeið. Með Ragnhildi átti hann tvo sonu: Gest f. 1831 og Guðmund f. 1833. (Mikið eftir B.Æ.). Ekki er annað að sjá, en Bjami sé sagður fróður, þegar hann er í Stafholti árið 1830. (Sókn. Stafh.). Þegar Bjarni er vinnumaður á Síðu í Vestur-Hópshólum 1835, er vitnisburður prests um hann á þessa leið: „Vel lesandi, skikkanlegur“ og kunnátta hans er sögð „í betra lagi.“ (Sókn. Vesturhópshóla). Þau Ragnhildur og Bjarni hafa fljótlega slitið sambandi sínu eftir að norður er komið. Skömmu síðar giftist svo Bjami ungri konu, Helgu Gunnarsdóttur. Árið 1836 fer Bjarni úr Veturhópshólasókn. Þá er skráð um hann: „Fer uppflosnaður frá Gottorp að Litluborg.“ Með honum það- an fara tuttugu og eins árs kona og eins árs dóttir. (Min. Veturhópshólasóknar). í Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar er minnst á þjófnaðarmál frá 1837. Þar kemur Bjarni nokkur Jónsson við sögu, sem ekki eru vituð nein deili á. „Það var nú bert um mann þann er Bjarni hét Jónsson, að stolið hefði hann nær útslegnum ljá og haft síðan í spík til handa sér þá hann hefði í vinnu verið í Hvammi hjá (Blöndal) sýslu- manni. Bjarni var flengdur 10 högg fyrir hvinnsku og meðvitund.“ Getur kannski verið, að þarna hafi áður nefndur Bjarni verið á ferð? (Húnvetningasaga). Faðir Jóns Sæmundssonar: Sæmundur Jónsson var vinnumaður í Hörgskoti árið 1835. Hann er 21 þá árs að aldri. (Sókn Breiðabólsstaðar). Sæmundur var fæddur 8. ágúst 1814 í Hólum. Foreldrar hans voru sr. Jón Micha- elsson og Jóhanna Sæmundsdóttir. Um föður hans stend- ur skráð í Ministerialbók Vesturhópshóla í þættinum um ævisögur presta frá 1700-1814: „Sr. Jón Michaelsson fæddur á Grjótnesi á Sléttu (innan Norðursýslu) Anno 1773. Giptist Jóhönnu Sæmundsdóttur 1801. Djákn á Þingeyraklaustri. Collationeraður og vígður til Vestur- hópshóla Annó 1805. (6 börn skráð en hér sleppt). And- aðist 15da Dec. 1814.“ (Min. Vesturhópshóla). Sæmund- ur er léttadrengur í Böðvarshólum 1832, þegar hann er 18 ára. Honum er lýst sem geðhægum og kunnátta sögð í meðallagi. (Mt. V -Hún.). Faðir Guðbjargar Sigurðardóttur var Sigurður Sigurðs- son, sem vinnumaður var á Ægissíðu á sama tíma og móðir hennar Ragnhildur. Um Sigurð er það að segja, að þetta er sennilega Sigurður sá, sem niðursetningur er í Núpssókn, þegar hann er 13 ára að aldri. Hann er sagður fæddur á Svertingsstöðum (Mt. 1816) þann 6. janúar 1803, skírður á Melstað. (Leitarvefur Mormóna á netinu). Foreldrar Sigurðar hafa verið Sigurður Jónsson, sem var 24 ára vinnumaður á Melum í Staðarsókn og Guðrún Þórðardóttir, 35 ára í vinnumennsku á Svertingsstöðum (hjá Bjarna Bjarnasyni 60 ára leiguliða þar) árið 1801. (Mt. 1801). 1835 er Sigurður vinnumaður á Ægissíðu. Árið eftir er hann lausamaður á Kistu. Um lestrarkunn- áttu er skráð: „lítt læs,“ um hegðan stendur „ötull, svæs- inn“ (erfitt að lesa) og hvað kunnáttu varðar: „heldur fá- kunnandi.“ (Sókn. Vesturhópshóla). Ekki finnst nafn Sig- urðar í manntalinu 1845, svo að líklega er hann þá allur. Börn Ragnhildar Gestur Bjarnason óx upp í skjóli móður sinnar. Hann var fæddur 17. nóvember 1831. Hann var bóndi í Lækjar- koti í Borgarhreppi 1862-1868. Gestur giftist Sigríði Guðmundsdóttur, f. 21. desember 1837, d. 7. ágúst 1922 í Reykjavík. Hún var dóttir Guðmundar Þórðarsonar og Þuríðar Guðmundsdóttur í Eskiholti. Sigríður giftist síðar Páli Guðmundssyni á Brennistöðum í Borgarsókn. Gestur átti sex börn með konu sinni, en þau dóu öll ung. Gestur dó 31. október 1868, sama ár og þrjú bama hans. (B.Æ.). í sóknarmannatali Borgarsóknar 1852 er þetta skráð: „Skír, vel að sér og er skikkanlegur.“ Sama er skráð árið eftir. Þá er hann í Einarsnesi hjá móður sinni. (Sókn. Borgar). Hafa skal í huga, að drengur þessi hefur alla tíð fylgt móður sinni þar til hann er vaxinn úr grasi og ekki er ósennilegt, að hún hafi verið helzti ffæðari hans. Guðmundur Bjamason, f. 20. júní 1833, óx upp á sífelld- um hrakningi í þrem sýslum. Eftir að hann komst á full- orðinsár var hann lengst af í vinnumennsku og lausa- mennsku á ýmsum bæjum í Hálsasveit og Hvítársíðu. Kona 5. desember 1870: Agnes, f. 29. febrúar 1844, (sjá athugasemd í þáttarlok), dóttir (Barna) Steins Sigfússonar Bergmanns frá Þorkelshóli í Vestur-Húnavatnssýslu og Jóhönnu Jónasdóttur, en þau áttu nokkur börn. Þau hjónin, Guðmundur og Agnes skildu og fór konan til Ameríku. Tvö böm náðu fullorðinsaldri og fóm þau bæði vestur um haf. Guðmundur andaðist 19. júní 1915. (Eftir B.Æ.). Jón Sæmundsson f. 26. nóvember 1834. (Sjá athuga- semd í þáttarlok). Um hann má lesa í B.Æ. en athugandi er, að nafn móður hans er rangt skráð þar. Ekki er hægt að finna í B.Æ. hvar Jón hefur dvalið fyrstu árin. Hann finnst ekki innfærður í sóknarmanntal Vesturhópshóla eftir 1834, né í manntalið frá 1845. Reyndar stendur skráð í skránni yfir brottflutta úr Vesturhópshólum 1835: „Jón Sæmundsson, 7 vikna, tökubarn frá Ægissíðu að Vatnshorni. Laungetinn.“ Ekki finnst hann þó skráður á þessum tíma í kirkjubækur Víðidalssóknar. Jón var bú- settur á 21 stað eftir að hann náði 25 ára aldri! Kona Jóns var Sigurlín Bergsdóttir, f. 12. janúar 1835, d. 14. desem- ber 1888. Foreldrar hennar voru Bergur Sveinsson, bóndi á Hvítsstöðum og kona hans Vigdís Sigurðardóttir. Börn áttu þau tvö. Dóttirin fór til Ameríku um aldamótin 1900, en Bergur sonur hans á afkomendur hér á landi. Framhald í nœsta blaði. 570 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.